„Adam og Eva,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)
„Adam og Eva,“ Sögur úr Gamla testamentinu
1. Mósebók 2–3; HDP Móse 3–5; Abraham 5
Adam og Eva
Reynsla hlýst með ákvarðanatökum
Adam og Eva voru fyrstu börn himnesks föður sem lifðu á jörðinni. Þau bjuggu í hinum fagra aldingarði Eden, umkringd alls kyns gróðri og trjám. Guð, himneskur faðir okkar, og Drottinn Jesús Kristur vitjuðu þeirra og ræddu við þau.
1. Mósebók 2:8–9; 3:8; HDP Móse 3:8–9; Abraham 5:8, 14–19
Guð leyfði þeim að borða ávöxt allra trjáa, nema eins. Ef þau borðuðu af skilningstré góðs og ills, þá þyrftu þau að yfirgefa aldingarðinn og myndu deyja á endanum. Satan laug að Adam og Evu. Satan sagði að ef þau borðuðu ávöxtinn, þá myndu þau þekkja gott og illt, en að þau myndu ekki deyja.
1. Mósebók 2:16–17; 3:1–5; HDP Móse 3:9; 4:6–11; Abraham 5:9, 12–13
Eva kaus að borða ávöxtinn.
1. Mósebók 3:5–6; HDP Móse 4:12
Eva gaf Adam af ávextinum. Hann kaus líka að borða hann.
1. Mósebók 3:6–7; HDP Móse 4:12
Guð og Drottinn vitjuðu þeirra, en Adam og Eva voru hrædd og földu sig. Guð spurði hvort þau hafi borðað ávöxt skilningstrés góðs og ills.
1. Mósebók 3:8–13; HDP Móse 4:13–14
Adam og Eva sögðu Guði að þau hafi kosið að borða ávöxtinn. Vegna ákvörðunar þeirra, þurftu þau að yfirgefa aldingarðinn Eden. Þau voru aðskilin frá Guði, en hann hafði áætlun fyrir þau. Nú þekktu þau rétt frá röngu og gátu eignast börn.
1. Mósebók 3:16–24; HDP Móse 4:15–31
Adam og Eva lofuðu að hlýða öllum boðorðum Guðs. Þeim var kennt að framkvæma dýrafórnir. Þegar þau hlýddu, þá lærðu þau meira um son Guðs, Jesú Krist. Þau voru bæði afar glöð, af því að hann myndi hjálpa fjölskyldu þeirra að snúa aftur til Guðs.