Scripture Stories
Rut og Naomí


„Rut og Naomí,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)

„Rut og Naomí,“ Sögur úr Gamla testamentinu

Rutarbók 1–4

Rut og Naomí

Standa af sér prófraunir með elsku og hollustu

Ljósmynd
Naomí og fjölskylda á gangi í borg

Naomí og fjölskylda hennar fluttust til Móab vegna þess að ekki var til nægur matur í Júda. Þá lést eiginmaður Naomí. Synir Naomí giftust konum frá Móab sem hétu Orpa og Rut. Þeir önnuðust Naomí í 10 ár.

Rutarbók 1:1–4

Ljósmynd
Orpa, Rut og Naomí faðmast

Þá létust eiginmenn Orpu og Rutar. Nú voru konurnar einar. Naomí gat ekki séð Rut og Orpu fyrir mat.

Rutarbók 1:5, 8–10

Ljósmynd
Rut og Naomí ferðast á úlfalda

Orpa sneri aftur heim. Rut vildi vera áfram og annast Naomí. Rut og Naomí heyrðu að land Júda hefði aftur uppskeru, þær ferðuðust því þangað.

Rutarbók 1:16–19

Ljósmynd
Rut safnar saman korni

Rut og Naomí komu til Júda á uppskerutímanum. Þeim vantaði mat. Ættingi Naomí sem hét Bóas átti akra í Júda. Hann leyfði Rut að tína kornin sem afgangs voru á ökrum hans. Það var erfiðisvinna.

Rutarbók 1:22; 2:3

Ljósmynd
Bóas talar við Rut

Bóas bar virðingu fyrir Rut af því að hún lagði hart að sér og var holl Naomí og Drottni. Hann sagði þjónum sínum að skilja meira korn eftir á akrinum fyrir Rut.

Rutarbók 2:5–17

Ljósmynd
Rut og Naomí

Naomí óskaði Rut að eiga fjölskyldu. Hún hvatti Rut til að giftast Bóasi. Rut vissi að ef hún og Bóas giftust, þá gætu þau annast Naomí í sameiningu.

Rutarbók 3:1–2; 4:15

Ljósmynd
Rut og Bóas

Rut ákvað að biðja Bóas að giftast sér. Bóas vissi að Rut var holl og dyggðug kona. Hann samþykkti það.

Rutarbók 3:3–18; 4:13

Ljósmynd
Rut, Bóas og ungbarn

Rut og Bóas giftust. Brátt eignaðist Rut lítinn dreng. Hann varð afi Davíðs, sem varð konungur á komandi tíma. Mörgum árum síðar fæddist Jesús Kristur í þessa ætt.

Rutarbók 4:13–17

Prenta