„Spámaðurinn Jesaja,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)
„Spámaðurinn Jesaja,“ Sögur úr Gamla testamentinu
Jesaja 6–7; 9; 53–54
Spámaðurinn Jesaja
Spádómar um Drottin Jesú Krist
Ísraelsmenn höfðu verið sigraðir ótal sinnum og vildu að Drottinn verndaði þá. Dag einn í musterinu kallaði Drottinn mann að nafni Jesaja til að kenna fólkinu um komu Jesú Krists. Jesaja elskaði fólkið og kenndi því hvernig Kristur gæti frelsað það.
Jesaja lærði að Jesús Kristur kæmi dag einn til að frelsa fólk sitt frá synd. Ekki myndu þó allir kannast við hann sem frelsara sinn. Jesaja varð afar sorgmæddur, því hann vissi að margir myndu ekki trúa á Jesú Krist.
Jesaja spáði líka um síðari komu Jesú Krists. Jesús Kristur myndi koma aftur og verða konungur allrar jarðar. Hann myndi koma aftur og uppfylla áætlun föður síns með því að koma á ævarandi gæsku og friði. Jesja sagði að allir myndu vita að Jesús Kristur væri frelsari þeirra.