„Spámaðurinn Jeremía,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)
„Spámaðurinn Jeremía,“ Sögur úr Gamla testamentinu
Spámaðurinn Jeremía
Kallaður áður en hann fæddist
Jeremía bjó í Jerúsalem þegar hann var ungur. Dag einn kom Drottinn til Jeremía og kallaði hann sem spámann. Drottinn sagði Jeremía að hann hefði verið útvalinn til að verða spámaður áður en hann fæddist. Drottinn vissi að líf Jeremía yrði erfitt. Hann lofaði þó Jeremía að hann yrði alltaf með honum.
Fólkið í Jerúsalem stóð ekki við loforð sín við Drottin. Jeremía aðvaraði fólkið um að það yrði hertekið vegna ranglætis síns. Drottinn sagði að ef það héldi hvíldardaginn heilagan, yrði Jerúsalem ekki tortímt. Fólkið hlustaði þó ekki.
Jeremía kenndi fólkinu í mörg ár. Það iðraðist þó ekki. Þess í stað skaðaði það Jeremía og varpaði honum í fangelsi.
Jeremía 20:2; 26:8–9; 37:15–18; 38:6
Jeremía elskaði fólkið. Hann grét vegna synda þess. Jerúsalem var tortímt, alveg eins og hann sagði og fólkið var hertekið.
Jeremía 9:1–8; 25:9–12; 52:1–10
Farið var með Jeremía til Egyptalands. Drottinn bauð honum að rita spádóma sína. Jeremía hlýddi Drottni, jafnvel þegar það var erfitt. Hann hélt áfram að segja fólki sínu að standa við loforð sín við Drottin.