Scripture Stories
Spámaðurinn Elía


„Spámaðurinn Elía,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)

„Spámaðurinn Elía,“ Sögur úr Gamla testamentinu

1. Konungabók 16–18

Spámaðurinn Elía

Trú móður og kraftaverk Drottins

Ljósmynd
Elía talar við Akab konung og Jesebel drottningu

Í konungríki Ísraels var engin rigning og vatnið á þrotum. Akab konungi og Jesebel drottningu líkaði ekki við spámenn Drottins. Þau létu jafnvel drepa nokkra spámannanna. Konungurinn og drottningin báðu til skurðgoða um að fá rigningu, en spámaðurinn Elía sagði þeim að Drottinn myndi ekki láta rigna í mörg ár.

1. Konungabók 16:29–33; 17:1; 18:13

Ljósmynd
Elía felur sig fyrir hermönnum

Konungurinn og drottningin voru reið við Elía. Drottinn varaði Elía við og sagði honum að fela sig, þar sem líf hans var í hættu.

1. Konungabók 17:2–3

Ljósmynd
Elía krýpur í lækjarfarvegi

Drottinn beindi Elía að læk og sendi fugla sem færðu honum mat. Þar sem engin rigning var, þornaði lækurinn upp og Elía hafði ekkert vatn.

1. Konungabók 17:4–7

Ljósmynd
Elía talar við konu

Drottinn beindi Elía til konu í fjarlægri borg. Elía bað hana um vatn og brauð, en hún átti aðeins nóg fyrir sig sjálfa og son sinn til eins dags.

1. Konungabók 17:8–12

Ljósmynd
Elía talar við konu

Elía vissi að þetta var síðasti matarbitinn hennar. Hann lofaði henni að Drottinn myndi sjá fjölskyldu hennar fyrir mat, þangað til rigningarnar kæmu aftur, ef hún gæfi honum að borða.

1. Konungabók 17:13–14

Ljósmynd
Elía, kona og barn borða

Konan gerði brauð fyrir Elía. Þá margfaldaðist olía hennar og hveiti! Nægur matur var til fyrir bæði Elía og fjölskyldu hennar í marga daga.

1. Konungabók 17:15–16

Ljósmynd
kona syrgir látið barn

Dag einn veiktist sonur konunnar og dó. Hún spurði Elía hvers vegna Drottinn myndi láta þetta gerast fyrir hana.

1. Konungabók 17:17–20

Ljósmynd
kona faðmar barn

Elía hafði prestdæmið. Hann blessaði son hennar og bað Drottin að leyfa honum að koma aftur til lífs. Barnið andaði aftur og konan vissi að Elía var spámaður Drottins.

1. Konungabók 17:21–24

Prenta