Gamla testamentið 2022
10.–16. janúar. 1. Mósebók 3–4; HDP Móse 4–5: Fall Adams og Evu


„10.–16. janúar. 1. Mósebók 3–4; HDP Móse 4–5: Fall Adams og Evu,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)

„10.–16. janúar. 1. Mósebók 3–4; HDP Móse 4–5,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022

Ljósmynd
Adam og Eva á gangi saman

Adam og Eva, eftir Douglas M. Fryer

10.–16. janúar

1. Mósebók 3–4; HDP Móse 4–5

Fall Adams og Evu

Íhugið hvað Drottinn reynir að kenna ykkur við lestur 1. Mósebókar 3–4 og HDP Móse 4–5. Skráið þessi sannindi og andleg áhrif ykkar, og hugleiðið þau í vikunni.

Skráið hughrif ykkar

Við fyrstu sýn gæti fall Adams og Evu virst vera sorgarviðburður. Adam og Evu var vísað út úr aldingarðinum Eden. Þeim var vísað inn í heim þar sem þjáningar, sorg og dauði eru ávallt nærri (sjá 1. Mósebók 3:16–19). Þau voru líka skilin frá sínum himneska föður. Við vitum þó, vegna sannleikans sem endurreistur var með spámanninum Joseph Smith í Bók Móse, að sagan um Adam og Evu er í raun frásögn vonar – og er ómissandi hluti áætlunar Guðs fyrir börn hans.

Aldingarðurinn Eden var fallegur. Adam og Eva þurftu þó meira en einungis fallegt umhverfi. Þau – líkt og við öll – þurftu aðstæður til vaxtar. Brottförin úr aldingarðinum Eden var nauðsynlegt upphafsskref í átt endurkomu til Guðs og um síðir að verða eins og hann. Það þýddi að mæta andstöðu, gera mistök, læra að iðrast og treysta frelsaranum, sem gerði framþróun og „gleði endurlausnar okkar“ (HDP Móse 5:11) mögulega. Sjáið það því ekki sem harmleik, þegar þið lesið um fall Adams og Evu, heldur sem möguleika – ekki sem þá paradís sem Adam og Eva glötuðu, heldur sem þá dýrð sem við fáum tekið á móti vegna vals þeirra.

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

1. Mósebók 3:1–7; HDP Móse 4; 5:4–12

Fallið var nauðsynlegur hluti áætlunar Guðs til endurlausnar barna hans.

Fall Adams og Evu færði andlegan og líkamlegan dauða í heiminn. Því fylgdi líka mótlæti, sorg og synd. Allt þetta virðast ástæður til að harma fallið. Fallið var þó hluti áætlunar himnesks föður til að endurleysa og upphefja börn sín með „[fórn] hins eingetna föðurins“ (HDP Móse 5:7). Hvaða sannindi auka skilning ykkar á fallinu við nám á 1. Mósebók 3:1–7; HDP Móse 4; 5:4–12 og hvernig friðþæging Krists sigrast á því. Spurningar sem þessar gætu hjálpað:

  • Á hvaða hátt hafði fallið áhrif á Adam og Evu? Hvernig hefur það áhrif á mig?

  • Hvers vegna færðu Adam og Eva fórnir? Hvað táknuðu fórnirnar? Hvað getum við lært af orðum engilsins í þessum versum?

  • Af hverju voru Adam og Eva „glöð“ eftir fall þeirra? Hvað lærum við af þessari frásögn um áætlun Guðs, að endurleysa okkur með Jesú Kristi?

Við höfum einstakt sjónarhorn á fallið, vegna Mormónsbókar og annarra síðari daga opinberana. Hugleiðið til dæmis það sem spámaðurinn Lehí kenndi fjölskyldu sinni um Adam og Evu í 2. Nefí 2:15–27. Hvernig útskýrir kennsla Lehís það sem gerðist í aldingarðinum Eden og hjálpar okkur að skilja mikilvægi þess?

Sjá einnig 1. Korintubréf 15:20–22; Mósía 3:19; Alma 12:21–37; Kenningu og sáttmála 29:39–43; Trúaratriðin 1:3; Dallin H. Oaks, „Áætlunin mikla,“ aðalráðstefna, apríl 2020; Dallin H. Oaks, „Andstæður í öllu,“ aðalráðstefna, apríl 2016; Jeffrey R. Holland, „Réttvísi, kærleikur og miskunn,“ aðalráðstefna, apríl 2015.

Ljósmynd
Eva heldur á ávexti

Eden yfirgefinn, eftir Annie Henrie Nader

1. Mósebók 3:16; HDP Móse 4:22

Hvað þýðir það að Adam hafi átt að „drottna yfir“ Evu?

Þetta ritningarvers hefur stundum verið misskilið á þann hátt að réttlæta megi slæma meðferð eiginmanns á eiginkonu. Á okkar tíma hafa spámenn Drottins kennt að þrátt fyrir að eiginmaður sé í forsjá heimilis síns, þá beri honum að líta á eiginkonu sína sem jafningja (sjá „Fjölskylda: Yfirlýsing til heimsins“ [ChurchofJesusChrist.org/languages/isl/pdf?lang=isl]). Öldungur Dale G. Renlund og systir Ruth Lybbert Renlund útskýrðu að réttlátur eiginmaður „leggur sig fram við að þjóna; hann viðurkennir mistök og leitar fyrirgefningar; hann er fljótur til hróss; hann er tillitssamur gagnvart dálætismálum fjölskyldumeðlima; hann hefur ríka ábyrgðartilfinningu til að sjá fjölskyldu sinni fyrir ‚öryggi og nauðsynjum lífsins’; hann sýnir eiginkonu sinni mestu virðingu og tillitssemi. … Hann muni blessa fjölskyldu sína“ (The Melchizedek Priesthood: Understanding the Doctrine, Living the Principles [Melkísedeksprestdæmið: Skilja kenninguna, lifa eftir reglunum] [2018], 23).

HDP Móse 5:4–9, 16–26

Guð tekur á móti fórnum mínum, ef ég færi þær af hlýðni og fúsu hjarta.

Adam og Eva lærðu að dýrafórnir voru táknrænar fyrir friðþægingarfórn Krists og þau „fræddu syni sína og dætur um [það]“ (HDP Móse 5:12). Veltið fyrir ykkur ólíku viðhorfi sona þeirra, Kains og Abels, til þessara fórna við lestur HDP Móse 5:4–9, 16–26. Af hverju tók Drottinn á móti fórn Abels en ekki Kains?

Hvers konar fórnir býður Drottinn okkur að færa? Er eitthvað í HDP Móse 5:4–9, 16–26 sem breytir hugsunarhætti okkar varðandi þessar fórnir?

Sjá einnig Sálmana 4:6; 2. Korintubréf 9:7; Omní 1:26; 3. Nefí 9:19–20; Moróní 7:6–11; Kenningu og sáttmála 97:8; Jeffrey R. Holland, „Sjá, Guðslambið,“ aðalráðstefna, apríl 2019.

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

1. Mósebók 3; HDP Móse 4.Hvernig getið þið aðstoðað fjölskyldur ykkar við að skilja fall Adams og Evu betur? Þið gætuð ljósritað myndir úr „Adam og Eva“ (í Sögur úr Gamla Testamentinu) og klippt þær út. Þið gætuð síðan unnið saman við að raða myndunum í rétta röð, samhliða umræðum um raunir Adams og Evu. Hvers vegna var fallið nauðsynlegt í sáluhjálparáætlun himnesks föður? Það gæti svarað þessari spurningu að horfa á myndbandið „The Fall“ (ChurchofJesusChrist.org).

HDP Móse 4:1–4.Hvað lærum við um Guð, Jesú Krist og Satan af þessum versum? Af hverju er valfrelsi svo mikilvægt í áætlun Guðs að Satan vilji tortíma því?

HDP Móse 5:5–9.Hvað bauð Guð Adam og Evu að gera þeim til hjálpar við að beina hugsunum sínum að frelsaranum? Hvað hefur Guð gefið okkur til að beina hugsunum okkar að frelsaranum?

HDP Móse 5:16–34.Hvað felst í því að „gæta bróður míns“? Hvernig getum við betur annast hvert annað sem fjölskylda?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Velja rétta veginn,“ Barnasöngbókin, 82.

Bæta persónulegt nám

Notið hjálpartæki ritningarnáms. Notið neðanmálstilvísanirnar við ritningarnámið, Topical Guide, Bible Dictionary, Leiðarvísi að ritningunum og önnur hjálpartæki til að öðlast frekari skilning.

Ljósmynd
engill vitjar Adam og Evu

Eftirmynd, eftir Walter Rane

Prenta