Sögur úr ritningunum
Fjölskylda Adams og Evu


„Fjölskylda Adams og Evu,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)

„Fjölskylda Adams og Evu,“ Sögur úr Gamla testamentinu

1. Mósebók 4; HDP Móse 5–6

Fjölskylda Adams og Evu

Velja að fylgja Drottni

Adam og Eva og fjölskylda

Eftir að Adam og Eva höfðu yfirgefið Edensgarðinn, héldu þau áfram að læra um áætlun himnesks föður fyrir þau á jörðu. Þau áttu mörg börn og kenndu þeim allt sem þau vissu um Drottin. Sum barna Adams og Evu völdu að hlýða Drottni. Önnur völdu þó að gera það ekki.

HDP Móse 5:1–12; 6:15

Adam og Eva með börnum, Adam skrifar ritningar

Fjölskylda Adams og Evu hélt minningarbók. Þau skrifuðu fjölskyldusögu sína í bókina. Þau skrifuðu um það hvernig Drottinn hjálpaði þeim.

HDP Móse 6:5–6

Kain og Abel

Kain og Abel voru tveir af sonum Adams og Evu. Abel elskaði Drottin og valdi að fylgja honum. Kain hlýddi ekki Drottni. Hann valdi að fara gegn honum.

1. Mósebók 4:1–16

maður horfir á borg

Það fjölgaði stöðugt í fjölskyldu Adams og Evu. Margir fæddust og komu í heiminn. Öllum var frjálst að velja að eigin vilja. Með tímanum sneru margir frá boðorðum Drottins. Drottinn sendi spámenn til að kenna fólkinu iðrun.

1. Mósebók 4:25–26; HDP Móse 5:13; 6:23