„3.–9. janúar. 1. Mósebók 1–2; HDP Móse 2–3; Abraham 4–5: ‚Í upphafi skapaði Guð himin og jörð,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)
„3.–9. Janúar. 1. Mósebók 1–2; HDP Móse 2–3; Abraham 4–5,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022
3.–9. janúar
1. Mósebók 1–2; HDP Móse 2–3; Abraham 4–5
„Í upphafi skapaði Guð himin og jörð“
Þótt þið hafið lesið ykkur til um sköpunina, er ávallt hægt að læra meira af ritningunum. Biðjið um aðstoð og leiðsögn heilags anda við að finna nýjan skilning.
Skráið hughrif ykkar
Vegna fegurðar og mikilfengleika heimsins umhverfis okkur er erfitt að ímynda sér jörðina þegar hún var „[ómótuð og] auð og tóm“ (1. Mósebók 1:2; Abraham 4:2). Eitt af því sem við lærum af sköpunarsögunni er að Guð getur unnið stórbrotna hluti úr hinu óskipulagða. Þetta er gagnlegt að muna þegar lífið virðist óreiðukennt. Himneskur faðir og Jesús Kristur eru skaparar og sköpunarverki þeirra meðal okkar er ekki lokið. Þeir geta látið ljós skína á dimmum stundum í lífi okkar. Þeir geta mótað fastan jarðveg í ólgusjó lífsins. Þeir ráða yfir náttúruöflunum og ef við hlýðum orði þeirra líkt og náttúruöflin, geta þeir umbreytt okkur í það fallega sköpunarverk sem okkur var ætlað að vera. Þetta er hluti merkingarinnar að vera sköpuð eftir mynd Guðs, að vera eftirmynd hans (sjá 1. Mósebók 1:26). Við eigum möguleika á því að verða eins og hann: Upphafnar, dýrðlegar, himneskar verur.
Til að fá yfirlit yfir 1. Mósebók, sjá þá „Genesis (Fyrsta Mósebók)“ í Leiðarvísi að ritningunum.
Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi
1. Mósebók 1:1–25; HDP Móse 2:1–25; Abraham 4:1–25
Jesús Kristur skapaði jörðina undir handleiðslu himnesks föður.
Öldungur D. Todd Christofferson, sagði: „Hver sem nákvæm framvinda þeirrar sköpunar var, þá vitum við að hún hefur ekkert með tilviljun að gera, heldur að hún var útfærð af Guði föðurnum og framkvæmd af Jesú Kristi“ („Af hverju hjónaband og fjölskylda,“ aðalráðstefna, apríl 2015). Þrátt fyrir að hafa afar takmarkaða vitneskju um hvernig heimurinn var skapaður nákvæmlega, ættum við að íhuga það sem við lærum um sköpunina út frá því sem Guð hefur opinberað í 1. Mósebók 1:1–25; HDP Móse 2:1–25 og Abraham 4:1–25. Hvað sjáið þið sameiginlegt í öllum þessum frásögnum? Hvað sjáið þið frábrugðið? Hvaða hugsanir hafið þið um himneskan föður og Jesú Krist, við lesturinn um sköpunina?
Sjá einnig Kenningu og sáttmála 101:32–34.
1. Mósebók 1:27–28; 2:18–25; HDP Móse 3:18, 21–25; Abraham 5:14–19
Hjónaband milli karls og konu er vígt af Guði.
„Adam og Eva sameinuðust í hjónabandi um tíma og alla eilífð, með valdi [hins] ævarandi prestdæmis“ (Russell M. Nelson, „Lessons from Eve [Lexíur frá Evu],“ Ensign, nóv. 1987, 87). Hvers vegna er sannleikurinn ykkur mikilvægur? Íhugið þetta þegar þið lesið 1. Mósebók 1:27–28; 2:18–25; HDP Móse 3:18, 21–25 og Abraham 5:14–19. Lesið og íhugið neðangreind úrræði, ef þið viljið læra meira um hjónabandið í áætlun Guðs. Á hvaða hátt hvetja úrræðin ykkur til að bæta hjónabandið eða til að búa ykkur undir hjónaband í framtíðinni?
Sjá einnig Matteus 19:4–6; 1. Korintubréf 11:11; Linda K. Burton, „Við munum stíga upp saman,“ aðalráðstefna, apríl 2015; „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins,“ ChurchofJesusChrist.org/languages/isl/pdf?lang=isl.
1. Mósebók 2:2–3; HDP Móse 3:2–3; Abraham 5:2–3
Guð blessaði og helgaði hvíldardaginn.
Guð gerði hvíldardaginn heilagan og býður okkur að halda hann heilagan. Öldungur David A. Bednar kenndi: „Hvíldardagurinn er tími Guðs, helgur tími, ætlaður sérstaklega til að vegsama Guð og minnast hinna dýrmætu og háleitu fyrirheita til barna hans“ („Hin dýrmætu og háleitu fyrirheit,“ aðalráðstefna, október 2017). Hvernig gætuð þið nýtt ykkur þessa yfirlýsingu og 1. Mósebók 2:2–3; HDP Móse 3:2–3; eða Abraham 5:2–3, til að útskýra fyrir einhverjum hvers vegna þið kjósið að heiðra hvíldardaginn? Hvernig hefur Drottinn blessað ykkur fyrir að halda dag hans heilagan?
Sjá einnig Jesaja 58:13–14; Kenningu og sáttmála 59:9–13; „The Sabbath Is a Delight [Hvíldardagurinn er feginsdagur]“ (myndband), ChurchofJesusChrist.org.
Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar
-
1. Mósebók 1:1–25; HDP Móse 2:1–25; Abraham 4:1–25.Hvernig getið þið gert námið um sköpunina skemmtilegt fyrir fjölskylduna? Þið gætuð farið með fjölskylduna í skoðunarferð og leitað hluta sem skapaðir voru á hverju tímabili sköpunarsögunnar, eins og stjörnum, trjám og dýrum. Þið gætuð líka sýnt myndir af hlutum sköpuðum á hverju tímabilanna og boðið fjölskyldumeðlimum að raða myndunum í rétta röð eftir að hafa lesið saman eina frásagna sköpunarinnar. Hvað kenna þessi sköpunarverk okkur um himneskan föður og Jesú Krist?
-
1. Mósebók 1; HDP Móse 2; Abraham 4.Ein leið til að nálgast sköpunarsöguna er að biðja fjölskylduna að komast að því hversu oft, í 1. Mósebók eða HDP Móse 2, Guð hafi kallað þá hluti sem hann skapaði „góða.“ Hvað gefur þetta til kynna um hvernig okkur ber að koma fram við sköpunarverk Guðs – okkur sjálf, þar á meðal? Hvað lærum við af orðalagi atburðanna í Abraham 4?
-
1. Mósebók 1:26–27; HDP Móse 2:26–27; Abraham 4:26–27.Af hverju er vitneskjan um sköpun okkar í Guðs mynd mikilvæg? Hvernig hefur hún áhrif á tilfinningar okkar gagnvart sjálfum okkur, öðrum og Guði?
Ef þið eigið lítil börn, væri tilvalið að lesa HDP Móse 2:27 saman og leika einfaldan leik: Sýnið mynd sem sýnir himneskan föður og Jesú Krist, eins og mynd 90 í bókinni Trúarmyndir (2009) gerir, og skiptist á við að benda á líkamshluta himnesks föður og Jesú. Að því loknu gætu aðrir fjölskyldumeðlimir bent á sama líkamshluta á eigin líkama.
-
1. Mósebók 1:28; HDP Móse 2:28; Abraham 4:28.„Boðorð Guðs til barna hans um að margfaldast og uppfylla jörðina er enn í gildi“ („Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins,“ ChurchofJesusChrist.org/languages/isl/pdf?lang=isl). Fjölskyldumeðlimir gætu leikið hlutverkaleik um hvernig ætti að útskýra trú okkar varðandi þetta boðorð fyrir þeim sem ekki þekkja þennan sannleika eða þeim sem ekki trúa því sama.
-
1. Mósebók 1:28; HDP Móse 2:28; Abraham 4:28.Hvað gæti það þýtt að „[drottna] … yfir öllu lífi, sem hrærist á jörðu“? (sjá einnig Kenningu og sáttmála 59:16–21). Hvernig getur fjölskylda okkar uppfyllt skyldu okkar um að annast jörðina?
Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.
Tillaga að söng: „Himnafaðir elskar mig,“ Barnasöngbókin, 16.