Gamla testamentið 2022
14.–20. febrúar. 1. Mósebók 18–23: „Er Drottni nokkuð ómáttugt?“


„14.–20. febrúar. 1. Mósebók 18–23: ‚Er Drottni nokkuð ómáttugt‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)

„14.–20. febrúar. 1. Mósebók 18–23,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022

Sara heldur á ungbarninu Ísak

Sara og Ísak, eftir Scott Snow

14.–20. febrúar

1. Mósebók 18–23

„Er Drottni nokkuð ómáttugt?“

Lesið og íhugið 1. Mósebók 18–23 og skráið hughrif ykkar. Þið getið notað hugmyndirnar í þessum lexíudrögum ykkur til hjálpar við að læra þessa kapítula og þið gætuð líka verið hvött til að leita annars boðskapar í ritningunum, sem Drottinn hefur sérstaklega fyrirbúið ykkur.

Skráið hughrif ykkar

Líf Abrahams, fyllt bæði átakanlegum og hjartanlegum atburðum, er til vitnis um sannleika sem Abraham lærðist í sýn – að við séum á jörðinni til að vera reynd „og sjá hvort [við gerum] allt, sem Drottinn Guð [okkar] býður [okkur]“ (Abraham 3:25). Skyldi Abraham sjálfur reynast trúr? Skyldi hann áfram hafa trúað á fyrirheit Guðs um mikinn fjölda afkomenda, jafnvel þegar hann og Sara voru barnslaus í elli sinni? Skyldi trú Abrahams standast hið óhugsandi boð, eftir fæðingu Ísaks – um að fórna þeim syni sem Guð hafði gefið fyrirheit um að myndi uppfylla sáttmálann? Abraham reyndist trúr. Abraham treysti Guði og Guð treysti Abraham. Í 1. Mósebók 18–23 eru sögur úr lífi Abrahams og annarra, sem geta hvatt okkur til umhugsunar um getu okkar sjálfra til trúar á fyrirheit Guðs, að flýja ranglæti og líta aldrei um bak og treysta Guði, hver sem fórnin er.

táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

1. Mósebók 18:9–14; 21:1–7

Drottinn uppfyllir fyrirheit sín á sínum tíma.

Drottinn hefur gefið hinum trúu dýrleg fyrirheit, en stundum leiða aðstæður lífsins okkur til umhugsunar um hvernig þessi fyrirheit gætu mögulega verið uppfyllt. Stundum gæti Abraham og Söru hafa liðið á þessa vegu. Hvað lærið þið af upplifunum þeirra? Það getur verið hjálplegt að hefja nám ykkar með upprifjun þess sem Drottinn hét Abraham í 1. Mósebók 17:4, 15–22. Hvernig brugðust Abraham og Sara við? (sjá einnig Þýðingu Josephs Smith á 1. Mósebók 17:23Genesis 17:17, neðanmálstilvísun b]; 1. Mósebók 18:9–12). Hvernig brást Drottinn við til aðstoðar þeim við að hafa meiri trú á fyrirheit hans? (sjá 1. Mósebók 18:14).

Hvað finnið þið í þessum versum sem eflir trú ykkar? Hvaða upplifanir – í lífi ykkar eða annarra – hafa styrkt trú ykkar á að Drottinn muni uppfylla fyrirheit sín á sínum tíma og á sinn hátt?

Sjá einnig Kenningu og sáttmála 88:68.

1. Mósebók 19:12–29

Drottinn býður okkur að flýja ranglæti.

Hvaða lexíur um að flýja ranglæti lærið þið, er þið lesið um Lot og fjölskyldu hans? Hvað hrífur ykkur við orð og gjörðir englanna til hjálpar Lot og fjölskyldu hans við að komast hjá tortímingu? (sjá 1. Mósebók 19:12–17). Hvernig hjálpar Drottinn ykkur og fjölskyldu ykkar að flýja ill áhrif heimsins eða finna skjól frá þeim?

Fyrir frekari upplýsingar um syndir Sódómu og Gómorru, sjá Esekíel 16:49–50 og Júdasarbréfið 1:7–8.

Sjá einnig Þýðingu Josephs Smith, 1. Mósebók 19:9–15.

teikning af Lot og fjölskyldu hans flýja Sódómu og Gómorru

Flótti úr Sódómu og Gómorru, eftir Julius Schnorr von Carolsfeld

1. Mósebók 19:26

Hvað gerði kona Lots rangt?

Öldungur Jeffrey R. Holland kenndi:

„Svo virðist sem kona Lots hafi ekki aðeins litið um öxl. Í hjarta sínu vildi hún snúa til baka. Svo virðist sem hún hafi saknað þess sem Sódóma og Gómorra höfðu að bjóða henni, jafnvel áður en hún var komin út fyrir borgarmörkin. … Hún hafði ekki trú. Hún var í vafa um getu Drottins til að veita henni eitthvað betra en það sem hún hafði nú þegar. …

Ég kalla til [fólks] af öllum kynslóðum: ‚Minnist konu Lots‘ [Lúkas 17:32]. Trúin er fyrir framtíðina. Trúin byggir á fortíðinni, en vil aldrei ílengjast þar. Trúin treystir því að Guð geymi hverju okkar dásamlega hluti og að Kristur sé sannlega ‚æðsti prestur hinna komandi gæða‘ (Hebreabréfið 9:11)“ (The Best Is Yet to Be [Það besta á enn eftir að koma],“ Ensign, janúar 2010, 24, 27).

1. Mósebók 22:1–19

Fúsleiki Abrahams til að fórna Ísak er í líkingu við Guð og son hans.

Við þekkjum ekki allar ástæður þess að Guð bauð Abraham að færa Ísak fram sem fórn; við vitum þó að það var prófraun trúar hans á Guð (sjá 1. Mósebók 22:12–19). Hvað lærið þið af upplifun Abrahams, við lestur á 1. Mósebók 22:1–19?

Fúsleiki Abrahams til að fórna syni sínum, var „í líkingu við Guð og hans eingetna son“ (Jakob 4:5). Hvaða tilfinningar berið þið til himnesks föður, þegar þið íhugið samlíkingu prófraunar Abrahams og fórnarinnar sem Guð faðirinn færði fyrir okkur með syni sínum?

Það er líka samlíking milli Ísaks og frelsarans. Íhugið að lesa aftur 1. Mósebók 22:1–19 og leita að þessari samlíkingu.

Sjá einnig „Akedah (The Binding [Bindingin])“ (myndband), ChurchofJesusChrist.org.

family study icon

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

1. Mósebók 18:14.Eru einhverjar sögur úr ritningunum, ættarsögu ykkar eða úr lífi ykkar, sem hafa kennt ykkur að ekkert sé of erfitt fyrir Drottin, og þið gætuð deilt?

1. Mósebók 18:16–33.Hvað lærum við um manngerð Abrahams af þessum versum? Hvernig getum við fylgt fordæmi hans? (sjá einnig Alma 10:22–23).

1. Mósebók 19:15–17.Lestur þessara versa getur hjálpað fjölskyldu ykkar að vera viðbúin því að flýja úr vondum aðstæðum. Hvers konar aðstæður gætu þetta verið? Þið gætuð t.d rætt óviðeigandi efni eða freistinguna um að slúðra. Hvernig getum við flúið slíkar kringumstæður?

1. Mósebók 21:9–20.Hvað hrífur fjölskyldu ykkar um hvernig Guð breytti við Hagar og Ísmael eftir að Sara og Abraham ráku þau á brott?

1. Mósebók 22:1–14.Hvernig getið þið hjálpað fjölskyldu ykkar að sjá tenginguna milli frásagnarinnar af Guði, þar sem hann bauð Abraham að fórna Ísak, og friðþægingarfórnar frelsarans? Þið gætuð sýnt fjölskyldunni myndir af Abraham og Ísak og krossfestingunni (sjá „Abraham sagt að fórna Ísak,“ í Sögur úr Gamla testamentinu) og rætt samlíkingu þessara atburða. Þið gætuð líka sungið sálm eða söng um fórn frelsarans, eins og: „Hann sendi soninn“ (Barnasöngbókin, 20) og leitað að orðtökum sem lýsa fórn frelsarans.

Hverju höfum við, sem fjölskylda, verið beðin um að fórna? Hvernig hafa þessar fórnir fært okkur nær Guði?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Hann sendi soninn,“ Barnasöngbókin, 20.

Bæta persónulegt nám

Hlustið á andann. Gætið að hugsunum ykkar og tilfinningum við námið, jafnvel þótt þær tengist ekki beint efninu sem þið lesið. Þau hughrif gætu einmitt tengst því sem Guð vill að þið vitið.

Abraham og Ísak á göngu

Teikning af Abraham og Ísak, eftir Dilleen Marsh