Sögur úr ritningunum
Spámaðurinn Enok


„Spámaðurinn Enok,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)

„Spámaðurinn Enok,“ Sögur úr Gamla testamentinu

1. Mósebók 5; HDP Móse 6–7

Spámaðurinn Enok

Hvernig trú á Drottin bjargaði heilli borg

Guð talar við Enoks

Drottinn Jesús Kristur bað Enok að segja fólkinu að iðrast. Enok fannst hann ekki geta talað nógu vel. Hann var hræddur um að fólkið myndi ekki hlusta á sig.

1. Mósebók 5:22; HDP Móse 6:26–31

fólk hæðist að Enok

Drottinn lofaði að styrkja og vernda Enok, jafnvel þótt einhverjum skyldi ekki líka það sem Enok kenndi.

HDP Móse 6:32–39

Enok kennir fólki

Loforð Drottins veitti Enok hugrekki. Enok hlýddi Drottni og kenndi fólkinu af mætti. Hann kenndi um Jesú Krist, iðrun, skírn og heilagan anda. Sumir trúðu Enok og vildu fylgja Drottni.

HDP Móse 6:47–68

Enok skírir konu

Enok hafði valdsumboð frá Guði til að skíra. Allt fólkið sem trúði Enok lét skírast og komst nær Drottni. Fólkið sá hvert fyrir öðru og enginn var fátækur. Þeim var gefið nafnið Síon, því þau bjuggu saman í kærleika og réttlæti.

HDP Móse 7:10–20

líf, dauði og upprisa Jesú

Dag einn sýndi Drottinn Enok sýn um allt sem átti eftir að gerast á jörðinni. Enok sá líf, dauða og upprisu Jesú Krists. Enok komst að því að fagnaðarerindið yrði endurreist á síðustu dögum. Hann sá líka síðari komu Jesú.

HDP Móse 7:21–67

Guð talar við fólk Síonar

Að lokum trúðu allir íbúar Síonarborgar Enok og iðruðust. Vegna þess að fólkið hafði séð fyrir hvert öðru og lifað friðsamlega tók Drottinn það til sín til að búa með sér.

1. Mósebók 5:24; HDP Móse 7:18, 21, 68–69