2023
Dýrðarríkin
Nóvember 2023


Dýrðarríkin

Útdráttur

Ljósmynd
veggspjald

Hala niður PDF-skjali

Hin opinberaða kenning hinnar endurreistu Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, kennir að öll börn Guðs – með of fáum undantekningum til að fjalla um hér – muni að lokum erfa eitt af þremur dýrðarríkjum, jafnvel það minnsta sem er „ofar öllum skilningi“ [Kenning og sáttmálar 76:89]. …

Önnur sérstök kenning og trúariðkun hinnar endurreistu kirkju eru hin opinberuðu boðorð og sáttmálar sem bjóða öllum börnum Guðs hin helgu forréttindi að verða hæf fyrir æðsta dýrðarstigið í himneska ríkinu. … Sá æðsti ákvörðunarstaður – upphafning í himneska ríkinu – er í brennidepli Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. …

Í hinni „himnesku“ dýrð eru þrjú stig og það æðsta er upphafning í himneska ríkinu. …

Áætlun Guðs, byggð á eilífum sannleika, gerir kröfu um að upphafningu verði aðeins náð með trúfesti við sáttmála eilífs hjónabands milli karls og konu í hinu heilaga musteri, en slíkt hjónaband verður að lokum í boði fyrir alla trúaða. …

Lokadómurinn er ekki bara samantekt á öllum okkar góðu og slæmu verkum – því sem við höfum gert. Hann er byggir á endanlegum áhrifum verka og hugsana okkar – á því sem við höfum orðið. Við verðum hæf fyrir eilíft líf gegnum ferli umbreytingar. …

Vegna Jesú Krists og friðþægingar hans, getum við iðrast þegar okkur mistekst í þessu lífi og farið aftur á sáttmálsveginn sem leiðir til þess sem himneskur faðir okkar þráir fyrir okkur.

Prenta