Sögur úr ritningunum
Jósef í Egyptalandi


„Jósef í Egyptalandi,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)

„Jósef í Egyptalandi,“ Sögur úr Gamla testamentinu

1. Mósebók 39–41

Jósef í Egyptalandi

Þræll varð leiðtogi

Jósef seldur Pótifar

Jósef var seldur í ánauð manni að nafni Pótifar. Pótífar starfaði fyrir Faraó, konung Egypta. Pótifar fékk séð að Drottinn liðsinnti Jósef. Hann treysti Jósef og setti hann yfir hús sitt og allar eigur sínar.

1. Mósebók 39:1–6

Jósef neitar eiginkonu Pótifars

Eiginkona Pótifars var hrifin af Jósef. Hún vildi fá hann til að brjóta boðorð Drottins með sér. Jósef neitaði henni um það.

1. Mósebók 39:7–10

Jósef hleypur frá eiginkonu Pótifars

Eiginkona Pótifars vildi ekki hlusta á Jósef, svo Jósef yfirgaf hana í snatri. Hún reiddist Jósef.

1. Mósebók 39:11–12

Eiginkona Pótifars á tali við Pótifar

Hún sýndi Pótifar hluta af klæðum Jósefs. Hún laug að Pótifar um Jósef. Pótifar setti Jósef í fangelsi.

1. Mósebók 39:13–20

Jósef í fangelsi

Jósef hafði verið aðskilinn frá fjölskyldu sinni. Hann hafði orðið þræll og var nú fangi. Drottinn kom Jósef þó enn til bjargar. Jósef gafst ekki upp. Drottinn blessaði fangavörðinn með því að sjá gæsku Jósefs. Vörðurinn tók að treysta honum, svo hann setti Jósef yfir hina fangana.

1. Mósebók 39:21

Jósef túlkar drauma fanga

Jósef hitti tvo fanga, yfirþjón og bakara, sem höfðu starfað fyrir Faraó. Báðum hafði þeim dreymt undarlega. Með liðsinni Drottins, útskýrði Jósef merkingu draumanna. Draumur þjónsins merkti að hann yrði frjáls. Þremur dögum síðar var hann leystur úr haldi til að starfa aftur fyrir Faraó.

1. Mósebók 39:22–23; 40:1–21

Faraó í uppnámi

Dag einn var Faraó í uppnámi vegna drauma sinna. Enginn gat sagt honum merkingu þeirra.

1. Mósebók 41:1–8

yfirþjónn ræðir við Faraó

Yfirþjónninn mundi þá eftir að Jósef gæti ráðið drauma.

1. Mósebók 41:9–13

Jósef túlkar drauma Faraós

Jósef var færður úr fangelsi til að útskýra drauma Faraós. Jósef sagði merkingu draumanna vera að Egyptaland myndi hafa gnægð matar í sjö ár og síðan afar lítinn mat og upplifa hungursneið í sjö ár. Jósef sagði Faraó að Egyptar ættu að taka frá auka vistir í þessu sjö ára góðæri.

1. Mósebók 41:14–36

Jósef sýnir Faraó forðabúrið

Faraó vissi að það sem Jósef sagði um draum hans var satt. Hann leysti Jósef úr fangelsi og gerði hann að miklum leiðtoga í Egyptalandi. Í sjö ár hjálpaði Jósef Egyptalandi að geyma auka vistir.

1. Mósebók 41:37–53

fólk ferðast í Egyptalandi

Þá skall á hungursneið. Á þeim tíma gat enginn ræktað matvæli. Fólk ferðaðist til Egyptalands til að kaupa þær vistir sem Jósef hafði sett í geymslu. Vegna Jósefs, varðveittu Egyptar nægan mat til að þeir og aðrir lifðu af hungursneiðina.

1. Mósebók 41:54–57