Scripture Stories
Um Gamla testamentið


„Um Gamla testamentið,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)

„Um Gamla testamentið,“ Sögur úr Gamla testamentinu

Um Gamla testamentið

Loforð Himnesks föður til barna sinna fyrir löngu síðan

Ljósmynd
mynd af lífinu í fortilverunni

Gamla testamentið er fyrri hluti hinnar helgu Biblíu. Þessi ritning var rituð fyrir löngu síðan, jafnvel áður en Jesús Kristur fæddist. Í henni eru frásagnir sem geta styrkt trú okkar á hann. Hún kennir að hver einstaklingur á jörðu tilheyrir fjölskyldu himnesks föður og að hann elskar börn sín.

5. Mósebók 7:7–9; Jesaja 45:10–12

Ljósmynd
Adam og Eva í garðinum

Í Gamla testamentinu er Jesús Kristur kallaður Jehóva og Drottinn. Hann fylgir fyrirmælum himnesks föður. Allt frá tíma Adams og Evu, hefur himneskur faðir sent Drottin Jesú Krist til að tala til spámanna sinna. Himneskur faðir sendir heilagan anda til að við getum vitað að orð spámanns eru sönn.

2. Mósebók 6:2–3; 2. Kroníkubók 20:20; Amos 3:7; 2. Pétursbréf 1:21; HDP Móse 2:1

Ljósmynd
Niðjar Adams

Drottinn lofaði spámanninum Abraham og eiginkonu hans, Söru, að afkomendum þeirra myndi fjölga og þeir blessa alla jörðina. Jakob, barnabarn þeirra, átti fjölmenna fjölskyldu sem varð að þjóð. Hún var kölluð Ísraelsþjóð eða Ísraelsmenn. Spámenn kenndu henni að vænta þess að Jesús Kristur kæmi.

1. Mósebók 15:5–6; 17:1–8; 5. Mósebók 18:15; Jesaja 7:14

Ljósmynd
fólk horfir á regnboga

Margar frásagnir í Gamla testamentinu segja frá því hvernig Drottinn efndi loforð sín við Ísraelsmenn.

1. Mósebók 9:13–17; Jeremía 11:4–5; Hebreabréfið 11:1–35

Ljósmynd
Móse sýnir fólki stöng

Drottinn liðsinnti Ísraelsmönnum þegar þeir hlustuðu á spámennina. Hann gat ekki liðsinnt þeim þegar þeir óhlýðnuðust.

5. Mósebók 11:26–28; Jobsbók 36:11–12

Ljósmynd
börn lesa ritningarnar

Þið eruð hluti af fjölskyldu himnesks föður. Himneskur faðir er gæskuríkur og elskar ykkur. Hann hefur áætlun fyrir ykkur. Vegna Jesú Krists, getið þið dvalið að nýju hjá himneskum föður. Þið getið, á sama hátt og Ísraelsmönnum var kennt það, valið að trúa á Drottin og halda boðorð hans.

2. Mósebók 15:2; 5. Mósebók 4:31; 5:10; HDP Móse 1:39

Prenta