2023
Bræður og systur í Kristi
Nóvember 2023


Bræður og systur í Kristi

Útdráttur

Ljósmynd
veggspjald

Hala niður PDF skjali

Fagnaðarerindi Jesú Krists kennir að öll séum við getin andasyndir og andadætur okkar himnesku foreldra, sem sannlega elska okkur og að við lifðum sem fjölskylda í návist Guðs áður en við fæddumst á þessari jörðu. Fagnaðarerindið kennir líka að öll vorum við sköpuð í mynd og líkingu Guðs. Við erum því jöfn frammi fyrir honum. …

Sem lærisveinum Krists er okkur boðið að hafa aukna trú á bræðrum okkar og systrum og elska þau innilegar, með því að tengjast böndum einingar og kærleika, óháð ágreiningi okkar og sýna á þann hátt að við virðum reisn allra sona og dætra Guðs. …

Í raun er enginn staður fyrir fordómafulla hugsun eða hegðun í samfélagi heilagra. …

Megum við samræma hjarta okkar og huga með þekkingunni og vitnisburðinum um að við erum öll jöfn fyrir Guði, að við séum öll að fullu gædd sömu eilífu möguleikunum og arfleifðinni. Megum við njóta betur hins andlega skyldleika sem á milli okkar er og meta meira þá mismunandi eiginleika og fjölbreyttu gjafir sem við öll höfum. …

Ég ber ykkur vitni um að þegar við höldum áfram að renna í þessa átt í jarðlífi okkar, mun nýr dagur hefjast með nýju ljósi sem mun lýsa upp líf okkar og veita okkur dásamleg tækifæri til að meta betur fjölbreytileikann sem skapaður er af Guði meðal barna hans. … Við munum vissulega verða verkfæri í höndum hans við að stuðla að virðingu og reisn meðal allra sona hans og dætra.

Prenta