Scripture Stories
Jakob og Esaú


„Jakob og Esaú,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)

„Jakob og Esaú,“ Sögur úr Gamla testamentinu

1. Mósebók 25–27

Jakob og Esaú

Tveir bræður, einn frumburðarréttur

Ljósmynd
Esaú og Jakob við vinnu

Ísak og Rebekka áttu tvíburadrengi, Jakob og Esaú. Esaú var flinkur veiðimaður. Jakob lifði einföldu lífi og fylgdi Drottni.

1 Mósebók 25:20–28

Ljósmynd
Esaú og Ísak

Esaú fæddist á undan. Sá sem fyrstur fæddist hlaut yfirleitt frumburðarblessun frá föður sínum. Frumburðarrétturinn þýddi að hann yrði leiðtogi fjölskyldunnar og eignaðist meira land og fleiri dýr, til að sjá fyrir fjölskyldunni. Esaú hugsaði meira um sjálfan sig en fjölskyldu sína og óhlýðnaðist foreldrum sínum og Drottni.

1. Mósebók 25:25, 32; 26:34–35

Ljósmynd
Jakob gefur Esaú mat

Dag einn kom Esaú til baka úr veiðiferð. Hann var afar svangur og bað Jakob að gefa sér að borða. Drottinn vildi að Jakob fengi frumburðarréttinn, því Esaú var ekki verðugur hans. Jakob spurði hvort Esaú vildi skipta á frumburðarréttinum fyrir mat. Esaú samþykkti það og seldi frumburðarréttinn í hendur Jakobs.

1. Mósebók 25:23, 29–34; Hebreabréfið 11:20

Ljósmynd
Rebekka og Ísak

Rebekka og Ísak vildu allt það besta fyrir börnin sín. Þau voru döpur yfir því að Esaú hélt áfram að gera það sem hann sjálfur vildi, en ekki það sem Drottinn vildi.

1. Mósebók 26:34–35

Ljósmynd
Ísak talar við Esaú

Ísak varð gamall og blindur. Áður en hann lést bað hann Esaú að veiða fyrir sig dýr og matreiða það, til að borða og njóta.

1. Mósebók 27:1–4

Ljósmynd
Rebekka fylgist með Esaú

Rebekka vissi að tíminn var kominn fyrir Ísak að veita frumburðarblessunina.

1. Mósebók 27:5

Ljósmynd
Rebekka talar við Jakob

Rebekka bað Jakob að sækja tvö dýr, svo hann gæti útbúið mat áður en Esaú sneri aftur. Þá myndi Jakob hljóta blessunina.

1. Mósebók 27:6–17

Ljósmynd
Ísak veitir Jakob blessun

Jakob klæddi sig upp sem Esaú og færði föður sínum máltíðina. Ísak veitti Jakobi frumburðarblessunina. Þegar Esaú kom til baka var hann mjög reiður við Jakob. Frumburðarrétturinn fór samt til Jakobs af því að hann hélt boðorð Drottins, en Esaú ekki.

1. Mósebók 27:18–29

Prenta