2022
Hinn fágandi eldur þrenginga
Mars 2022


„Hinn fágandi eldur þrenginga,“ Líahóna, Mars/Apríl 2022.

Hinn fágandi eldur þrenginga

Ég bið þess að hvert okkar komist nær himneskum föður og frelsaranum í persónulegu mótlæti.

stytta af konu sem horfir upp

Ljósmyndir frá Getty Images

Mótlæti lífsins ætti ekki koma okkur á óvart. Hvort sem það er vegna eigin synda og mistaka eða einhvers annars, þá er mótlæti staðreynd í jarðnesku lífi. Sumir telja sig eiga að komast hjá mótlæti, ef þeir haldi boðorð Guðs, en það er „í bræðsluofni þjáningarinnar“ (Jesaja 48:10; 1. Nefí 20:10) sem við verðum útvalin. Jafnvel frelsarinn var ekki undanskilinn:

„Þótt hann væri sonur Guðs lærði hann að hlýða með því að þjást.

Þegar hann hafði fullnað allt varð hann öllum, sem honum fylgja, sá sem gefur eilíft hjálpræði“ (Hebreabréfið 5:8–9).

Hvað þau okkar varðar sem eru ábyrg, þá eru harðindi oft nauðsynlegur þáttur í því að hafa endanlega „fullnað allt.“ Þau eru það sem gerir lífið meira en einfalt krossapróf. Guð hefur ekki bara áhuga á því sem við gerum eða gerum ekki, heldur hver við erum að verða. 1 Ef við erum fús, mun hann kenna okkur að breyta eins og hann breytir og að hafa áhrif en verða ekki aðeins fyrir áhrifum annarra valda (sjá 2. Nefí 2:14–16). Við verðum að læra að vera réttlát í öllum aðstæðum og jafnvel, eins og Brigham Young forseti (1801–77) sagði: „Í myrkrinu.“ 2

Ég trúi að áskorunin um að sigrast á og vaxa af mótlæti, hafi höfðað til okkar þegar Guð kynnti endurlausnaráætlun sína í fortilverunni. Við ættum að takast á við þá áskorun í vitneskju um að himneskur faðir muni styrkja okkur. Það er þó nauðsynlegt að við leitum til hans. Án Guðs geta myrkar upplifanir þjáninga og mótlætis vakið okkur örvæntingu, uppgjöf og jafnvel biturð.

stytta með hátíðlegri ásjónu

Með guðlegu liðsinni og að öllu yfirstöðnu, kemur huggun í stað sársauka, friður í stað ófriðar og von í stað sorgar. Guð mun snúa þrautum í blessun og, með orðum Jesaja, „setja höfuðdjásn í stað ösku“ (Jesaja 61:3). Hann lofar ekki aðeins að hlífa okkur í átökum, heldur að varðveita og hugga okkur í þrengingum okkar og helga þær okkur til góðs (sjá 2. Nefí 2:2; 4:19–26; Jakob 3:1).

Þótt himneskur faðir muni ekki þvinga hjálp sinni og blessunum upp á okkur, mun hann nota miskunn og náð síns elskaða sonar og kraft heilags anda, til að styðja okkur er við leitum hans. Við finnum mýmörg dæmi um slíkan stuðning umhverfis okkur og í ritningunum.

Dæmi í Gamla testamentinu

Í Gamla testamentinu sjáum við hinn hlýðna Abraham bíða af þolinmæði í mörg ár eftir að loforð Guðs til hans – um erfðaland og réttláta niðja – verði uppfyllt. Abraham treysti stöðugt á og þjónaði Guði, þrátt fyrir sorgir og prófraunir og að lífi hans væri ógnað með hungursneyð, og naut í staðinn stuðnings hans. Við heiðrum Abraham sem „föður hinna trúföstu.“ 3

Jakob, sonarsonur Abrahams, flúði að heiman, einn og augljóslega með lítið meira en klæði sín, til að komast hjá lífslátshótun bróður síns, Esaú. Í næstum 20 ár þjónaði Jakob frænda sínum, Laban. Þótt Laban veitti Jakobi öruggt athvarf og gæfi honum lokum tvær dætur sínar íhjónaband, þá var hann undirförull við Jakob, breytti launum hans og samningum þeirra á milli margoft þegar Jakob virtist ætla að efnast of mikið (sjá 1. Mósebók 31:41).

Þegar þeir að lokum urðu viðskila, sagði Jakob við tengdaföður sinn: „Hefði ekki Guð föður míns … verið með mér þá hefðir þú sent mig burt tómhentan“ (1. Mósebók 31:42). Þess í stað var Guð með Jakobi, sem snéri heim, og hafði breyst frá því að vera auralaus flóttamaður í eiginmann og föður stórrar fjölskyldu. Hann átti góðan fjölda þjóna og var ríkulega blessaður með ríkidæmi þess tíma – hjörðum og úlföldum (sjá 1. Mósebók 32).

Jósef, sonur Jakobs, er dæmigerður um þann sem stöðugt sýnir þolgæði í þrengingum með því að treysta Guði þegar öðrum gæti hafa fundist Guð hafa yfirgefið sig. Fyrst var hann seldur í ánauð af sínum eigin bræðrum. Síðan, er Jósef reis til metorða í húsi Pótífars, hins egypska húsbónda síns, var hann ranglega ásakaður af eiginkonu Pótífars og settur í fangelsi, þótt hann hafi bókstaflega hlaupið í burtu frá synd. Jósef treysti þó Guði áfram. Í fangelsi blómstraði hann jafnvel, en gleymdist síðan af þeim sem hann hjálpað, þrátt fyrir loforð þeirra. (Sjá 1. Mósebók 37; 39–41.) Að lokum, eins og við vitum, var Jósef endurlaunað með háverðugri stöðu og auðlindum til að bjarga fjölskyldu föður síns (og öllu Egyptalandi) frá hungursneyð.

Staðist allt til enda af þolgæði

Þessi og fleiri dæmi sýna að sigur vinnst yfirleitt á mótlæti í tímans rás. Nauðsynlegt er að sýna þolgæði og standast til enda. Himneskur faðir vakir þó yfir okkur og hjálpar okkur að takast á við mótlætið – hann bíður ekki fram að lokum þess.

Öldungur Neal A. Maxwell (1926–2004), í Tólfpostulasveitinni, sagði eitt sinn: „Tíminn einn og sér leiðir ekki sjálfkrafa til framfara. Við þurfum þó oft, líkt og glataði sonurinn, ,ákveðinn tíma‘ til að koma til okkar sjálfra andlega. (Lúkas 15:17.) Hinir hjartnæmu endurfundir Jakos og Esaú í óbyggðunum, svo mörgum árum eftir bræðradeilur þeirra, er sígilt dæmi. Örlæti getur komið stað óvildar. Ígrundun getur leitt til skilnings. Ígrundun og sjálfskoðun krefjast þó tíma. Svo margar andlegar niðurstöður krefjast endurleysandi sannleika og tíma, blöndu sem mynda ódáinsveig reynslunnar, hið algilda úrræði fyrir svo margt.” 4

Boyd K. Packer, starfandi forseti Tólfpostulasveitarinnar, sagði:

„Að setja traust á Drottin, merkir ekki að bíða af sér tíma. Ykkur ætti aldrei að líða eins og þið væruð í biðstofu.

Að setja traust á Drottin, felur í sér verk. Mér hefur lærst í áranna rás að von í Kristi eykst þegar við þjónum. …

Sá persónulegi vöxtur sem nú er mögulegt að hljóta með því að setja traust sitt á Drottin og fyrirheit hans, er ómetanlegur, helgur hluti af áætlun hans fyrir hvert okkar.“ 5

Að standast til enda af þolgæði, er aðferð til að leita til Guðs og treysta honum. Í versunum sem fara á undan þeim versum þar sem sem Jakob veitir leiðsögn um að spyrja Guð, ef okkur skortir virku, segir hann þetta um þolinmæði:

„Álítið það, bræður mínir, eintómt gleðiefni, er þér ratið í ýmiss konar þrengingar –

Þið vitið að trúfesti ykkar vekur þolgæði

en þolgæðið á að birtast í því sem þið gerið, til þess að þið séuð fullkomin og alger og ykkur sé í engu ábótavant (sjá Þýðing Josephs Smith, Jakobsbréfið 1:2Jakobsbréfið 1:2, neðanmálstilvísun a]; Jakobsbréfið 1:3–4).

Fáguð með þrengingum

stytta af Jesú Kristi

Ljósmynd eftir Rachael Pancic

Þegar við njótum liðsinnis himnesks föður, mun mótlæti okkar og þrengingar fága okkur, fremur en yfirbuga okkur (sjá Kenning og sáttmálar 121:7–8). Við verðum hamingjusamari og heilagri verur. Í opinberun til Thomas B. Marsh, sem þá var forseti Tólfpostulasveitarinnar, sagði Drottinn um postula sína: „Og eftir freistingar þeirra og mikið andstreymi, sjá, þá mun ég, Drottinn, leita þeirra, og ef þeir herða ekki hjörtu sín og gjörast ekki harðsvíraðir gegn mér, munu þeir snúast til trúar og ég mun lækna þá“ (Kenning og sáttmálar 112:13).

Við gætum sagt að mótlæti geri okkur kleift að þekkja „hinn eina sanna Guð, og þann sem [hann hefur sent], Jesú Krist“ (Jóhannes 17:3). Við göngum með þeim í mótlæti dag fyrir dag. Í auðmýkt lærum við að horfa til þeirra „[í] öllum hugsunum“ (Kenning og sáttmálar 6:36). Þeir munu veita okkur liðsinni í ferli andlegrar endurfæðingar. Ég trú að engin önnur leið sé til.

Ég bið þess að hvert okkar komist nær himneskum föður og frelsaranum í persónulegu mótlæti. Megum við samhliða því læra að þjóna öðrum í mótlæti þeirra að fyrirmynd Guðs. Það var fyrir „alls kyns sársauka, þrengingar og freistingar“ sem frelsarinn fékk „[vitað] í holdinu, hvernig fólki hans verður best liðsinnt í vanmætti þess“ (Alma 7:11–12). Hvað okkur varðar, „sé ekki þrengt að okkur sjálfum á einhverjum tilteknum krossi, í augnablikinu, þá ættum við vera við fætur einhvers annars – full samkenndar, veitandi andlega hvatningu.“ 6

Heimildir

  1. Sjá Dallin H. Oaks, „The Challenge to Become,“ Liahona, jan. 2001, 40–43.

  2. Brigham Young, í James E. Faust, „Ljósið í augum þeirra,“ aðalráðstefna, október 2005.

  3. Bible Dictionary, „Abraham.“

  4. Neal A. Maxwell, „Endure It Well,“ Ensign, maí 1990, 34.

  5. M. Russell Ballard, „Von í Kristi,“ aðalráðstefna, apríl 2021; skáletrað í frumskjali.

  6. Neal A. Maxwell, „Endure It Well,“ 34.