Gamla testamentið 2022
17.–23. janúar. 1. Mósebók 5; HDP Móse 6: „Fræðið börn ykkar óspart um þetta“


„17.–23. janúar. 1. Mósebók 5; HDP Móse 6: ‚Fræðið börn ykkar óspart um þetta,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)

„17.–23. janúar. 1. Mósebók 5; HDP Móse 6,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022

Ljósmynd
Adam og Eva utan aldingarðsins Eden

Betra en paradís, eftir Kendal Ray Johnson

17.–23. janúar

1. Mósebók 5; HDP Móse 6

„Fræðið börn ykkar óspart um þetta“

Íhugið og skráið andleg áhrif sem berast ykkur við lestur 1. Mósebókar 5 og HDP Móse 6. Hvaða skilaboð finnið þið sem eru ykkur og fjölskyldum ykkar dýrmæt?

Skráið hughrif ykkar

Stærsti hluti 1. Mósebókar 5 er ættarskrá frá Adam og Evu til Nóa. Við lesum þar mikið af nöfnum en lærum ekki mikið um þau. Við lesum svo um Enok, sex ættliðum frá Adam, sem er lýst með þessari áhugaverðu en óútskýrðu setningu: „Enok gekk með Guði, þá hvarf hann því að Guð tók hann“ (1. Mósebók 5:24). Vissulega er saga þar að baki. En án frekari útskýringa heldur ættarskráin áfram.

Til allrar hamingju, þá afhjúpar HDP Móse 6 smáatriðin í sögu Enoks – og það er sannlega saga að segja frá. Við lærum um auðmýkt Enoks, óöryggi hans, hæfileikana sem Guð sá í honum og hið mikla verk sem hann vann sem spámaður Guðs. Við fáum líka skýrari mynd af því hvernig niðjar Adams og Evu þróuðust í gegnum kynslóðir. Við lesum um „mikil ráð“ Satans, en líka um foreldra sem kenndu börnum sínum „um alla vegu Guðs“ og um „[boðbera] réttlætisins,“ sem „töluðu og spáðu“ (HDP Móse 6:15, 21, 23). Einkum er það sem við lærum um kenninguna sem foreldrarnir og boðberarnir kenndu dýrmætt: Trú, iðrun, skírn og meðtaka heilags anda (HDP Móse 6:50–52). Sú kenning, eins og prestdæmið sem fylgir henni, „var í upphafi [og] skal einnig verða við endi veraldar“ (HDP Móse 6:7).

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

HDP Móse 6:26–36

Spámaður er sjáandi.

Hvað lærið þið við lestur HDP Móse 6:26–36 um augu, myrkur og að sjá? Augu hverra gátu ekki „[séð] langt,“ á tíma Enoks? Hvers vegna gat fólkið ekki séð sannleikann? Hvað gat Enok séð? Hvað hefur styrkt trú ykkar á að nútíma spámenn séu sjáendur? (sjá vers 36; Leiðarvísi að ritningunum, „Sjáandi,“ ChurchofJesusChrist.org/study/scriptures/gs?lang=isl).

HDP Móse 6:26–47

Guð kallar okkur til að vinna verk sitt, þrátt fyrir misbresti okkar.

Það er ekki óvenjulegt að finnast það yfirþyrmandi sem Drottinn hefur kallað okkur til að gera. Meira að segja Enok upplifði það þegar Drottinn kallaði hann sem spámann. Þegar þið lesið HDP Móse 6:26–36, gætið þá að ástæðu þess að það þyrmdi yfir Enok og hvað Drottinn sagði til að telja í hann kjark. Gætið að því í versum 37–38 hvernig Drottinn veitti Enok styrk og efldi hann til að gera verk sitt (sjá einnig HDP Móse 7:13). Þið gætuð borið upplifun Enoks saman við aðra spámenn sem fundu fyrir vanmætti, eins og Móse (sjá 2. Mósebók 4:10–16), Jeremía (sjá Jeremía 1:4–10), Nefí (sjá 2. Nefí 33:1–4) og Moróní (sjá Eter 12:23–29). Hvað finnst ykkur Guð vilji að þið lærið í þessum ritningargreinum um verkið sem hann hefur falið ykkur?

Sjá einnig Jakob 4:6–8.

HDP Móse 6:48–68

Kenning Krists er þungamiðja í sáluhjálparáætlun Guðs.

Vegna þess að við höfum Bók Móse, vitum við að Guð hefur kennt börnum sínum alveg frá upphafi hvernig skuli finna fyrirgefningu og endurlausn. Í ritningunum eru þessar kenningar stundum kallaðar kenning Krists (sjá 2. Nefí 31:13–21). Leitið að því sem við þurfum að vita og gera til að endurleysast, við lestur HDP Móse 6:48–68. Ykkur gæti fundist gagnlegt að skrifa eigin útdrátt úr kennslu Enoks. Hvers vegna er mikilvægt að vita að þessi sannindi hafa verið kennd frá dögum Adams og Evu? Hvað finnst ykkur þið hvött til að gera, eftir að hafa lært þessar kenningar?

HDP Móse 6:51–62

„Fræðið börn ykkar óspart um þetta.“

Adam og Evu var kenndur dýrmætur sannleikur fagnaðarerindis Jesú Krists. Orð Drottins í HDP Móse 6:27–28 gera þó ljóst að margir í kynslóðunum á undan Enok hafi ekki lengur lifað eftir sannleikanum. Drottinn vildi að Enok endurreisti sannleikann sem hafði glatast – ásamt boðorðinu sem var upphaflega gefið Adam: „[Fræddu] börn þín óspart um þetta“ (HDP Móse 6:58). Hvað lærið þið um Jesú Krist við lestur HDP Móse 6:51–62? Finnið þið eitthvað sem væri sérstaklega dýrmætt fyrir upprennandi kynslóð? Hvað getið þið gert til að koma þessum sannindum áleiðis til komandi kynslóða?

Ljósmynd
fjölskylda lærir ritningarnar

Foreldrum ber að kenna börnum sínum fagnaðarerindið.

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

1. Mósebók 5; HDP Móse 6:5–25, 46.Að lesa um „minningabók“ fjölskyldu Adams og Evu gæti uppörvað fjölskyldur ykkar til að útbúa eigin minningabók. Ræðið það sem fjölskylda hvað eigi heima í bókinni. Ef til vill eigið þið myndir, frásagnir eða skjöl úr ættarsögu ykkar. Þið gætuð valið að hafa það með sem er að gerast í fjölskyldu ykkar núna. Hvað þætti komandi kynslóðum dýrmætt? Þið gætuð líka rætt hvernig orðtökin „sem andinn blés þeim í brjóst“ (HDP Móse 6:5) og „með þeim hætti, sem fingur Guðs benti oss á“ (HDP Móse 6:46) gætu leiðbeint ykkur. Íhugið að vista upplýsingar úr minningabók ykkar á FamilySearch.org.

HDP Móse 6:53–62.Hvernig myndum við svara spurningu Adams í HDP Móse 6:53? Hvaða svör finnum við í versum 57–62?

HDP Móse 6:59.Hver er merking þess að „endurfæðast inn í himnaríki“? Hvað getum við gert til að halda áfram að endurfæðast ævina á enda? Sjá til hjálpar Alma 5:7–14, 26; Leiðarvísi að ritningunum, „Endurfæddur, fæddur af GuðiChurchofJesusChrist.org/study/scriptures/gs?lang=isl; David A. Bednar, „Ætíð njóta fyrirgefningar synda okkar“ (aðalráðstefna, apríl 2016).

HDP Móse 6:61.Hvað lærum við um heilagan anda af þessum versum?

HDP Móse 6:63.Hverjir eru einhverjir af hlutunum sem „bera vitni um [Krist]“? (sjá einnig 2. Nefí 11:4). Íhugið að bjóða fjölskyldumeðlimum að deila því sem þeir sjá „á himnum uppi“ eða „á jörðu“ og hjálpar þeim að læra um Jesú Krist. Dæmi: Hvernig vekja trén, steinarnir eða sólin upp hugsanir um frelsarann? Hvað kenna hugtökin „lifandi vatn“ og „brauð lífsins“ okkur um hann? (Jóhannes 4:10–14; 6:35).

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Ég fer hvert sem vilt að ég fari,“ Sálmar, nr. 104.

Bæta persónulegt nám

Leitið að táknum. Hlutir eða atburðir í ritningunum standa oft fyrir eða tákna andleg sannindi. Þessi tákn geta bætt skilning ykkar á kenningu. Dæmi: Hvað lærið þið af augunum og leirnum sem táknum í HDP Móse 6:35?

Ljósmynd
Adam og Eva með börnum

Adam og Eva kenna börnum sínum, eftir Del Parson

Prenta