„27. desember–2. janúar. HDP Móse 1; Abraham 3: ,Þetta er verk mitt og dýrð mín,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)
„27. desember–2. janúar. HDP Móse 1; Abraham 3,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022
27. desember–2. janúar
HDP Móse 1; Abraham 3
„Þetta er verk mitt og dýrð mín“
Íhugið hvað Guð gæti verið að segja við ykkur, er þið lesið hvað hann sagði við Móse og við Abraham.
Skráið hughrif ykkar
Biblían hefst á orðunum: „Í upphafi skapaði Guð himin og jörð“ (1. Mósebók 1:1). Hvað var til staðar fyrir þetta „upphaf“? Og hvers vegna skapaði Guð allt saman? Með spámanninum Joseph Smith hefur Drottinn varpað ljósi á þessar spurningar.
Hann gaf okkur meðal annars skrásetningu sýnar, þar sem Abraham sá tilveru okkar sem anda „áður en heimurinn varð til“ (sjá Abraham 3:22–28). Drottinn gaf okkur líka innblásna þýðingu eða endurbætta útgáfu af fyrstu sex kapítulum 1. Mósebókar – sem hefst ekki á „í upphafi.“ Hún hefst í stað þess á upplifun sem Móse varð fyrir, sem er í samhengi við hina vel þekktu sköpunarsögu. Í sameiningu eru þessar síðari daga ritningar tilvaldar til að hefja nám okkar í Gamla testamentinu, þar sem þær takast á við grundvallarspurningar sem geta mótað lestur okkar: Hver er Guð? Hver erum við? Hvert er verk Guðs og hvert er hlutverk okkar í því? Fyrstu kapítular 1. Mósebókar gætu verið skildir sem svar Drottins við beiðni Móse: „Ver þjóni þínum miskunnsamur, ó Guð, og fræð mig um þessa jörð og íbúa hennar og einnig um himnana“ (HDP Móse 1:36).
Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi
Sem barn Guðs, á ég mér guðleg örlög.
Dieter F. Uchtdorf forseti kenndi: „Mikið af þeirri ringulreið sem við upplifum í þessu lífi er vegna skilningsleysis á því hver við erum“ („The Reflection in the Water“ [kvöldvaka fræðsludeildar kirkjunnar fyrir ungt fullorðið fólk, 1. nóv. 2009], ChurchofJesusChrist.org). Himneskur faðir veit þetta en það gerir Satan líka. Fyrstu skilaboð Guðs til Móse innihéldu sannleikann „þú ert sonur minn“ og „þú ert í líkingu míns eingetna“ (HDP Móse 1:4, 6). Satan ávarpaði hins vegar Móse aðeins sem „mannsson“ (HDP Móse 1:12). Hvernig væru líf ykkar og ákvarðanir öðruvísi ef þið hugsuðuð um sjálf ykkur eins og Satan vildi, sem „mannsson [eða dóttur]“? Hvernig hefur sú þekking og minning um að þið séuð barn Guðs blessað líf ykkar?
Hvaða vers eða orðtök í HDP Móse 1 veita ykkur skilning á guðlegu virði ykkar?
Ég get spornað gegn áhrifum Satans.
Eins og HDP Móse 1 sýnir berlega, þá gerir áhrifamikil andleg upplifun okkur ekki ónæm fyrir freistingu. Í raun er ein aðferða Satans sú að freista okkar til að efast um slíkar upplifanir eða það sem við lærðum af þeim. Hvað lærið þið þegar þið lesið svar Móse til Satans í versum 12–26, sem getur hjálpað ykkur að vera trú vitnisburðinum sem þið hafið meðtekið? Hvað hjálpar ykkur að sporna gegn öðrum freistingum Satans? (sjá til dæmis vers 15 og 18).
Þið gætuð gert áætlun, byggða á því sem þið lærið um að sporna gegn freistingu. Þið gætuð til dæmis lokið við staðhæfinguna: „Þegar ég freistast til að , mun ég .“
Sjá einnig Matteus 4: 1–11; Helaman 5:12; Gary E. Stevenson, „Ekki skaltu blekkja mig,“ aðalráðstefna, október 2019; „I Am a Son of God [Ég er sonur Guðs]“ (myndband), ChurchofJesusChrist.org.
Verk og dýrð Guðs eru mér til hjálpar við að öðlast eilíft líf.
Eftir að hafa séð sýn af sköpunarverkum Guðs, bað Móse til Guðs: „Seg mér … hvers vegna þetta er svo“ (HDP Móse 1:30). Hvað vekur athygli ykkar við orð Drottins í HDP Móse 1:31–39?
Abraham upplifði líka sýn, sem skrásett er í Abraham 3. Hvað í versum 22–26 getur hjálpað ykkur að svara fyrirspurn Móse?
Íhugið að skrá annan sannleika sem lærðist Móse og Abraham í sýnum þeirra, sannleika um Guð, um þá sjálfa og um tilgang sköpunarverks Guðs. Hvernig hefur þessi sannleikur áhrif á hvernig þið sjáið ykkur sjálf og heiminn umhverfis?
Sjá einnig Dieter F. Uchtdorf, „Þið skiptið hann máli,” aðalráðstefna, október 2011; Leiðarvísi að ritningunum, „Fortilvera,” churchofjesuschrist.org/study/scriptures/gs?lang=isl.
Voru fleiri en Abraham „[útvaldir] áður en [þeir fæddust]“?
„Í andaheimi fortilverunnar útnefndi Guð ákveðna anda til að uppfylla ákveðin hlutverk í þeirra dauðleg lífi. Þetta er kallað forvígsla. … Kenningin um forvígslu á við um alla meðlimi kirkjunnar, ekki aðeins um frelsarann eða spámenn hans“ (Leiðarvísir að ritningunum, „Forvígsla,“ churchofjesuschrist.org/study/scriptures/gs?lang=isl).
Hvernig áskotnaðist okkur bækur Móse og Abrahams?
Bók Móse er fyrsti hluti innblásinnar þýðingar Josephs Smith á Biblíunni. Bók Abrahams var opinberuð Joseph Smith meðan hann vann með egypskan papírus. Þessar bækur, sem finna má í Hinni dýrmætu perlu, veita miklar upplýsingar, sem ekki finnast í Gamla testamentinu, um Móse, Abraham og aðra spámenn. Til að læra meira um hvernig við hlutum þessar bækur, sjá þá „Þýðing Josephs Smith“ (Leiðarvísir að Ritningunum, churchofjesuschrist.org/study/scriptures/gs?lang=isl) og „Translation and Historicity of the Book of Abraham” (Gospel Topics, topics.ChurchofJesusChrist.org).
Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar
-
HDP Móse 1:2–6; Abraham 3:11.Þið gætuð boðið fjölskyldumeðlimum að leita eftir orðtökum í söngnum „Guðs barnið eitt ég er“ (Barnasöngbókin, 2) sem tengjast sannleikanum sem kenndur er í þessum ritningarversum.
-
HDP Móse 1:4, 30–39.Myndi fjölskylda ykkar njóta þess að líta á „verk handa [Guðs]“? (vers 4). Ef til vill gætuð þið lesið einhver þessara versa í almenningsgarði eða undir stjörnuhimni að kvöldi. Þið gætuð þá rætt um hvers vegna Guð skapaði heiminn og hvernig við tökum þátt í „[verki hans] og dýrð“ (vers 39).
-
HDP Móse 1:18.Hvaða heilræðum getum við miðlað til hjálpar hvert öðru við að „dæma á milli“ Guðs og Satans? (Sjá einnig Moróní 7:12–18; Kenningu og sáttmála 50:23–24.)
-
Abraham 3:24–26.Þið gætuð gefið fjölskyldumeðlimum skemmtilegt en krefjandi verkefni, sem gerir þeim mögulegt að færa sönnur á það að þau geti fylgt fyrirmælum, eins og að búa til pappírsskutlu eða að fylgja uppskrift. Hvernig svipar þessari athöfn til tilgangs dauðlegs lífs okkar, eins og honum er lýst í þessum versum?
Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.
Tillaga að söng: „Guðs barnið eitt ég er,“ Barnasöngbókin, 2.