Scripture Stories
Elía og Baalsprestar


„Elía og Baalsprestar“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)

„Elía og Baalsprestar,“ Sögur úr Gamla testamentinu

1. Konungabók 18

Elía og Baalsprestar

Spámaður Drottins gegn falsspámönnum

Ljósmynd
lítil stytta af Baal

Konungríkið Ísrael var enn þjakað af vatnsleysi. Akab konungur sagði fólkinu að fylgja falsguði að nafni Baal.

1. Konungabók 18:1–2, 17–18

Ljósmynd
Elía talar við Akab

Drottinn sendi Elía spámann til að hitta Akab. Elía bauð öllu fólkinu upp á topp fjalls nokkurs. Hann skoraði á konunginn og presta hans að komast að því hvort Drottinn eða Baal væri hinn sanni Guð.

1. Konungabók 18:19–21

Ljósmynd
Elía talar við Baalsprestana

Elía útskýrði áskorunina. Hann og prestarnir myndu fórna nauti á altari, en þeir myndu ekki kveikja eld sjálfir. Í staðinn myndu prestarnir biðja til Baals um að kveikja eld. Að því loknu myndi Elía biðja til Drottins um að kveikja eld. Elía vissi að aðeins sannur Guð myndi kveikja eldinn.

1. Konungabók 18:22–25

Ljósmynd
Elía talar við hóp fólks

Baalsprestarnir báðu til guðs síns frá morgni til hádegis, en ekkert gerðist. Elía hæddist að þeim og sagði að guð þeirra, Baal, hlyti að vera sofandi.

1. Konungabók 18:26–27

Ljósmynd
prestar Baals biðja yfir altari

Prestarnir urðu reiðir, hoppuðu upp á altarið og hrópuðu fram að kvöldi. Þeir vonuðu að guð þeirra myndi svara, en enn var enginn eldur.

1. Konungabók 18:28–29

Ljósmynd
Elía krýpur

Þá var komið að Elía. Hann byggði altari fyrir Drottin, gróf vatnsrennu umhverfis altarið og undirbjó fórnina.

1. Konungabók 18:30–32

Ljósmynd
Elía og fólk byggir altari

Elía bað fólkið að fylla fjórar tunnur af vatni og hella þeim á viðinn á altarinu þrisvar sinnum. Vatnið rennbleytti viðinn á altarinu. Það fyllti vatnsrennuna alla.

1. Konungabók 18:33–37

Ljósmynd
Elía biður við hlið altaris

Elía bað til Drottins um að sýna mátt hins sanna Guðs. Eldur Drottins féll niður og gleypti fórnina, viðinn, steinana og vatnið. Fólkið vissi að Guð Elía var hinn sanni Guð. Elía bað þess að þurrkinum lyki og að Drottinn léti rigna.

1. Konungabók 18:38–41

Prenta