„Ester drottning,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)
„Ester drottning,“ Sögur úr Gamla testamentinu
Esterarbók 2–5; 7–9
Ester drottning
Hugdirfska á hættutímum
Sumir Ísraelsmanna voru kallaðir Gyðingar. Ester var Gyðingur sem bjó í Persíu. Foreldrar hennar höfðu dáið og frændi hennar, Mordekaí, annaðist hana. Henni var boðið til konungshallarinnar ásamt öðrum ungum konum í ríkinu. Konungurinn vildi eignast nýja drottningu og hann valdi Ester.
Konungurinn átti þjón að nafni Haman, sem reis til mikilla valda. Haman hjálpaði konungi að stjórna landinu. Konungurinn lét alla hneigja sig fyrir Haman.
Mordekaí vildi ekki hneigja sig fyrir Haman. Mordekaí vildi aðeins hneigja sig fyrir Drottni. Þetta gerði Haman reiðan. Hann vildi refsa Mordekaí og öllum Gyðingum.
2. Mósebók 20:5; Esterarbók 3:5–6, 8
Haman sagði konungi að Gyðingarnir fylgdu ekki lögum konungs. Því lét konungur Haman gera ný lög, á ákveðnum degi myndu allir Gyðingar verða drepnir.
Mordekaí bað Ester að tala við konunginn. Konungurinn gæti breytt lögum Hamans og bjargað Gyðingum. Ester var hrædd. Stundum drap konungurinn fólk sem kom óboðið til að tala við hann.
Mordekaí bað Ester að hugsa til Gyðinganna sem yrðu drepnir. Mordekaí sagði að Drottinn gæti hafa komið Ester í konungshöllina til að bjarga Gyðingunum.
Ester vissi að hún þyrfti að tala við konunginn, jafnvel þótt hún gæti verið drepin. Ester bað alla Gyðinga og þjóna sína að fasta með sér.
Eftir að hafa fastað í þrjá daga gerði Ester sig tilbúna og fór til að hitta konunginn.
Þegar hún nálgaðist konunginn, þá hélt hann gullsprotanum út. Það þýddi að konungurinn var glaður að sjá hana og myndi ekki láta drepa hana. Hann spurði hvað hún vildi. Ester sagði konungi að þjóð hennar væri í hættu. Vegna laga Hamans, yrðu hún og allir Gyðingar í konungsríkinu drepnir.
Konungurinn var reiður við Haman og lét drepa hann. Konungurinn gerði ný lög sem vernduðu Gyðinga. Nú var þeim leyft að verja sig, ef einhver reyndi að skaða þá.
Trú Esterar á Drottin og hugdirfska hennar til að tala við konunginn bjargaði þjóð hennar. Í stað dauða og sorgar, þá var haldin veisla. Gyðingar fögnuðu.