Sögur úr ritningunum
Daníel og ljónagryfjan


„Daníel og ljónagryfjan,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)

„Daníel og ljónagryfjan,“ Sögur úr Gamla testamentinu

Daníel 6

Daníel og ljónagryfjan

Hugrekki eins manns til að biðja

Daníel talar við konung

Daríus varð þjóðhöfðingi yfir Babýlon. Hann hafði dálæti á Daníel og vildi gera hann að leiðtoga yfir öllu konungsríkinu. Sumir af vitringum konungsins voru afbrýðisamir.

Daníel 6:1–5

vitringar leggja á ráðin

Vitringarnir vissu að Daníel bæði til Guðs, svo þeir plötuðu konunginn til þess að gefa út ný lög. Hverjum þeim sem bæði til Guðs yrði varpað í ljónagryfju.

Daniel 6:6–10

Daníel biðst fyrir

Daníel kaus að biðja til Guðs þrátt fyrir þetta. Vitringar konungs sáu Daníel biðja og sögðu konungi að Daníel hefði brotið lögin. Konungurinn áttaði sig á því að vitringarnir höfðu platað hann. Hann reyndi að finna leið til að bjarga Daníel, en konungurinn þurfti að fylgja eigin lögum.

Daníel 6:11–16

Daníel í ljónagryfju

Daníel var varpað í ljónagryfjuna. Konungurinn vakti alla nóttina og fastaði fyrir því að Daníel yrði verndaður.

Daníel 6:17–19

konungur horfir á Daníel í ljónagryfju

Snemma næsta morgun flýtti konungurinn sér að ljónagryfjunni. Hann hrópaði til Daníels til að gá hvort hann væri enn á lífi. Daníel hrópaði til baka! Hann sagði konungi að Guð hafi sent engil til að loka gini ljónanna. Ljónin höfðu ekki skaðað hann.

Daniel 6:20–24

konungur faðmar Daníel

Konungurinn var glaður að Daníel var hólpinn. Hann refsaði vitringunum sem plötuðu hann og batt enda á lögin. Hann fræddi konungsríki sitt um mátt og gæsku Guðs.

Daníel 6:24–28