Gamla testamentið 2022
7.–13. febrúar. 1. Mósebók 12–17; Abraham 1–2: „Verða betri fylgjandi réttlætisins“


„7.–13. febrúar. 1. Mósebók 12–17; Abraham 1–2: ‚Verða betri fylgjandi réttlætisins,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)

„7.–13. febrúar. 1. Mósebók 12–17; Abraham 1–2“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022

Ljósmynd
Abraham og Sara

Málverk af Abraham og Söru, eftir Dilleen Marsh

7.–13. febrúar

1. Mósebók 12–17; Abraham 1–2

„Verða betri fylgjandi réttlætisins“

Íhugið hvernig fordæmi Abrams og Saraí (síðar kölluð Abraham og Sara) og fjölskyldu þeirra, veita ykkur innblástur. Skrásetjið hughrif um hvað þið getið gert til að „verða betri [fylgjendur] réttlætisins“ (Abraham 1:2).

Skráið hughrif ykkar

Abraham hefur, vegna sáttmálans sem Guð gerði við hann, verið nefndur „faðir hinna staðföstu“ (Kenning og sáttmálar 138:41) og „vinur Guðs“ (Jakobsbréfið 2:23). Milljónir á okkar tíma heiðra hann sem forföður í beinni línu, aðrir hafa verið ættleiddir í fjölskyldu hans með því að snúast til trúar á fagnaðarerindi Jesú Krists. Abraham sjálfur kom þó úr erfiðri fjölskyldu – faðir hans, sem hafði yfirgefið sanna tilbeiðslu Guðs, reyndi að koma því til leiðar að Abraham yrði fórnað til falskra guða. Þrátt fyrir þetta þráði Abraham að „verða betri fylgjandi réttlætisins“ (Abraham 1:2) og frásögnin af lífi hans sýnir að Guð virti þrá hans. Líf Abrahams stendur sem vitnisburður um að litlu skiptir hver ættarsaga einstaklingsins er, framtíðin getur ætíð verið full vonar.

Ljósmynd
Learn More image
Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Abraham 1:1–19

Guð mun blessa okkur fyrir trú okkar og réttlátar þrár.

Abraham lifði í ranglátu umhverfi, eins og mörg okkar, en hafði þrá til að vera réttlátur. Dallin H. Oaks forseti kenndi mikilvægi þess að hafa réttlátar þrár: „Þótt mikilvægt sé að losa sig algjörlega við löngun til syndar, gerir eilíft líf meiri kröfur. Til að ná eilífum ákvörðunarstað okkar, þurfum við að þrá og vinna að því að hljóta þá eiginleika sem nauðsynlegir eru fyrir eilífa tilveru. … Ef þetta virðist erfitt ‒ og vissulega finnst engu okkar þetta auðvelt ‒ ættum við að byrja á því að þrá slíka eiginleika, og ákalla ástkæran himneskan föður um hjálp við tilfinningar okkar [sjá Moróní 7:48]“ („Þrá,“ aðalráðstefna, apríl 2011). Þegar þið lesið Abraham 1:1–19, íhugið þá hvernig þessi vers skýra það sem Oaks forseti kenndi. Spurningar sem þessar gætu hjálpað:

  • Hvað þráði Abraham og hverju sóttist hann eftir? Hvað gerði hann til að sýna trú sína?

  • Hverjar eru þrár ykkar? Er eitthvað sem ykkur finnst að þið ættuð að gera til að fága þrár ykkar?

  • Hvaða áskoranir þurfti Abraham að takast á við vegna réttlátra þráa sinna? Hvernig hjálpaði Guð honum?

  • Hver er boðskapur þessara versa fyrir þá sem eiga fjölskyldumeðlimi sem þrá ekki réttlætið?

Sjá einnig Matteus 7:7; „Deliverance of Abraham“ [Björgun Abrahams] (myndband), ChurchofJesusChrist.org; „Educate Your Desires, Elder Andersen Counsels [Öldungur Andersen leggur til að við nærum þrár okkar]“ (ChurchofJesusChrist.org).

Abraham 2:10–11

Hverjir falla undir sáttmála Abrahams?

Drottinn lofaði því, þegar hann gerði sáttmála sinn við Abraham, að sáttmálinn skyldi gilda áfram hjá afkomendum Abrahams, „niðjum“ hans, og „að allir þeir, sem [meðtækju] þetta fagnaðarerindi, [skyldu] … teljast niðjar [hans]“ (Abraham 2:10–11). Þetta þýðir að loforð sáttmála Abrahams eigi við um meðlimi kirkjunnar í dag, hvort sem þeir séu raunverulegir afkomendur Abrahams eða ættleiddir í fjölskyldu hans með skírn og trú á fagnaðarerindi Jesú Krists (sjá Galatabréfið 3:26–29; Kenningu og sáttmála 132:30–32). Til að teljast til niðja Abrahams, verða einstaklingar að hlýða lögmálum og helgiathöfnum fagnaðarerindisins.

1. Mósebók 12:1–3; 13:15–16; 15:1–6; 17:1–8, 15–22; Abraham 2:8–11

Sáttmáli Abrahams blessar okkur og fjölskyldu okkar.

Þar sem allir meðlimir kirkjunnar falla undir sáttmála Abrahams, væri gott að verja tíma til íhugunar um hvers vegna sáttmálinn sé þýðingarmikill í lífi okkar. Skrásetjið hugsanir ykkar varðandi eftirfarandi spurningar:

Hvernig geta fyrirheitin sem finnast í Abraham 2:8–11 blessað okkur eða fjölskyldu okkar? (sjá einnig 1. Mósebók 12:1–3; 13:15–16).

Hvað lærum við um sáttmála Abrahams í 1. Mósebók 15:1–6; 17:1–8, 15–22?

Hvað finnst okkur við hvött til að gera til að aðstoða við uppfyllingu fyrirheitsins um að „allar ættkvíslir jarðar [verði] blessaðar“? (Abraham 2:11).

Hafið í huga að sumar jarðneskar blessanir sem heitnar voru Abraham og Söru, eins og að erfa fyrirheitið land og eignast fjölda afkomenda, eiga sér eilífar hliðstæður. Þar má nefna arfleifð í himneska ríkinu (sjá Kenningu og sáttmála 132:29) og eilíft hjónaband með eilífum afkomendum (sjá Kenningu og sáttmála 131:1–4; 132:20–24, 28–32). Það er „í musterinu,“ kenndi Russell M. Nelson forseti, sem „við tökum á móti okkar æðstu blessunum, sem niðjar Abrahams, Ísaks og Jakobs“ („Samansöfnun tvístraðs Ísraels,“ aðalráðstefna, október 2006).

Sjá einnig Þýðingu Josephs Smith á 1. Mósebók 15:9–12; 17:3–12; Leiðarvísi að ritningunum, „Sáttmáli Abrahams“; „Ábendingar til að hafa hugfastar: Sáttmálinn,“ í þessu riti.

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

1. Mósebók 13:5–12.Hvað gerði Abraham til að skapa frið í fjölskyldu sinni? Fjölskyldumeðlimir gætu kannski æft sig í því að vera friðelskendur, eins og Abraham, með því að fara í hlutverkaleik um hvernig skuli leysa ágreining sem mögulega gæti komið upp í fjölskyldu ykkar.

1. Mósebók 13:16; 15:2–6; 17:15–19.Hvernig getið þið hjálpað fjölskyldu ykkar að skilja fyrirheit Drottins í þessum versum – um að jafnvel þótt Abraham og Sara hafi enn ekki átt börn, skyldu niðjar þeirra verða fjölmargir, líkt og duft jarðar, stjörnur himins eða sandkorn á sjávarströndu? (sjá einnig 1. Mósebók 22:17). Þið gætuð kannski sýnt fjölskyldumeðlimum ílát fyllt sandi, horft á stjörnurnar eða notað myndina sem fylgir þessum lexíudrögum. Hvernig getum við treyst fyrirheitum Guðs, jafnvel þegar þau virðast óhugsandi?

1. Mósebók 14:18–20.Hvað lærum við um Melkísedeksprestdæmið í Þýðingu Josephs Smith á 1. Mósebók 14:25–40? (sjá einnig Alma 13:13–19). Hvernig getum við „komið réttlæti á fót,“ eins og Melkísedek gerði? (vers 36). Veitir eitthvað annað í þjónustu Melkísedeks okkur innblástur?

Ljósmynd
Melkísedek blessar Abram

Melkísedek blessar Abram, eftir Walter Rane

1. Mósebók 16.Lestur um Hagar gæti veitt tækifæri til umræðna um hvernig Drottinn hjálpar okkur þegar okkur finnst við beitt órétti. Þið gætuð bent á að „Ísmael“ þýðir „Guð heyrir.“ Hvenær höfum við heyrt og fundið fyrir því að Drottinn heyrði og hjálpaði okkur, þegar okkur fannst við beitt órétti? (sjá 1. Mósebók 16:11).

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Guðspjöllin gjarnan les ég,“ Barnasöngbókin, 72.

Bæta kennslu okkar

Verið tiltækileg og aðgengileg. Sum bestu tækifærin sem gefast til kennslu, hefjast oft með spurningu eða áhyggjuefni sem hvílir á fjölskyldumeðlim. Látið fjölskyldumeðlimi vita, í orði og verki, að þið viljið óðfús hlusta á þau. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 16.)

Ljósmynd
Sara horfir á stjörnufullan himininn

Guð gaf fyrirheit um að niðjar Abrahams og Söru yrðu margir, „eins og stjörnur á himni“ (1. Mósebók 22:17). Íhuga fyrirheit Guðs, eftir Courtney Matz.

Prenta