Scripture Stories
Rahab og njósnararnir


„Rahab og njósnararnir,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)

„Rahab og njósnararnir,“ Sögur úr Gamla testamentinu

Jósúabók 26

Rahab og njósnararnir

Ákvörðun sem bjargar fjölskyldu

Ljósmynd
fólk í borg horfir út í fjarskann

Kona að nafni Rahab átti heima í Jeríkóborg áður en hún var hertekin af Ísraelsmönnum. Hún hafði heyrt að Drottinn hefði klofið Rauðahafið fyrir Ísraelsmenn. Rahab vissi að Drottinn myndi liðsinna Ísraelsmönnum í baráttunni um borgina hennar. Fólkið í Jeríkóborg var ranglátt.

Jósúabók 2:9–11

Ljósmynd
njósnarar fela sig fyrir varðmönnum

Spámaðurinn Jósúa fór fyrir hersveit Ísraelsmanna. Hann sendi tvo njósnara inn í Jeríkóborg. Komist hafði upp um njósnarana og konungur Jeríkó sendi varðmenn til að handtaka þá.

Jósúabók 2:1–3

Ljósmynd
Rahab á tali við njósnara

Njósnararnir komu til heimilis Rahabs. Rahab samþykkti að hjálpa njósnurunum og faldi þá því á þaki húss síns.

Jósúabók 2:4–6

Ljósmynd
Rahab felur njósnararana

Menn konungs leituðu í húsi Rahabs, en fundu ekki njósnarana. Eftir að þeir fóru, bað Rahab njósnarana að vernda fjölskyldu sína þegar hersveit þeirra kæmi til að berjast um Jeríkó. Njósnararnir lofuðu Rahab að fjölskylda hennar yrði örugg. Rahab fleygði síðan reipi út um gluggann sem undankomuleið fyrir njósnarana.

Jósúabók 2:3, 12–15

Ljósmynd
Rahab og fjölskylda hennar flýja Jeríkó

Njósnararnir fóru til spámannsins Jósúa og sögðu hersveit Ísraelsmanna að skaða engan í húsi Rahabs. Þegar Ísraelsmenn hertóku síðar Jeríkó, stóðu þeir við loforð sitt við Rahab. Hugrekki Rahabs varð fjölskyldu hennar til bjargar. Fjölskylda hennar gekk til liðs við fólk Drottins.

Jósúabók 2:23; 6:25; Hebreabréfið 11:31

Prenta