2022
Samlíkingar á milli Jósefs frá Egyptalandi og Jesú Krists
Mars 2022


„Samlíkingar á milli Jósefs frá Egyptalandi og Jesú Krists,“ Líahóna, Mars/Apríl 2022.

Kom, fylg mér

1. Mósebók 37–50

Samlíkingar á milli Jósefs frá Egyptalandi og Jesú Krists

Í Gamla testamentinu eru ótal spádómar, frásagnir og tákn sem vísa til lífs og þjónustu frelsarans, Jesú Krists. Ein slík frásögn er um Jósef frá Egyptalandi.

Hinir ýmsu hlutir, eins og lamb og brauðhleifur, eru samlíkingar á milli Jósefs frá Egyptalandi og Jesú Krists.

Myndskreyting eftir Andrew Colin Beck

Jósef frá Egyptalandi

Jesús Kristur

Jósef var hirðir (sjá 1. Mósebók 37:2).

Eitt nafna Krists er „Góði hirðirinn“ (Jóhannes 10:11).

Jósef var seldur sem þræll til Egyptalands (sjá 1. Mósebók 37:26–28).

Jesús var svikinn fyrir 30 gullpeninga – sem var verðgildi þræls (sjá 2. Mósebók 21:32; Matteus 26:15).

Bræður Jósefs þekktu hann ekki þegar þeir komu til Egyptalands til að kaupa matvæli (sjá 1. Mósebók 42:7–8).

Fólk Krists þekkti hann ekki sem frelsara (sjá Lúkas 4:22, 28–29; Jóhannes 1:10).

Jósef afhjúpaði sig fyrir bræðrum sínum þegar þeir komu til að tala við hann öðru sinni (sjá 1. Mósebók 45:1–5).

Kristur mun afhjúpast Ísraelsmönnum við Síðari komu sína (sjá Matteus 24:30–31; Kenning og sáttmálar 88:104).

Með því að fylgja leiðsögn Guðs, átti Jósef nægilega mikið brauð til að bjarga Egyptum frá hungursneyð (sjá 1. Mósebók 47:13–19).

Jesús Kristur er „Brauð lífsins“ (Jóhannes 6:35; sjá einnig vers 51).