„Spámaðurinn Elísa,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)
„Spámaðurinn Elísa,“ Sögur úr Gamla testamentinu
2. Konungabók 2; 4
Spámaðurinn Elísa
Kraftaverk Drottins
Drottinn hafði með spámanninum Elía undirbúið Elísa til að verða næsta spámann. Þá tók Drottinn Elía upp til himins.
Drottinn hjálpaði Elísa að framkvæma mörg kraftaverk. Eitt sinn blessaði Elísa fátæka konu, svo olía hennar fyllti margar krukkur. Konan seldi olíuna síðan til að greiða skuldir sínar.
Í annað skipti þjónaði trúföst kona Elísa og var mjög vingjarnleg við hann. Elísa spurði hvað hann gæti gert til að þjóna henni. Hún vonaðist til þess að eignast barn. Elísa blessaði hana og eiginmann hennar svo að þau eignuðust son.
Eftir nokkur ár veiktist sonurinn og dó. Konan fór og leitaði að Elísa, því hún trúði því að hann gæti bjargað syni hennar. Elísa kom og blessaði drenginn og hann lifði á ný. Drottinn hjálpaði Elísa að framkvæma mörg kraftaverk. Hann var mikill spámaður Drottins.