Scripture Stories
Jósía konungur


„Jósía konungur,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)

„Jósía konungur,“ Sögur úr Gamla testamentinu

2. Konungabók 22; 2. Kroníkubók 34–35

Jósía konungur

Leitast við að halda boðorð Drottins

Ljósmynd
Hinn ungi konungur Jósía

Jósía var átta ára gamall þegar hann var gerður að konungi Júda. Hann var góður konungur sem elskaði Drottin. Hann vildi hjálpa fólki sínu, Ísraelsmönnum, að hlýða Drottni og láta af tilbeiðslu skurðgoða. Þegar hann varð eldri, tók hann og fólk hans að lagfæra musterið og gera það aftur fallegt.

2. Konungabók 22:1–2; 2. Kroníkubók 34:3–7

Ljósmynd
Hilkía finnur bókrollu í rústum musterisins

Þegar fólkið starfaði við lagfæringu musterisins, fann Hilkía æðsti prestur lögmálsbókina, bókrollu sem geymdi ritningarnar.

2. Konungabók 22:3–9

Ljósmynd
Jósía konungur hlustar dapur á lögmálsbókina

Þjónn las bókina fyrir Jósía. Jósía hlustaði á efnið og varð dapur, því fólk hans hlýddi ekki Drottni. Hann reif klæði sín til að sýna að hann væri dapur.

2. Konungabók 22:10–13, 19

Ljósmynd
Þjónar Jósía á tali við Hilkía

Hann bað Hilkía að spyrja Drottin hvað þeir ættu að gera. Hilkía og þjónar konungs vitjuðu Huldu. Hún var spákona, trúfastur leiðtogi, sem var innblásin af Guði. Hún sagði Drottin ánægðan með Jósía því hann hjálpaði fólkinu að hlýða. Drottinn lofaði að Jósía konungur myndi njóta friðar.

2. Konungabók 22:12–20

Ljósmynd
Jósía konungur við páskakvöldmáltíð

Jósía vildi að fólkið hans stæði við loforð við Drottin. Hann bað það að halda páskahátíðina hátíðlega, til að hjálpa því að minnast þess hvernig Drottinn bjargaði Ísraelsmönnum í Egyptalandi fyrir mörgum árum.

2. Kroníkubók 35:1–19

Prenta