Gamla testamentið 2022
21.–27. febrúar. 1. Mósebók 24–27: Sáttmálinn er endurnýjaður


„21.–27. febrúar. 1. Mósebók 24–27: Sáttmálinn er endurnýjaður,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)

„21.–27. febrúar. 1. Mósebók 24–27,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022

Ljósmynd
Rebekka

Málverk af Rebekku, eftir Dilleen Marsh

21.–27. febrúar

1. Mósebók 24–27

Sáttmálinn er endurnýjaður

Gætið að andlegri innsýn sem þið meðtakið, þegar þið lesið 1. Mósebók 24–27. Biðjið þess að vita hvernig þau grundvallaratriði sem þið finnið séu viðeigandi í ykkar lífi.

Skráið hughrif ykkar

Sáttmáli Guðs við Abraham fól í sér fyrirheit um að með Abraham og niðjum hans „[myndu] allar ættkvíslir jarðar verða blessaðar“ (Abraham 2:11). Þetta er ekki fyrirheit sem gæti uppfyllst með einni kynslóð: Á margan hátt er Biblían frásögn um viðvarandi uppfyllingu Guðs á fyrirheitum sínum. Hann byrjaði á því að endurnýja sáttmálann við fjölskyldu Ísaks og Rebekku. Af upplifunum þeirra lærum við ýmislegt um aðild að sáttmálanum. Fordæmi þeirra kennir okkur góðvild, þolinmæði og traust á fyrirheitnar blessanir Guðs. Við lærum líka að það er vel þess virði að fórna hvers konar heimsins „baunakássu“ (1. Mósebók 25:34) til að tryggja okkur, og börnum okkar um kynslóðir, blessanir Guðs.

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

1. Mósebók 24

Hjónaband er nauðsynlegt eilífri áætlun Guðs.

Á okkar tíma eru margir sem setja hjónabandið í síðri forgang eða líta jafnvel á það sem byrði. Abraham hafði aðra sýn – fyrir honum var hjónaband sonar hans, Ísaks, í hæsta forgangi. Hvers vegna haldið þið að það hafi verið honum svo mikilvægt? Hugsið um mikilvægi hjónabands í sáluhjálparáætlun Guðs, þegar þið lesið 1. Mósebók 24. Þið getið líka lesið boðskap öldungs D. Todd Christofferson, „Af hverju hjónaband og fjölskylda“ (aðalráðstefna, apríl 2015), og íhugað hvers vegna „fjölskylda sem grundvölluð er á hjónabandi karls og konu, er besta umgjörðin til að áætlun Guðs nái fram að ganga.“

Spurningar, líkt og þær sem hér fylgja, gætu hjálpað við að íhuga önnur mikilvæg grundvallaratriði kapítulans:

1. Mósebók 24:1–14. Hvað gerðu Abraham og þjónn hans til að hafa Drottin með í viðleitni þeirra við að finna konu fyrir Ísak?

1. Mósebók 24:15–28, 55–60. Hvaða eiginleika í fari Rebekku hefðuð þið viljað tileinka ykkur?

Hvað annað vekur þar áhuga ykkar?

Sjá einnig Kenningu og sáttmála 131:1–4; „Fjölskyldan; Yfirlýsing til heimsins,“ ChurchofJesusChrist.org/study/sharing-the-gospel?lang=isl.

1. Mósebók 25:29–34

Við getum valið á milli stundaránægju og þess sem hefur meira gildi.

Í menningu Abrahams hlaut yfirleitt elsti sonur fjölskyldu forystu- og forréttindastöðu, sem nefndist frumburðarréttur. Sá sonur hlaut stærri arfhlut frá foreldrum sínum, ásamt meiri ábyrgð til umönnunar hinna í fjölskyldunni.

Þegar þið lesið 1. Mósebók 25:29–34, íhugið þá hvers vegna Esaú hafi verið fús til að afsala sér frumburðarrétti sínum fyrir máltíð. Hvaða lexíur finnið þið í þessari frásögn? Er einhver „baunakássa“ sem dregur ykkur frá þeim blessunum sem eru ykkur verðmætastar? Hvað gerið þið til að einblína á og meta blessanirnar að verðleikum?

Sjá einnig Matteus 6:19–33; 2. Nefí 9:51; M. Russell Ballard, „Það skiptir mestu sem endist lengst,“ aðalráðstefna, október 2005.

1. Mósebók 26:1–5

Sáttmáli Abrahams var endurnýjaður fyrir tilstilli Ísaks

Sáttmála Guðs við Abraham var ætlað að gilda í fjölmargar kynslóðir, því var nauðsynlegt að arfleifð Abrahams og Söru að halda sáttmála yrði látin ganga áfram til Ísaks, Jakobs og fleiri trúfastra kvenna og karla meðal niðja þeirra. Þegar þið lesið 1. Mósebók 26:1–5, leitið þá að blessunum sáttmálans sem Guð tilgreindi. Hvað lærum við um Guð af þessum versum?

1. Mósebók 26:18–25, 32–33

Jesús Kristur er brunnur lifandi vatns.

Þið gætuð hafa veitt því athygli að brunnar og aðrar vatnsuppsprettur hafa stóru hlutverki að gegna í mörgum sögum Gamla testamentisins. Það kemur ekki á óvart, þar sem flestar frásagnanna gerast á miklu þurrlendi. Þegar þið lesið um brunna Ísaks í 1. Mósebók 26, íhugið þá hvað vatn gæti táknað í ritningunum. Hvaða innsýn finnið þið um andlega brunna „lifandi [vatns]“? (sjá Jóhannes 4:10–15). Hvernig grafið þið fyrir andlegum brunnum í lífi ykkar? Hvernig er frelsarinn ykkur eins og lifandi vatn? Takið eftir að Filistear höfðu „byrgt“ brunnana (sjá 1. Mósebók 26:18). Er eitthvað í lífi ykkar sem byrgir brunna lifandi vatns?

Ljósmynd
forn brunnur

Brunnur í Beerseba til forna, þar sem Abraham og Ísak grófu brunna.

1. Mósebók 27

Var það rangt af Rebekku og Jakob að blekkja Ísak?

Við þekkjum ekki ástæðu þess að Rebekka og Jakob fóru þessa leið til að sækjast eftir blessun fyrir Jakob. Gagnlegt er að hafa í huga að Gamla testamentið, eins og við höfum það núna, er ófullkomið (sjá HDP Móse 1:23, 41). Upplýsingar gæti vantað frá hinum upprunalegu heimildum, sem útskýrðu það sem okkur gæti fundist erfitt að skilja. Hvað sem því líður, þá vitum við að vilji Guðs var sá að Jakob skyldi meðtaka blessun Ísaks, þar sem Rebekka meðtók opinberun um að Jakob væri ætlað að drottna yfir Esaú (sjá 1. Mósebók 25:23). Eftir að Ísak sætti sig við að hafa blessað Jakob í stað Esaú, staðfesti hann að Jakob „[yrði] blessaður“ (1. Mósebók 27:33) – sem gefur til kynna að vilja Guðs hafi verið framfylgt.

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

1. Mósebók 24:2–4, 32–48.Abraham bað traustan þjón að finna eiginkonu fyrir Ísak og þjónninn gerði sáttmála við Abraham um að hann gerði það. Hvernig sýndi þjónn Abrahams tryggð við að halda sáttmála sinn? Hvernig getum við fylgt fordæmi hans?

1. Mósebók 24:15–28, 55–60.Fjölskylda ykkar gæti leitað í þessum versum að eiginleikum sem gerðu Rebekku að verðugum eilífum lífsförunaut fyrir Ísak. Hvetjið fjölskyldumeðlimi til að velja sér einn þessara eiginleika sem þeim finnst að þau ættu að þroska.

1. Mósebók 25:19–3427.Til upprifjunar á sögunum um frumburðarrétt Esaú og blessunarinnar sem fór til Jakobs í staðinn, gætuð þið skrifað setningar úr „Jakob og Esaú“ (í Sögur úr Gamla testamentinu) á aðgreindar pappírsræmur. Fjölskyldumeðlimir gætu unnið saman að því að raða setningunum rétt upp.

Þegar þið ræðið sölu Esaú á frumburðarrétti sínum, gætuð þið líka rætt um hvað sé fjölskyldunni dýrmætast, eins og samband ykkar við himneskan föður og Jesú Krist. Mögulega geta fjölskyldumeðlimir fundið hluti eða myndir sem standa fyrir það sem þeim finnst hafa elíft gildi. Leyfið þeim að útskýra hvers vegna þau völdu þessa hluti.

1. Mósebók 26:3–55.Þið gætuð boðið fjölskyldu ykkar að leita að fyrirheitunum sem lýst er í þessum versum, til að hjálpa þeim að skilja sáttmála Abrahams. Hvers vegna er mikilvægt að við þekkjum þessi fyrirheit á okkar tíma? (sjá Ábendingar til að hafa hugfastar: Sáttmálinn,“ í þessu riti).

1. Mósebók 26:18–25, 32–33.Hvers vegna eru brunnar mikilvægir? Hvernig er Jesús Kristur eins og vatnsbrunnur?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Veldu rétt,“ Sálmar, nr. 98.

Bæta persónulegt nám

Lærið ritningarvers utanbókar. Öldungur Richard G. Scott kenndi: „Ritning sem lærð er utanbókar, verður traustur vinur sem tímans tönn vinnur ekki á“ („Máttur ritninganna,“ aðalráðstefna, október 2011).

Ljósmynd
Esaú og Jakob

Esaú selur Jakob frumburðarrétt sinn, eftir Glen S. Hopkinson

Prenta