Sögur úr ritningunum
Abraham og Sara


„Abraham og Sara,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2021)

„Abraham og Sara,“ Sögur úr Gamla testamentinu

1. Mósebók 11–15; 17; Abraham 1–2

Abraham og Sara

Loforð um blessun fjölskyldu mannkyns

engill bjargar Abraham frá presti

Abraham bjó í borginni Úr. Ranglátir prestar vildu fórna honum til skurðgoða sinna. Abraham baðst fyrir og Drottinn bjargaði honum.

Abraham 1:1–20

Abraham og Sara ferðast á úlfalda

Drottinn bauð síðan Abraham og eiginkonu hans, Söru, að yfirgefa Úr og ferðast til fjarlægs lands. Hann lofaði að blessa þau á ferðalagi þeirra.

1. Mósebók 12:1–3; Abraham 2:2–4

Abraham og Sara annast sauð

Abraham og Sara treystu Drottni og yfirgáfu Úr. Þau voru sorgmædd yfir því að geta ekki eignast börn. Drottinn hughreysti þau. Hann lofaði þeim að þau skyldu eignast barn.

1. Mósebók 11:30–31; 15:1–6; 17:2–16; Abraham 2:6–9

Guð birtist Abraham

Abraham bað til Drottins um að læra meira um hann. Drottinn heimsótti Abraham og kynnti sig sem Jehóva. Jehóva gerði sáttmála við Abraham. Hann lofaði Abraham að hann myndi fá prestdæmið. Hann lofaði líka að með fjölskyldu Abrahams skyldu allar fjölskyldur jarðar blessaðar.

Abraham 2:6–11

Abraham og Sara ferðast á úlföldum

Þegar Abraham og Sara ferðuðust þurftu þau að finna mat. Þau reyndu að búa í landi sem hét Kanaansland. Þar var enginn matur, þannig að þau þurftu að fara til Egyptalands. Það var samt hættulegt fyrir þau að búa í Egyptalandi.

1. Mósebók 12:10–20; Abraham 2:21–25

Abraham og Sara fylgjast með dýrum

Abraham og Sara yfirgáfu Egyptaland og fluttu aftur til Kanaanslands. Þau höfðu með sér mat og dýr frá Egyptalandi. Kanaansland var hluti af því landi sem Drottinn hafði lofað þeim.

1. Mósebók 13:1–4, 12; Abraham 2:19

Melkísedek talar við Abraham og Söru

Drottinn hélt einnig loforð sitt um að Abraham myndi fá prestdæmið. Dag einn hittu Abraham og Sara réttlátan konung sem hét Melkísedek. Abraham greiddi honum tíund.

1. Mósebók 14:18–24; Alma 13:15

Melkísedek blessar Abraham

Abraham tók á móti prestdæminu frá Melkísedek. Þetta var sama prestdæmið og spámennirnir Adam og Nói höfðu tekið á móti.

Þýðing Josephs Smith, 1. Mósebók 14:36–40; Abraham 1:2–4; Kenning og sáttmálar 84:14

Abraham og Sara

Abraham og Sara voru glöð í Kanaanslandi, en þau voru enn áhyggjufull yfir að hafa enn ekki eignast barn. Þau þurftu að treysta loforði Drottins um að einhvern tíma myndi fjölga í fjölskyldu þeirra og hún blessa alla jörðina.

1. Mósebók 13:12; 15:3–6