Scripture Stories
Hanna


„Hanna,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)

„Hanna,“ Sögur úr Gamla testamentinu

1. Samúelsbók 1–2

Hanna

Svar Drottins til trúfastrar konu

Ljósmynd
Hanna biðst fyrir grátandi í musterinu

Á hverju ári ferðuðust Hanna og eiginmaður hennar til húss Drottins, musterisins. Hanna átti engin börn og var því afar sorgmædd. Hún fastaði og baðst fyrir um að eignast dreng. Hanna lofaði Drottni að ef hún eignaðist son, myndi hún ala hann upp til að þjóna honum.

1. Samúelsbók 1:1–11

Ljósmynd
Elí talar við Hönnu

Prestur að nafni Elí sá Hönnu grátandi. Hann sagði að Drottinn myndi svara bæn hennar. Hanna treysti Drottni og vonin vaknaði.

1. Samúelsbók 1:12, 17–18

Ljósmynd
Hanna með eiginmanni sínum og barninu Samúel

Sama ár eignaðist Hanna dreng. Hún gaf honum nafnið Samúel.

1. Samúelsbók 1:20–23

Ljósmynd
Hanna kemur með Samúel til Elís í musterinu.

Hanna hélt loforð sitt við Drottin. Þegar Samúel var nægilega gamall, fór hún með hann til að þjóna í húsi Drottins. Hann þjónaði með prestinum Elí. Hanna heimsótti Samúel áfram. Hún færði honum fatnað sem hún saumaði á hann. Drottinn blessaði Hönnu með öðrum fimm börnum.

1. Samúelsbók 1:24–28; 2:21

Prenta