Scripture Stories
Innblásnir draumar Jósefs


„Innblásnir draumar Jósefs,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)

„Innblásnir draumar Jósefs,“ Sögur úr Gamla testamentinu

1. Mósebók 3037

Innblásnir draumar Jósefs

Fjölskylda reynir að elska hvert annað

Ljósmynd
Jakob og Jósef í kyrtli sínum

Rakel og Jakob höfðu beðist fyrir í mörg ár um að eignast son. Drottinn svaraði bæn þeirra þegar Jósef fæddist. Jósef var eftirlætis sonur Jakobs og hann gaf Jósef sérstakan kyrtil. Hinir tíu eldri synir Jakobs urðu afbrýðissamir.

1. Mósebók 30:22–24; 37:1–4

Ljósmynd
Jósef útskýrir draum um kornið

Þegar Jósef var um 17 ára, dreymdi hann draum um að hann væri að safna saman korni á akri með bræðrum sínum. Kornknippi Jósefs stóð upprétt. Kornknippi bræðra hans stóðu hins vegar álút frammi fyrir knippi Jósefs. Þegar Jósef sagði bræðrum sínum frá draumnum, reiddust þeir honum.

1. Mósebók 37:2, 5–8

Ljósmynd
Jósef útskýrir draum um stjörnur

Jósef dreymdi síðar annan innblásinn draum. Í þessum draumi lutu sólin, tunglið og ellefu stjörnur honum. Jósef sagði fjölskyldu sinni frá draumnum. Þessi draumur virtist sýna að Jósef myndi ríkja yfir fjölskyldunni. Bræður Jósefs urðu honum enn reiðari. Þeim bauð við þessum draumum.

1. Mósebók 37:9–11

Ljósmynd
Jósef athugar með bræður sína

Dag einn voru bræður Jósefs að heiman að næra sauðina. Jakob sendi Jósef til að gæta að þeim.

1. Mósebók 37:12–19

Ljósmynd
bræður Jósefs

Sumir bræðra Jósefs vildu drepa hann. Þeir tóku kyrtil Jósefs og vörpuðu Jósef í gryfju.

1. Mósebók 37:20–24

Ljósmynd
Jósef í gryfjunni

Meðan Jósef var í gryfjunni, sáu bræður hans ferðalanga á leið til Egyptalands. Bræðurnir ákváðu að selja ferðalöngunum Jósef sem þræl fyrir 20 silfurpeninga.

1. Mósebók 37:25–28

Ljósmynd
blóð á kyrtli Jósefs

Bræður Jósefs settu síðan geitablóð í kyrtil hans. Bræðurnir fóru til föður síns, Jakobs og sýndu honum kyrtilinn. Þeir lugu að Jakobi og sögðu að villidýr hefðu drepið Jósef.

1. Mósebók 37:31–33

Ljósmynd
Jakob grætur

Jakob grét, því hann taldi Jósef dáinn.

1. Mósebók 37:32–35

Ljósmynd
Jósef lifir sem þræll í Egyptalandi

Jósef var þó enn á lífi. Hann var í Egyptalandi langt frá heimili sínu og lifði sem þræll.

1. Mósebók 37:36

Prenta