Gamla testamentið 2022
6.–12. júní. Rutarbók; 1. Samúelsbók 1–3: „Hjarta mitt fagnar í Drottni“


„6.–12. júní. Rutarbók: 1. Samúelsbók 1–3: ‚Hjarta mitt fagnar í Drottni,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)

„6.–12. júní. Rutarbók; 1. Samúelsbók 1–3,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022

Ljósmynd
Rut og Naomí

Hvert sem þú fer, eftir Sandy Freckleton Gagon

6.–12. júní

Rutarbók; 1. Samúelsbók 1–3

„Hjarta mitt fagnar í Drottni“

Þegar þið lærið um Rut, Naomí, Hönnu og fleiri í þessari viku, hlustið þá vandlega á andann og skráið hughrifin sem berast. Hvað eruð þið hvött til að gera?

Skráið hughrif ykkar

Stundum finnst okkur að líf okkar eigi að vera eins og hindrunarlaus vegur frá upphafi til enda. Stysta leiðin á milli tveggja punkta er jú bein lína. Samt er lífið oft fyllt hindrunum og hjáleiðum sem leiða okkur í óvæntar áttir. Við gætum komist að því að líf okkar er öðruvísi en við höfðum vænst.

Rut og Hanna skildu þetta vissulega. Rut var ekki Ísraelíti en giftist einum slíkum og þegar eiginmaður hennar lést, þurfti hún að taka ákvörðun. Átti hún að fara aftur til fjölskyldu sinnar og taka upp sinn gamla lífshátt eða átti hún að meðtaka hina ísraelsku trú og vera áfram hjá tengdamóður sinni í hinum nýju heimkynnum? (sjá Rutarbók 1:4–18). Hanna vænti þess af lífinu að hún eignaðist börn og vangeta hennar til að gera það leiddi til þess að hún varð „full örvæntingar“ (sjá 1. Samúelsbók 1:1–10). Þegar þið lesið um Rut og Hönnu, íhugið þá trúna sem þær hljóta að hafa búið yfir til að fela Drottni líf sitt og fara sínar óvæntu leiðir. Þið gætuð þá hugsað um ykkar eigin lífsleið. Hún er ólík Rutar og Hönnu – öllum annarra. Þið getið þó í lífsins raunum og óvæntum hlutum, fram að eilífum ákvörðunarstað ykkar, lært að segja með Hönnu: „Hjarta mitt fagnar í Drottni“ (1. Samúelsbók 2:1).

Til að fá yfirlit Rutarbókar og 1. Samúelsbókar, sjá þá „Rutarbók“ og „Samúelsbók“ í Leiðarvísi að ritningunum.

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Rutarbók

Kristur megnar að breyta hörmungum í sigur.

Þegar eiginmaður Rutar lést hafði sú ógæfa alvarlegri afleiðingar í för með sér en ekkjur standa frammi fyrir á okkar tíma. Í menningu Ísraelsmanna á þessum tíma gat eiginkona ekkert tilkall gert til eigna án eiginmanns og sona og gat í raun engan veginn aflað sér viðurværis. Þegar þið lesið frásögnina um Rut, gætið þá að því hvernig Drottinn breytti harmi í miklar blessanir. Hverju takið þið eftir í fari Rutar sem gæti hafa hjálpað henni? Hvert var hlutverk Bóasar í því að leysa Rut úr örvæntingarástandi hennar? (sjá Rutarbók 4:4–7). Hvaða kristilega eiginleika sjáið þið í bæði Rut og Bóasi?

Rutarbók; 1. Samúelsbók 1

Ég get treyst því að Guð leiðbeini og liðsinni mér, burt séð frá aðstæðum mínum.

Getið þið séð ykkur sjálf í frásögnunum um Rut, Naomí og Hönnu. Ef til vill hefur missir ykkar verið mikill, líkt og Rutar og Naomí (sjá Rutarbók 1:1–5). Þið gætuð kannski þráð blessanir sem þið hafið enn ekki hlotið, líkt og Hanna gerði (sjá 1. Samúelsbók 1:1–10). Íhugið hvað þið getið lært af fordæmi þessara trúföstu kvenna. Hvernig sýndu Rut og Hanna trú á Guð? Hvaða blessanir hlutu þær? Hvernig getið þið fylgt fordæmi þeirra? Íhugið hvernig þið hafið „[leitað] verndar undir vængjum“ Drottins (Rutarbók 2:12) á erfiðum stundum lífsins.

Sjá einnig Reyna I. Aburto, „Og skjól mér veitir, Herra, dvel hjá mér!aðalráðstefna, október 2019.

Ljósmynd
Hanna og Samúel

Fyrir þessu barni bað ég, eftir Elspeth Young

1. Samúelsbók 2:1–-10

Hjarta mitt getur fagnað í Drottni.

Eftir að Hanna fór með Samúel í musterið, mælti hún dásamleg lofgjörðarorð til Drottins sem skráð eru í 1. Samúelsbók 2:1–10. Þessi orð verða jafnvel enn áhrifaríkari er þið áttið ykkur á að stuttu áður var hún „full örvæntingar … og grét sáran“ (1. Samúelsbók 1:10–11). Hvaða boðskap finnið þið, er þið lærið þessi vers, sem eykur ykkur tilfinningar þakklætis og lofgjörðar til Drottins? Ef til vill innblæs söngur Hönnu ykkur til að finna frumlega leið til að tjá Drottni þakklæti ykkar – með söng, málverki, þjónustu eða hverju því sem miðlar tilfinningum ykkar til hans.

Auðvitað er ekki öllum heitum bænum svarað á sama hátt og Hönnu. Hvað finnið þið í boðskap Dieters F. Uchtdorf forseta, „Þakklát í öllum aðstæðum,“ sem getur hjálpað ykkur þegar bænum ykkar er ekki svarað á þann hátt sem þið vonuðuð? (aðalráðstefna, apríl 2014.

1. Samúelsbók 3

Ég get heyrt og hlítt rödd Drottins.

Samúel þurfti, eins og við öll, að læra að þekkja rödd Drottins. Hvað lærið þið af þessum unga dreng er þið lærið 1. Samúelsbók 3 um að heyra og hlíta rödd Drottins? Hvaða upplifanir hafið þið haft af því að hlýða á rödd hans? Hvaða tækifæri hafið þið, líkt og Elí, til að hjálpa öðrum að skilja þegar Drottinn er að tala við þá? (sjá 1. Samúelsbók 3:7).

Sjá einnig Jóhannes 14:14–21; David P. Homer, „Hlusta á rödd hans,“ aðalráðstefna, apríl 2019.

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Rutarbók 1:16–18; 2:5–8, 11–12.Fjölskylda ykkar gæti leitað að fordæmum um gæsku og hollustu í þessum versum. Hvernig sýnum við fjölskyldu okkar og öðrum gæsku og Jesú Kristi hollustu? Kaflinn „Rut og Naomí“ (í Sögur úr Gamla testamentinu) gæti hjálpað fjölskyldu ykkar að læra af fordæmi Rutar.

1. Samúelsbók 1:15.Ef til vill gætuð þið tekið eitthvað úr þungu íláti til að hjálpa fjölskyldunni að sjá sjónrænt hvað Hanna átti við er hún sagði: „Ég hef aðeins létt á hjarta mínu fyrir Drottni.“ Af hverju er þetta góð leið til að lýsa því hvernig bænir okkar ættu að vera? Hvernig getum við bætt einkabænir og fjölskyldubænir okkar?

1. Samúelsbók 2:1–10.Lofgjörðarljóð Hönnu til Drottins gæti fengið ykkur til að hugsa um söngva sem þið lofsunguð Drottinn eitt sinn með. Þið gætuð sungið eitthvað af þeim saman. Fjölskylda ykkar gæti líka íhugað aðrar leiðir til að tjá tilfinningar sínar til Jesú Krists. Þau gætu t.d. teiknað myndir sem sýna ástæður þess að þau elska frelsara sinn.

1. Samúelsbók 3:1–11.Það gæti verið gaman að leika frásögnina um Drottin kalla á Samúel eða fjölskylda ykkar gæti horft á myndbandið „Samuel and Eli [Samúel og Elí]“ (ChurchofJesusChrist.org). Fjölskyldumeðlimir gætu rætt þær stundir þegar þeim hefur fundist Drottinn tala til þeirra og hvernig þeir brugðust við því.

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Nú er sólskin mér í sál í dag,” Sálmar, nr.87.

Bæta persónulegt nám

Látið andann leiða ykkur í náminu. Biðjið þess að heilagur andi muni leiða ykkur til þess sem þið þurfið að læra. Verið næm fyrir rödd andans, jafnvel þótt það leiði ykkur til þess að lesa efni sem þið áttuð ekki von á að lesa eða læra á annan hátt.

Ljósmynd
drengurinn Samúel í tjaldi

Myndskreyting af Samúel að hlýða á Drottin, eftir Sam Lawlor

Prenta