„Ísraelsmenn í eyðimörkinni,“ Sögur úr Gamla testamentinu (2022)
„Ísraelsmenn í eyðimörkinni,“ Sögur úr Gamla testamentinu
Ísraelsmenn í eyðimörkinni
Lært að reiða sig á Drottin
Stuttu eftir að Ísraelsmenn fóru frá Egyptalandi, tóku þeir að mögla yfir því að þeir hefðu ekki nægan mat. Þeir sögðu betra að vera í ánauð í Egyptalandi, heldur en að verða hungurmorða í eyðimörkinni.
Drottinn lét brauð rigna daglega frá himni svo þeir gætu tínt það upp, til að kenna Ísraelsmönnum að treysta sér. Þeir kölluðu brauðið manna. Það var eins og hunang á bragðið. Drottinn sendi ekki manna á hvíldardegi, sjöunda degi vikunnar. Hann bauð þeim því að safna saman nægilega miklu manna á sjötta degi fyrir tvo daga.
Um tíma sendi Drottinn líka kornhænur sem Ísraelsmenn gátu etið. Þeir tíndu upp manna að morgni og söfnuðu saman kornhænum á kvöldin. Drottinn vildi að Ísraelsmenn lærðu að treysta sér. Á þennan hátt ól hann önn fyrir þeim í eyðimörkinni.