„Spámaðurinn Samúel,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)
„Spámaðurinn Samúel,“ Sögur úr Gamla testamentinu
1. Samúelsbók 2–3
Spámaðurinn Samúel
Drengur kallaður af Drottni
Í langan tíma var enginn spámaður Drottins Ísraelsmönnum til leiðsagnar. Þess í stað voru í mörg ár dómarar við völd í Ísrael. Á þessum tíma kom Hanna með ungan son sinn, Samúel, til að búa hjá Elí, presti og dómara í Ísrael. Samúel hjálpaði Elí í musterinu.
1. Samúelsbók 2:11, 18, 26; 3:1
Tveir synir Elí þjónuðu líka í musterinu, en þeir stálu fórnunum sem voru fyrir Drottin. Sumir kvörtuðu við Elí, en Elí refsaði þeim ekki.
Kvöld eitt heyrði Samúel rödd kalla á sig. Samúel hélt að það væri Elí, svo hann fór til hans, en Elí hafði ekki kallað á hann. Elí sagði Samúel að fara aftur í rúmið.
Samúel heyrði röddina kalla á hann öðru sinni. Hann fór til Elí og spurði hvað hann vildi, en Elí hafði ekki kallað á hann. Elí sagði Samúel að fara í rúmið.
Samúel heyrði röddina kalla á hann í þriðja sinn. Hann fór aftur til Elí og spurði hvað hann vildi. Í þetta sinn vissi Elí að það var Drottinn sem talaði til Samúels. Elí sagði Samúel að fara aftur í rúmið. Elí sagði að ef Drottinn kallaði aftur, þá skyldi Samúel hlusta.
Samúel heyrði röddina kalla á hann aftur. Í þetta skipti bað Samúel Drottin að tala og sagðist munu hlusta. Drottinn sagði Samúel að það væri rangt af Elí að láta rangláta syni sína þjóna í musterinu. Fjölskylda Elís mætti ekki þjóna þar lengur.
Næsta dag spurði Elí Samúel hvað Drottinn hafði sagt. Samúel sagði honum frá því. Elí vissi að Drottinn talaði í gegnum Samúel.
Fréttirnar bárust um land Ísraels. Fólkið vissi að Drottinn hafði útvalið Samúel sem spámann sinn.