Sögur úr ritningunum
Davíð og Golíat


„Davíð og Golíat,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)

„Davíð og Golíat,“ Sögur úr Gamla testamentinu

1. Samúelsbók 17

Davíð og Golíat

Andspænis risavaxinni áskorun

Golíat

Filistear voru að ráðast á Ísraelsmenn. Á hverjum morgni skoraði risavaxinn Filistei Ísraelsmenn á hólm, en hann hét Golíat. Golíat var stærri og hávaxnari en nokkur annar og hann var ofsafenginn. Hann bar mikil herklæði, sverð, spjót og stóran skjöld. Enginn þorði að berjast við hann.

1. Samúelsbók 17:1–11

her Ísraels borðar

Davíð var ungur smaladrengur sem trúði á Drottin. Eldri bræður hans voru hermenn í her Ísraels. Dag einn færði Davíð bræðrum sínum mat. Þegar hann kom að búðum hersins, þá heyrði hann áskorun Golíats.

1. Samúelsbók 17:20–23

David talar við hermenn

Davíð spurði hvers vegna enginn verndaði Ísrael. Bræður hans urðu reiðir og sögðu honum að fara og annast kindurnar. Davíð vissi samt að Drottinn myndi vernda Ísrael.

1. Samúelsbók 17:24–30

Davíð talar við Sál konung

Sál konungur vissi um trú Davíðs, því bað hann um að hitta hann. Davíð sagði Sál að hann væri ekki hræddur við að berjast við Golíat. Davíð sagði honum að eitt sinn, þegar hann gætti kindanna, hefði hann drepið bæði ljón og björn. Drottinn verndaði hann þá og Davíð vissi að Drottinn myndi vernda hann nú.

1. Samúelsbók 17:31–37

Davíð mátar herklæði

Sál gaf Davíð herklæði sín. Þau pössuðu ekki, því fór Davíð úr þeim. Hann ákvað að berjast án herklæða.

1. Samúelsbók 17:38–39

David heldur á steinum

Davíð tók fimm hála steina og setti þá í tösku. Hann tók slöngvu sína og staf og fór til að kljást við Golíat.

1. Samúelsbók 17:40

David talar við Golíat

Þegar Golíat sá Davíð, hrópaði hann og gerði grín að honum. Hann sagði smaladreng ekki geta sigrað sig. Davíð hrópaði til baka að hann treysti Drottni til að vernda sig. Davíð sagði að hann myndi fella Golíat til að sýna mikilleika Drottins.

1. Samúelsbók 17:42–47

Davíð berst við Golíat

David hljóp í áttina að Golíat. Af fimi kastaði hann steini með slöngvunni sinni. Steinninn hæfði Golíat í ennið og maðurinn risavaxni féll til jarðar. Drottinn hjálpaði Davíð að sigrast á Golíat án sverðs eða herklæða.

1. Samúelsbók 17:48–50

Davíð og skrokkur Golíats

Þegar Filistear sáu að Golíat væri dáinn, þá flúðu þeir hræddir. Ísraelsmenn unnu orrustuna. Davíð treysti Drottni og Drottinn verndaði Ísrael.

1. Samúelsbók 17:51–53