Gamla testamentið 2022
31. janúar–6. febrúar. 1. Mósebók 6–11; HDP Móse 8: „Nói fann náð í augum Drottins“


„31. janúar–6. febrúar. 1. Mósebók 6–11; HDP Móse 8: ‚Nói fann náð í augum Drottins,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)

„31. janúar–6. febrúar. 1. Mósebók 6–11; HDP Móse 8,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022

Nói, fjölskylda hans, dýr, örkin og regnbogi

Teikning af Nóa fara úr örkinni, eftir Sam Lawlor

31. janúar–6. febrúar

1. Mósebók 6–11; HDP Móse 8

„Nói fann náð í augum Drottins“

Oft geta sögur í ritningunum kennt okkur margþættar andlegar lexíur. Leitist eftir innblæstri um hvernig þessar frásagnir eigi við ykkur, er þið lesið um flóðið mikla og Babelsturninn.

Skráið hughrif ykkar

Margar kynslóðir lesenda Biblíunnar hafa uppörvast við lestur sögunnar um Nóa og flóðið. Við, sem lifum á síðari dögum, höfum þó sérstaka ástæðu til að veita henni athygli. Þegar Jesús Kristur kenndi hvernig við skyldum bíða eftir síðari komu hans, sagði hann: „En eins og var á dögum Nóa, svo mun og verða við komu mannssonarins“ (Joseph Smith–Matteus 1:41). Til viðbótar gætu orðtök sem lýstu tíma Nóa, líkt og „spillt“ og „full af ofbeldi“ (1. Mósebók 6:12–13; HDP Móse 8:28), alveg eins lýst okkar tímum. Sagan um Babelsturninn gæti líka verið heimfærð á okkar tíma, með lýsingum á hroka sem eftir fylgir ringulreið og ágreiningur meðal barna Guðs.

Þessar fornu frásagnir eru ekki aðeins verðmætar til að sýna okkur að ranglæti endurtekur sig í sögulegu samhengi. Mikilvægara er að þær kenna okkur hvað skuli gera í því. „[Nói] fann … náð í augum Drottins“ (HDP Móse 8:27), þrátt fyrir ranglætið umhverfis hann. Fjölskyldur Jareds og bróður hans sneru sér til Drottins og voru leidd burt, úr ranglætinu í Babel (sjá Eter 1:33–34). Ef við veltum því fyrir okkur hvernig við getum tryggt öryggi fjölskyldna okkar nú, á tíma spillingar og ofbeldis, geta þekktar sögur þessara kapítula kennt okkur mikið.

táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

1. Mósebók 6; HDP Móse 8

Það felst andlegt öryggi í því að fylgja spámanni Drottins.

Þökk sé hinu endurreista fagnaðarerindi, vitum við mikið meira um Nóa heldur en það sem fram kemur í Gamla testamentinu. Innblásin þýðing Josephs Smith á 1. Mósebók 6, sem við finnum í HDP Móse 8, opinberar að Nói var einn af mestu spámönnum Guðs. Hann var vígður og sendur til að boða fagnaðarerindi Jesú Krists, hann gekk og ræddi við Guð og var útvalinn til að koma börnum Guðs aftur á fót á jörðinni eftir flóðið (sjá einnig Kenningar Forseta Kirkjunnar: Joseph Smith [2007], 103, 197). Hvað lærið þið af reynslu Nóa um spámenn?

Þegar þið lesið um tíma Nóa, gætuð þið tekið eftir að margt er þar líkt okkar tíma. Til dæmis:

Hvað kenna spámenn okkar tíma um fagnaðarerindi Jesú Krists, sem getur veitt ykkur öryggi í heimi nútímans? Hvað hvetur ykkur til að fylgja spámanni Drottins á okkar tíma þegar þið lesið um reynslu Nóa?

Sjá einnig Mósía 13:33; Kenningu og sáttmála 21:4–7.

1 Mósebók 9:8–17

Tákn og merki hjálpa okkur að hafa sáttmála okkar við Drottin hugfasta.

Tákn eða „merki“ getur staðið fyrir sáttmála fagnaðarerindisins (1. Mósebók 9:12). Íhugið t.d. hvernig brauð og vatn sakramentisins eða vatn skírnarinnar vekja hugsanir um helgan sannleika sem tengist sáttmálum ykkar. Hvaða hugsanir getur regnboginn vakið, samkvæmt 1. Mósebók 9:8–17? Hverju bætir Þýðing Josephs Smith á 1. Mósebók 9:21–25 við skilning ykkar? Hvers vegna vill Drottinn að þið minnist hans og sáttmálanna sem þið hafið gert?

Sjá einnig Gerrit W. Gong, „Hafa hann ávallt í huga,“ aðalráðstefna, apríl 2016.

1. Mósebók 11:1–9

Eina leiðin til að ná til himins er að fylgja Jesú Kristi.

Hin forna Babel, eða Babýlon, hefur lengi verið notuð sem tákn fyrir ranglæti og veraldarhyggju (sjá Opinberunarbókina 18:1–10; Kenningu og sáttmála 133:14). Þegar þið lærið 1. Mósebók 11:1–9, íhugið þá skilninginn gefinn okkur með spámanninum Mormón, sem skrifaði að Satan hafi verið sá sem „fékk menn til að reisa turn, það háan, að nægt gæti þeim til að komast til himna“ (Helaman 6:28; sjá einnig vers 26–27). Hvaða viðvaranir hefur sagan um Babelsturninn að geyma fyrir ykkur?

Sjá einnig Sálmana 127:1.

Babelsturninn

Teikning af Babelsturninum, eftir David Green

táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

1. Mósebók 6–8.Hvernig gætuð þið notað söguna um örkina hans Nóa til að kenna fjölskyldu ykkar að það geti veitt okkur andlegt öryggi að fylgja spámanninum? (sjá „Nói,“ í Sögur úr Gamla testamentinu). Fjölskylda ykkar gæti kannski byggt einfaldan leikfangabát úr pappír eða kubbum. Þegar þið lesið 1. Mósebók 6–7 gætuð þið gert samanburð á örygginu sem báturinn veitir og örygginu sem við finnum þegar við fylgjum spámanninum. Þið gætuð rætt nýlega leiðsögn spámannsins og skrifað hana á bátinn.

Hvað annað hefur Guð gefið okkur sambærilegt örkinni sem bjargaði fjölskyldu Nóa? Þessar heimildir leggja til einhver svör, þótt þau séu mun fleiri: 2. Nefí 9:7–13; Kenning og sáttmálar 115:5–6; og boðskapur Russells M. Nelson forseta: „Verum fyrirmyndar Síðari daga heilagir“ (aðalráðstefna, október 2018).

HDP Móse 8:17.Hvað merkir það að andi Drottins „takist á“ við okkur? (sjá 1. Nefí 7:14; Kenningu og sáttmála 1:33). Hvenær höfum við upplifað andann takast á við okkur?

1. Mósebók 9:8–17.Ung börn gætu notið þess að teikna eða lita regnboga, meðan þið ræðið merkingu hans (sjá einnig Þýðingu Josephs Smith á 1. Mósebók 9:21–25). Þið gætuð líka rætt hluti sem hjálpa okkur að minnast sáttmála okkar, til að mynda sakramentið, sem hjálpar okkur að minnast skírnarsáttmálans að fylgja Jesú Kristi (Sjá Kenning og sáttmálar 20:75–79).

1. Mósebók 11:1–9.Það gæti verið gagnlegt að lesa Eter 1:33–43 þegar fjölskylda ykkar lærir 1. Mósebók 11 og um Babelsturninn. Hvað lærum við af fjölskyldum Jareds og bróður hans, sem getur hjálpað fjölskyldu okkar að finna andlegt öryggi, þrátt fyrir ranglæti heimsins? Hvaða fleiri lexíur lærum við af Nóa og fjölskyldu hans, þar sem þau stóðu andspænis svipaðri áskorun? (sjá HDP Móse 8:13, 16–30).

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Fylgið spámanninum,“ Barnasöngbókin, 58 (3. vers).

Bæta persónulegt nám

Miðlið skilningi ykkar. Þegar þið miðlið því sem þið hafið lært af ritningunum blessið þið ekki aðeins aðra, heldur dýpkið líka eigin skilning. Hverju úr ritningunum finnst ykkur þið hvött til að miðla með fjölskyldu ykkar, vinum eða deildarmeðlimum?

Örkin hans Nóa

Mynd af örkinni hans Nóa, eftir Adam Klint Day