„Jakob og fjölskylda hans,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)
„Jakob og fjölskylda hans,“ Sögur úr Gamla testamentinu
1. Mósebók 27–33
Jakob og fjölskylda hans
Þannig heldur Drottinn loforð sín
Jakob yfirgaf heimili sitt til að komast frá reiðum bróður sínum, Esaú. Faðir Jakobs veitti honum þá blessun að finna og giftast konu sem elskaði Drottin og hélt boðorð hans.
Þegar Jakob var á ferðalagi birtist Drottinn honum í sýn. Hann lofaði að vera ávallt með Jakob. Jakob lofaði að gefa Drottni tíund af öllu sem hann öðlaðist.
Drottinn lofaði Jakob að hann myndi eignast mörg börn. Vegna barna Jakobs myndu fjölskyldur jarðar hafa þá blessun að þekkja frelsarann. Fjölskylda Jakobs á hinum síðari dögum er kölluð Ísraelsætt.
1. Mósebók 28:3–4, 14; 1 Nefí 10:14
Jakob ferðaðist til lands sem hét Harran. Þar varð hann ástfanginn af réttlátri konu sem hét Rakel.
Jakob samþykkti að vinna í sjö ár fyrir Laban, föður Rakelar, ef Laban leyfði honum að giftast Rakel. Laban samþykkti það. Jakob vann í sjö ár.
Laban vildi samt að Lea, elsta dóttir hans, giftist áður. Í brúðkaupinu plataði Laban Jakob og lét hann giftast Leu í stað Rakelar. En Jakob elskaði Rakel. Hann lofaði að vinna í önnur sjö ár, ef hann gæti líka gifst henni. Laban samþykkti það og fjölskyldu Jakobs tók að fjölga.
1. Mósebók 29:28–35; 30:3–13, 17–24; Jakob 2:27–30
Laban greiddi Jakob ekki sanngjörn laun. Drottinn blessaði þó Jakob með fjölda dýra og sagði Jakob að snúa aftur heim.
1. Mósebók 30:31, 43; 31:1–7, 17–18
Á leið sinni heim komst Jakob að því að bróðir hans, Esaú, var á leið móts við hann, ásamt 400 mönnum.
Jakob hélt að Esaú væri sér enn reiður. Jakob var hræddur um öryggi fjölskyldu sinnar og fór því með hana á öruggan stað og baðst fyrir.
Jakob baðst fyrir alla nóttina og til morguns. Drottinn heimsótti Jakob og blessaði hann. Drottinn sagði Jakob að hann yrði mörgum mikill leiðtogi. Drottinn breytti nafni Jakobs í Ísrael.
Brátt fundu Esaú og menn hans Jakob, ásamt fjölskyldu hans. Esaú var ekki lengur reiður við Jakob. Hann hljóp til Jakobs og faðmaði hann. Hann var afar glaður að sjá hann og fjölskyldu hans. Jakob var líka glaður að sjá Esaú aftur.
Drottinn hélt loforð sín við Jakob ævina á enda. Jakob komst heim með fjölskyldu sinni og settist að þar. Uppfrá því var Jakob kallaður Ísrael og fjölskylda hans Ísraelsþjóð. Hann hélt áfram að halda boðorðin og tilbiðja Drottin.