Scripture Stories
Elísa og hersveit Drottins


„Elísa og hersveit Drottins,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)

„Elísa og hersveit Drottins,“ Sögur úr Gamla testamentinu

2. Konungabók 6

Elísa og hersveit Drottins

Eldvagnar Drottins

Ljósmynd
hermenn umkringja borg

Sýrlendingum var illa við Ísraelsmenn. Sýrlandskonungur sendi hersveit sína til að handsama Elísa spámann. Hersveitin umkringdi borgina að næturlagi, þar sem Elísa dvaldi.

2. Konungabók 6:8–14

Ljósmynd
Elísa og þjónn hans horfa á hersveit Sýrlendinga

Ungur þjónn Elísa vaknaði og sá hersveit Sýrlendinga. Hann spurði Elísa hvað þeir ættu að gera. Elísa bauð hinum unga manni að óttast ekki. Hann sagði að hersveitin sem berðist með þeim væri mun fjölmennari en sú sem berðist gegn þeim.

2. Konungabók 6:15–16

Ljósmynd
himnesk hersveit með eldvagna

Elísa bað Drottin að sýna hinum unga manni það sem hann sá sjálfur. Drottinn sýndi honum himneska hersveit með hestum og eldvögnum þeim til verndar. Hersveit Sýrlendinga blindaðist af mætti Guðs. Sýrlendingar börðust ekki framar við Ísraelsmenn.

2. Konungabók 6:17–23

Prenta