Scripture Stories
Jósef og hungursneyðin


„Jósef og hungursneyðin,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)

„Jósef og hungursneyðin,“ Sögur úr Gamla testamentinu

1. Mósebók 42–46

Jósef og hungursneyðin

Bróður gefinn kostur á að sameina fjölskyldu sína

Ljósmynd
Jakob sendir syni sína til Egyptalands

Fjölskylda Jakobs leið vegna hungursneiðar. Jakob sendi því syni sína til Egyptalands til að kaupa matvæli. Hann hafði yngsta son sinn, Benjamín, heima hjá sér. Hann óttaðist að missa Benjamín, eins og hann hafði misst Jósef son sinn mörgum árum áður. Hann vissi ekki að eldri synir hans hefðu selt Jósef í ánauð.

1. Mósebók 42:1–4

Ljósmynd
bræður biðja Jósef um mat

Á þessum tíma var Jósef orðinn mikill leiðtogi í Egyptalandi. Hann hafði yfirumsjón með sölu matvæla í hungursneiðinni. Bræðurnir hittu Jósef og báðu hann um matvæli. Þeir þekktu hann ekki.

1. Mósebók 42:5–8

Ljósmynd
Jósef á tali

Jósef þekkti þá, en þóttist ekki gera það. Hann spurði um fjölskyldu þeirra, til að vita hvort faðir hans og Benjamín væru lífs eða liðnir.

1. Mósebók 42:10–14

Ljósmynd
bræður halda af stað með mat

Jósef gaf bræðrum sínum matvæli. Hann sagði þeim að koma ekki aftur eftir meiri mat, nema þeir kæmu með yngsta bróður sinn, Benjamín, með sér.

1. Mósebók 42:15–20

Ljósmynd
bræður snúa aftur til Egyptalands

Þegar fjölskyldan varð aftur uppiskroppa með mat, varð Jakobi ljóst að hann yrði að senda Benjamín með hinum sonum sínum til Egyptalands. Jakob stóð enn ekki á sama að láta Benjamín fara. Júda, einn bræðranna, lofaði þó að gæta að öryggi Benjamíns.

1. Mósebók 43:1–15

Ljósmynd
Jósef ásakar bræðurna um að stela silfurbikar

Þegar bræðurnir komu aftur til Egyptalands, lét Jósef líta svo út að Benjamín hefði stolið silfurbikar. Hann vildi sjá hvort eldri bræður hans hefðu breyst. Júda sárbað Jósef að refsa ekki Benjamín, en refsa þess í stað sjálfum sér.

1. Mósebók 44

Ljósmynd
Jósef afhjúpar sig

Jósef gladdist yfir því að sjá að bræður hans hefðu breyst. Þeir elskuðu Benjamín nógu mikið til að vernda hann. Jósef sagði þeim loks hver hann væri.

1. Mósebók 42:21–24; 45:1–4

Ljósmynd
Jósef faðmar bræður sína

Jósef fyrirgaf bræðrum sínum fyrir að selja sig í ánauð. Jósef sagði það hafa verið leið Drottins til að hjálpa fjölskyldu þeirra að lifa af hungursneiðina.

1. Mósebók 45:5–8

Ljósmynd
bræður hlaupa til Jakobs

Bræður Jósefs fóru aftur til föður síns, Jakobs og sögðu honum frá því sem gerst hafði. Jakob flutti alla fjölskyldu sína til Egyptalands.

1. Mósebók 45:24–28; 46:1–26

Ljósmynd
Jósef og Jakob í Egyptalandi og Faraó horfir á

Faraó bauð fjölskyldu Jakobs velkomna. Hann gaf þeim land og skepnur, svo þau hefðu gnægð matar. Fjölskylda Jakobs lifði í friði um langan tíma.

1. Mósebók 45:16–23

Prenta