Gamla testamentið 2022
24.–30. janúar. HDP Móse 7: „Drottinn nefndi þjóð sína Síon“


„24.–30. janúar. HDP Móse 7: ‚Drottinn nefndi þjóð sína Síon,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)

„24.–30. janúar. HDP Móse 7,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022

Elskuleg samskipti fjölda fólks

Elskið hver annan, eftir Emmu Donaldsson Taylor

24.–30. janúar

HDP Móse 7

„Drottinn nefndi þjóð sína Síon“

Íhugið og skráið andleg áhrif ykkar við lestur HDP Móse 7. Með því að gera það, sýnið þið að þið metið leiðsögn Drottins og viljið veita frekari leiðsögn hans viðtöku.

Skráið hughrif ykkar

Í gegnum söguna hefur fólk reynt að afreka það sem Enok og fólki hans tókst – að byggja upp fullkomið samfélag, án fátæktar eða ofbeldis. Sem fólk Guðs, deilum við þessari löngun. Þetta köllum við að byggja upp Síon og það felur í sér – að viðbættu því að annast fátæka og stuðla að friði – að gera sáttmála, dvelja saman í réttlæti, verða eitt með hvert öðru og með Jesú Kristi, sem er „konungur Síonar“ (HDP Móse 7:53). Þar sem verkið að efla Síon heldur áfram á okkar tíma, er gagnlegt að spyrja hvernig Enok og fólki hans tókst þetta? Hvernig varð „hugur [þeirra] og hjarta … eitt“ (HDP Móse 7:18), þrátt fyrir illskuna umhverfis? Meðal þeirra mörgu atriða sem HDP Móse veitir okkur um Síon, er þetta einkar verðmætt fyrir síðari daga heilaga: Síon er ekki aðeins borg – hún er ástand hugans og andans. Síon er, eins og Drottinn hefur kennt, „hinir hjartahreinu“ (Kenning og sáttmálar 97:21). Kannski að besta leiðin til að byggja upp Síon sé því sú, að byrja á eigin hjörtum og heimilum.

táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

HDP Móse 7:16–21, 27, 53, 62–69

Viðleitni Enoks er fyrirmynd til uppbyggingar Síonar í lífi okkar.

Þar sem að HDP Móse 7 er heimild um hvernig fylgjendur Guðs byggðu Síon, getur hún leiðbeint okkur og veitt innblástur á okkar tíma, er við leitumst eftir því að gera slíkt hið sama. Veltið því fyrir ykkur að nota töflu líkt og þessa, til að skrá það sem þið lærið um Síon í HDP Móse 7:16–21, 27, 53, 62–69.

Vers

Hvað lærið þið um Síon?

Hvað segir þetta um viðleitni ykkar til þess að byggja upp Síon?

Vers

7:18

Hvað lærið þið um Síon?

„Hugur [fólks Síonar] og hjarta voru eitt.“

Hvað segir þetta um viðleitni ykkar til þess að byggja upp Síon?

Við þurfum að vera sameinuð, bæði sem fjölskyldur og sem kirkja.

Vers

7:21

Hvað lærið þið um Síon?

„Síon var tekin upp til himins er tímar liðu.“

Hvað segir þetta um viðleitni ykkar til þess að byggja upp Síon?

Uppbygging Síonar er stigvaxandi ferli.

Vers

Hvað lærið þið um Síon?

Hvað segir þetta um viðleitni ykkar til þess að byggja upp Síon?

Vers

Hvað lærið þið um Síon?

Hvað segir þetta um viðleitni ykkar til þess að byggja upp Síon?

HDP Móse 7:18–19, 53

Þjóð Guðs ber að sækjast eftir því að „[vera eitt í huga] og hjarta.“

HDP Móse 7:18–19 er skrá yfir mikilvæga eiginleika fólksins sem Drottinn kallaði Síon. Af hverju haldið þið að þessir eiginleikar séu nauðsynlegir til uppbyggingar Síonar? Hvernig er Síon, eins og henni er lýst í kaflanum, öðruvísi en aðrir samhentir hópar eða samtök í heiminum? Við íhugun þessarar spurningar, gætuð þið leitt hugann að orðum Jesú Krists í versi 53: „Ég er Messías, konungur Síonar.“ Hver er merking þess að Jesús Kristur sé konungur okkar? Hvernig hjálpar hann að þroska með okkur eiginleika Síonar?

Sjá einnig Filippíbréfið 2:1–5; 4. Nefí 1:15–18; Kenningu og sáttmála 97:21; 105:5.

fólk heilsar hvert öðru

Við ættum að sækjast eftir því að „[vera eitt í huga] og hjarta“ (HDP Móse 7:18).

HDP Móse 7:21, 23–24, 27, 69

Hvað gerðist fyrir borg Enoks?

Orðtökin „tekin upp“ (HDP Móse 7:21, 23), „lyft upp“ (HDP Móse 7:24), „hrifnir upp“ (HDP Móse 7:27) og „flúin“ (HDP Móse 7:69), vísa til þess að Síon og fólk Enoks varð ummyndað og tekið til himins. Manneskjur sem eru ummyndaðar, er „umbreytt … þannig að þær smakka hvorki þjáningu né dauða“ sem menn (Leiðarvísir að ritningunum, „Umbreyttar verur,“ „Síon,“ ChurchofJesusChrist.org/study/scriptures/gs?lang=isl; sjá einnig 3. Nefí 28:4–9, 15–18, 39–40).

HDP Móse 7:28–69

Guð grætur vegna barna sinna.

Sumt fólk lítur á Guð sem fjarlæga veru sem verður ekki fyrir tilfinningalegum áhrifum vegna neins sem fyrir okkur kemur. Enok sá þó í sýn að Guð grét vegna barna sinna. Gætið að ástæðum þess að Guð grét, er þið lesið HDP Móse 7:28–40. Hvaða vísbendingar finnið þið í því sem eftir er af sýn Enoks, sem lýst er í HDP Móse 7:41–69, um að Guð sé „miskunnsamur og góðviljaður að eilífu“ (HDP Móse 7:30; sjá t.d. vers 43, 47, og 62)?

HDP Móses 7:62

Á síðustu dögum mun Guð safna sínum kjörnu saman.

Vers 62 lýsir atburðum hinna síðustu daga. Íhugið hvað orðtök sem þessi gætu þýtt: „Réttlæti mun ég senda niður af himni,“ „sannleika mun ég senda frá jörðu,“ „réttlæti og sannleika mun ég láta sópa jörðina sem vatnsflóð.“ Hvað kenna þessi orðtök ykkur um verk Guðs á síðari dögum?

táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

HDP Móse 7:18-19.Þið gætuð, til að hjálpa fjölskyldumeðlimum að sjá fyrir sér hvað það þýðir að „vera [eitt] í hjarta,“ búið til pappírshjarta og klippt í púsluspil, svo hver fjölskyldumeðlimur fái einn hluta þess. Fjölskyldumeðlimir gætu skrifað nafn sitt á hlutann og unnið saman að því að setja hjartað saman. Meðan þið ljúkið við púslið, gætuð þið rætt hverju þið dáist að í fari hvers fjölskyldumeðlims.

HDP Móse 7:28–31, 35.Hvað lærum við um Guð af þessum versum?

HDP Móse 7:32.Hvers vegna gaf Guð okkur sjálfræði? Hvað mynduð þið segja við einhvern sem fyndist boðorð Guðs takmarka sjálfræði okkar? Lestur 2. Nefí 2:25–27 gæti auðgað umræðurnar.

HDP Móse 7:59–67.Reynið að merkja við eða skrá það sem Drottinn segir við Enok um hina síðustu daga, þegar fjölskyldan les HDP Móse 7:59–67 – til dæmis að Guð muni „safna [sínum] kjörnu saman“ (vers 62) og að það muni verða „miklar þrengingar meðal hinna ranglátu“ (vers 66). Hvernig getum við átt trú og von, þrátt fyrir ranglætið á hinum síðustu dögum? Íhugið að lesa þessi orð öldungs Ronalds A. Rasband sem hluta af þessari umræðu: „Gætið að, bræður og systur. Við lifum vissulega á örðugum tímum, en ef við höldum okkur á sáttmálsveginum, þurfum við ekki að óttast. Ég blessa ykkur með því að ef þið fylgið þessu, munið þið ekki vera áhyggjufull yfir þeim tímum sem við lifum á eða þeim raunum sem á vegi ykkar verða. Ég blessa ykkur til að standa óhagganleg á heilögum stöðum. Ég blessa ykkur til að þið trúið á fyrirheit Jesú Krists, að hann lifir, og að hann vakir yfir okkur, annast og liðsinnir okkur“ („Verið eigi áhyggjufullir,“ aðalráðstefna, október 2018).

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Ást ef heima býr,” Sálmar, nr. 110.

Bæta kennslu okkar

Verið eftirtektarsöm. Ef þið veitið því athygli sem gerist í lífi barna ykkar, getið þið fundið tilvalin tækifæri til kennslu. Athugasemdir og spurningar barna ykkar yfir daginn geta líka gefið til kynna að mögulega sé þar tækifæri til kennslu. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 16.)

Málverk af Enok og fólki horfa upp til ljóssins

Borg Síonar uppnumin, eftir Del Parson