Scripture Stories
Nói og fjölskylda hans


„Nói og fjölskylda hans,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)

„Nói og fjölskylda hans,“ Sögur úr Gamla testamentinu

1. Mósebók 6–9; HDP Móse 8

Nói og fjölskylda hans

Örk, flóð og loforð Drottins

Ljósmynd
Nói fylgist með fólki

Nói og fjölskylda hans hlýddu Drottni. Allir aðrir voru afar ranglátir. Drottinn sagði Nóa frá flóði sem myndi sökkva jörðinni á kaf, ef fólkið iðraðist ekki.

1. Mósebók 6:5–13; HDP Móse 8:13–17

Ljósmynd
Nói kennir fólki

Nói kenndi fólkinu að Drottinn elskaði það og vildi að það iðraðist og hefði trú á Jesú Krist. Það hlustaði ekki.

HDP Móse 8:19–30

Ljósmynd
Nói og fjölskylda hans byggja örk

Nói var dapur yfir því að fólkið vildi ekki iðrast. Drottinn bauð Nóa að byggja stórt skip sem kallast örk. Örkin myndi veita fjölskyldu Nóa öryggi á meðan flóðinu varði.

1. Mósebók 6:14–18; HDP Móse 8:25

Ljósmynd
dýr ganga inn í örk

Fjölskylda Nóa hafði matföng með sér í örkinni. Drottinn sendi að minnsta kosti tvö dýr af öllum tegundum til Nóa. Dýrin fóru inn í örkina og sjö dögum síðar byrjaði að rigna.

1. Mósebók 18–22; 7:1–9

Ljósmynd
örk flýtur á sjónum

Það rigndi í 40 daga og 40 nætur, alveg eins og Drottinn hafði varað við. Flóðið sökkti jörðinni á kaf.

1. Mósebók 7:6–23

Ljósmynd
Nói og fjölskylda

Fjölskylda Nóa og öll dýrin í örkinni flutu örugglega á vatninu.

1. Mósebók 7:24; 8:1–3

Ljósmynd
Nói, fjölskylda og dýr á landi

Þegar flóðinu lauk, lenti örkin á þurri jörð. Nói og fjölskylda hans byggðu altari til að tilbiðja Drottin og þakka honum fyrir að vernda þau. Drottinn lofaði að sökkva jörðinni aldrei á kaf aftur. Hann sendi regnboga sem áminningu um loforð sitt.

1. Mósebók 13–22; 9:8–17

Prenta