„Ungbarnið Móse,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)
„Ungbarnið Móse,“ Sögur úr Gamla testamentinu
2. Mósebók 1–2
Ungbarnið Móse
Verndun framtíðarleiðtoga Ísraelsþjóðar
Fjölskylda Jakobs varð að mikilli þjóð í Egyptalandi. Hún var kölluð Ísraelsþjóð. Faraó, konungur Egyptalands, var hræddur um að dag einn yrðu Ísraelsmenn of margir og að þeir tækju yfir Egyptaland, því gerði hann þá að þrælum.
Faraó fyrirskipaði að allir nýfæddir drengir Ísraelsþjóðar skyldu sviptir lífi. Ísraelsmenn voru afar hræddir.
Móðir nokkur, sem var Ísraelsættar og hét Jókebed, fann leið til að bjarga nýfæddum syni sínum. Hún setti ungbarnið í körfu og faldi körfuna í háu sefi hjá Nílarfljóti. Systir ungbarnsins, Mirjam, vakti yfir honum til að vernda hann.
Þegar dóttir faraós baðaði sig í fljótinu, þá uppgötvaði hún körfuna. Hún sá ósjálfbjarga ísraelskt ungbarn gráta og vildi ala það upp sem sitt eigið. Mirjam fór til dóttur faraós og spurði hvort hún gæti komið með konu af Ísraelsætt til að annast barnið.
Mirjam kom með móður sína, Jókebed, til dóttur faraós. Dóttir faraós samþykkti að greiða Jókebed fyrir að annast barnið.
Ísraelska barnið óx og dafnaði. Dóttir faraós ól hann upp sem sinn eigin son. Hún gaf honum nafnið Móse.