„Samlíkingar á milli Jósefs frá Egyptalandi og Jesú Krists,“ Líahóna, Mars/Apríl 2022.
Kom, fylg mér
Samlíkingar á milli Jósefs frá Egyptalandi og Jesú Krists
Í Gamla testamentinu eru ótal spádómar, frásagnir og tákn sem vísa til lífs og þjónustu frelsarans, Jesú Krists. Ein slík frásögn er um Jósef frá Egyptalandi.
Jósef frá Egyptalandi |
Jesús Kristur |
Jósef var hirðir (sjá 1. Mósebók 37:2). |
Eitt nafna Krists er „Góði hirðirinn“ (Jóhannes 10:11). |
Jósef var seldur sem þræll til Egyptalands (sjá 1. Mósebók 37:26–28). |
Jesús var svikinn fyrir 30 gullpeninga – sem var verðgildi þræls (sjá 2. Mósebók 21:32; Matteus 26:15). |
Bræður Jósefs þekktu hann ekki þegar þeir komu til Egyptalands til að kaupa matvæli (sjá 1. Mósebók 42:7–8). |
Fólk Krists þekkti hann ekki sem frelsara (sjá Lúkas 4:22, 28–29; Jóhannes 1:10). |
Jósef afhjúpaði sig fyrir bræðrum sínum þegar þeir komu til að tala við hann öðru sinni (sjá 1. Mósebók 45:1–5). |
Kristur mun afhjúpast Ísraelsmönnum við Síðari komu sína (sjá Matteus 24:30–31; Kenning og sáttmálar 88:104). |
Með því að fylgja leiðsögn Guðs, átti Jósef nægilega mikið brauð til að bjarga Egyptum frá hungursneyð (sjá 1. Mósebók 47:13–19). |
Jesús Kristur er „Brauð lífsins“ (Jóhannes 6:35; sjá einnig vers 51). |