„Elísa læknar Naaman,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)
„Elísa læknar Naaman,“ Sögur úr Gamla testamentinu
Elísa læknar Naaman
Hvernig undursamlegt kraftaverk gerðist í kjölfar trúar
Langt í burtu í Sýrlandi bjó maður að nafni Naaman. Hann var mikill foringi í hersveit Sýrlands. Naaman stríddi við sársaukafullan húðsjúkdóm sem kallast líkþrá.
Ísraelsk stúlka var í þjónustu eiginkonu Namans. Stúlkan trúði á Drottin. Hún sagði að ef Naaman færi til spámannsins Elísa, myndi hann læknast af sjúkdómi sínum.
Naaman ferðaðist langa leið til að finna Elísa. Naaman hélt að hann myndi læknast með undursamlegu kraftaverki.
Naaman fór til heimilis Elísa með þjóna sína, hesta og vagna. Elísa sendi þjón sinn til að gefa Naaman fyrirmæli Drottins. Drottinn myndi lækna Naaman ef hann myndi lauga sig sjö sinnum í áni Jórdan.
Naaman var reiður því hann vildi að spámaður Drottins kæmi út og læknaði sig án tafar. Naaman möglaði yfir því að áin Jórdan væri ekki jafn góð og hinar miklu ár í Sýrlandi.
Þjónar Naamans spurðu Naaman af hverju hann vildi ekki gera svona einfalt verk. Þótt Naaman fyndist ekkert vit vera í þessu, þá hafði spámaður Drottins beðið hann að gera þetta.
Naaman lét af þrákelkni sinni og hlustaði á þjóna sína. Hann laugaði sig sjö sinnum í áni Jórdan. Drottinn læknaði þá Naaman, eins og Elísa hafði sagt. Naaman vissi að Elísa væri spámaður og að Drottinn væri raunverulegur.