„Sadrak, Mesak og Abed-Negó,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)
„Sadrak, Mesak og Abed-Negó,“ Sögur úr Gamla testamentinu
Daníel 1; 3
Sadrak, Mesak og Abed-Negó
Hættuleg prófraun trúar
Nebúkadnesar konungur byggði risavaxna, gyllta styttu og þvingaði þjóð sína til að tilbiðja hana. Ef fólk neitaði, þá myndi því verða hent inn í glóandi eldsofn.
Vinir Daníels, Sadrak, Mesak og Abed-Negó elskuðu Guð og vildu ekki tilbiðja skurðgoð konungs. Konungurinn var reiður við þá.
Vinirnir þrír sögðu konungi að þeir myndu aðeins tilbiðja Guð. Þeir trúðu því að Guð verndaði þá. Jafnvel þótt hann bjargaði þeim ekki, myndu þeir verja trú sína.
Konungur var bálreiður við Sadrak, Mesak og Abed-Negó. Hann lét henda þeim í glóandi eldsofn. Þegar konungurinn horfði í ofninn varð hann hissa á því að sjá himneska veru í eldinum, ásamt mönnunum þremur. Eldurinn brenndi þá ekki.
Konungurinn kallaði til Sadraks, Mesaks og Abed-Negó og þeir gengu út úr ofninum. Eldurinn hafði hvorki skaðað þá né brennt föt þeirra.
Sadrak, Mesak og Abed-Negó hlýddu boðorðum Guðs, jafnvel þegar líf þeirra var í hættu. Fordæmi þeirra hjálpaði konunginum að trúa á Guð.