„Nehemía,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)
„Nehemía,“ Sögur úr Gamla testamentinu
Nehemíabók 1–2; 4; 6
Nehemía
Jerúsalemsmúr endurbyggður
Nehemía var Gyðingur sem bjó í Persíu. Hann var þjónn sem konungur reiddi sig á. Dag einn heyrði Nehemía að Gyðingar í Jerúsalem þjáðust. Múrinn sem vernda átti Jerúsalem var eyðilagður og hafði ekki verið endurbyggður. Jerúsalem var í hættu. Nehemía fastaði og baðst fyrir um liðsinni Drottins.
Konungur spurði Nehemía af hverju hann væri svo dapur. Hann sagði konungi frá hættunni í Jerúsalem. Konungur sagði að hann gæti komið til hjálpar. Nehemía var beðinn að fara til Jerúsalem og endurbyggja múrinn. Konungur gerði Nehemía að leiðtoga og sá honum fyrir nauðsynlegum birgðum.
Nehemía og Gyðingarnir hófu endurbyggingu múrsins umhverfis Jerúsalem. Óvinir þeirra hæddust þó að þeim og reyndu að stöðva verkið.
Óvinirnir reyndu að egna Nehemía til að fara frá borginni. Nehemía vildi þó ekki fara. Hann treysti Drottni. Hann var að vinna mikið verk.
Nehemía sagði fólki sínu að óttast ekki. Það setti verði á múrinn sér til verndar. Gyðingar héldu áfram að endurbyggja múrinn. Drottinn veitti Gyðingum styrk og þeir luku við múrinn á 52 dögum. Jerúsalem var aftur örugg.