Gamla testamentið 2022
13.–19. júní. 1. Samúelsbók 8–10; 13; 15–18: „Þetta er stríð Drottins“


„13.–19. júní. 1. Samúelsbók 8–10; 13; 15–18: ‚Þetta er stríð Drottins,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)

„13.–19. júní. 1. Samúelsbók 8–10; 13; 15–18,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022

Davíð hinn ungi með slönguna

Davíð og Golíat, eftir Steve Nethercott

13.–19. júní

1. Samúel 8–10; 13; 15–18

„Þetta er stríð Drottins“

Ábendingarnar í þessum lexíudrögum geta hjálpað ykkur að þekkja sumar hinna mikilvægu reglna í þessum kapítulum. Þið gætuð fundið fleiri reglur við lærdóminn.

Skráið hughrif ykkar

Allt frá því að ættkvíslir Ísraelsmanna höfðu numið land í fyrirheitna landinu, höfðu Filistear stöðugt ógnað öryggi þeirra. Drottinn hafði áður ótal sinnum bjargað Ísraelsmönnum frá óvinum þeirra. Öldungarnir settu nú fram þessa kröfu: „Við viljum hafa konung … [sem] skal fara fyrir okkur og heyja stríð okkar“ (1. Samúelsbók 8:19–20). Drottinn lét undan og Sál varð smurður sem konungur. Þegar Sál hins vegar sá hinn ógnvekjandi risa Golíat hreyta áskorun sinni framan í Ísraelsher, þá varð hann „mjög [hræddur]“ – eins og aðrir í hersveitinni (1. Samúelsbók 17:11). Það var ekki Sál konungur sem bjargaði Ísrael dag þennan, heldur auðmjúkur drengur að nafni Davíð, sem ekki var í herklæðum, heldur íklæddur óhagganlegri trú á Drottin. Þessi orrusta gerði Ísraelsmönnum ljóst, og öllum þeim sem há andlegar orrustur, að „Drottinn frelsar ekki með sverði og spjóti“ og að „þetta er stríð Drottins“ (1. Samúelsbók 17:47).

táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

1. Samúelsbók 8

Jesús Kristur er konungur minn.

Þegar þið lesið 1. Samúelsbók 8, gætið þá að því hvað Drottni fannst um þá löngun Ísraelsmanna að hafa annan konung en hann sjálfan. Hver er merking þess að velja að láta Drottin „[ríkja yfir ykkur]“? (1. S Samúelsbók 8:7). Þið gætuð líka íhugað á hvaða hátt ykkar er freistað til að fylgja ranglátu fordæmi heimsins í stað þess að fylgja Drottni. Hvernig getið þið sýnt að þið viljið að Jesús Kristur sé eilífur konungur ykkar?

Sjá einnig Dómarabókin 8:22–23; Mósía 29:1–36; Neil L. Andersen, „Sigrast á heiminum,“ aðalráðstefna, apríl 2017.

1. Samúelsbók 9:15–17; 10:1–12; 16:1–13

Guð kallar fólk til að þjóna í ríki hans með spádómi.

Guð valdi Sál og Davíð til að verða konungar með spádómi og opinberun (sjá 1. Samúelsbók 9:15–17; 10:1–12; 16:1–13). Þannig kallar hann líka karla og konur á okkar tíma til að þjóna í kirkju sinni. Hvað lærið þið af þessum frásögnum um merkingu þess að „vera kallaður af Guði með spádómi“? (Trúaratriðin 1:5). Hvaða blessanir hljótast af því að vera kallaður og settur í embætti af réttmætum þjónum Drottins?

Samúel smyr Sál

Myndskreyting af Samúel að smyrja Sál, © Lifeway Collection/með leyfi goodsalt.com

1. Samúelsbók 13:5–14; 15

„Hlýðni er betri en fórn.“

Þótt Sál hefði verið hávaxinn, fannst honum hann sjálfur vera „smár“ þegar hann varð konungur (1. Samúelsbók 15:17). Þegar hann hins vegar var blessaður með velgengni, tók hann að treysta sjálfum sér meira og Drottni minna. Hvaða vísbendingar sjáið þið um þetta í 1. Samúelsbók 13:5–14; 15? Ef þið hefðuð verið með Sál á þessum tíma, hvað hefðuð þið þá sagt við hann sem gæti hafa hjálpað honum að sigrast á „[þrjósku]“ og „[þvermóðsku]“? (1. S amúelsbók 15:23).

Sjá einnig 2. Nefí 9:28–29; Helaman 12:4–5; Kenning og sáttmálar 121:39–40; Thomas S. Monson, „Gjör braut fóta þinna slétta,“ aðalráðstefna, október 2014.

1. Samúelsbók 16:7

„Drottinn horfir á hjartað.“

Hvernig dæmir fólk stundum aðra eftir „[hinu] ytra“ útliti? Hver er merking þess að horfa „á hjartað,“ eins og Drottinn gerir? (1. S Samúelsbók 16:7). Íhugið hvernig þið getið tileinkað ykkur að sjá ykkur sjálf og aðra á þennan hátt? Hvernig gæti það haft áhrif á samskipti eða sambönd ykkar við aðra?

1. Samúelsbók 17

Ég get sigrast á öllum áskorunum með liðsinni Drottins.

Þegar þið lesið 1. Samúelsbók 17, íhugið þá orð hinna ýmsu einstaklinga í þessum kapítula (sjá nafnalista hér að neðan). Hvað opinbera orð þeirra um þá? Hvernig sýna orð Davíðs hugrekki hans og trú á Drottin?

Íhugið þá baráttu sem þið heyið. Hvað getið þið fundið í 1. Samúelsbók 17 sem styrkir trú ykkar á að Drottinn geti liðsinnt ykkur?

Sjá einnig Gordon B. Hinckley, „Overpowering the Goliaths in Our Lives [Sigrast á Golíötum lífs okkar],“ Ensign, maí 1983, 46, 51–52.

táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

1. Samúelsbók 9:15–21; 16:7.Lestur þessara versa og eftirfarandi orða öldungs Dieters F. Uchtdorf, gæti hvatt til umræðu um ástæður þess að Drottinn valdi Sál og Davíð: „Ef við sjáum okkur sjálf einungis með jarðneskum augum, gætum við séð okkur sem ófullnægjandi. En himneskur faðir sér okkur eins og við í raun erum og hver við getum í raun orðið“ („Það virkar dásamlega!aðalráðstefna, október 2015). Ef til vill gætu fjölskyldumeðlimir skipst á um að ræða hvaða góðu eiginleika þeir sjá í hjarta hvers annars (sjá 1. Samúelsbók 16:7).

1. Samúelsbók 10:6–12.Hvenær höfum við séð Guð blessa einhvern með andlegum krafti til að leysa verkefni eða uppfylla köllun eins og hann blessaði Sál? Hvaða upplifunum getum við sagt frá þar sem „Guð [breytti] hugarfari [okkar]“ eða „andi Guðs hreif [okkur]“ (vers 9–10).

1. Samúelsbók 17:20–54.Fjölskylda ykkar gæti notið þess að lesa saman söguna um Davíð og Golíat („Davíð og Golíat“ í Sögur úr Gamla testamentinu gæti verið gagnleg) eða horfa á myndbandið „The Lord Will Deliver Me [Drottinn mun frelsa mig]“ (ChurchofJesusChrist.org). Þetta gæti leitt til umræðna um að okkur gæti stundum fundist áskoranir okkar vera eins og „Golíat.“ Þið gætuð jafnvel skráð þessar áskoranir á markskífu eða teiknað mynd af Golíat og skipst á um að kasta hlutum (eins og pappírskúlum) í hana.

Það gæti líka verið áhugavert að lesa um herklæði og vopn Golíats (sjá vers 4–7). Hvað hafði Davíð í fórum sínum? (sjá vers 38–40, 45–47). Hverju hefur Drottinn séð okkur fyrir til að sigrast á okkar Golíötum?

2:3

1. Samúelsbók 18:1–4.Hvernig sýndu Davíð og Jónatan hvor öðrum vináttu? Hvernig hafa góðir vinir blessað okkur? Hvað getum við gert til að vera góðir vinir – einnig fjölskyldumeðlimum okkar?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Hetja vil ég vera,“ Barnasöngbókin, 85.

Bæta kennslu okkar

Gefið vitnisburð ykkar oft. „Einfaldur og einlægur vitnisburður ykkar um andlegan sannleika, getur haft máttug áhrif á [fjölskyldu ykkar]. Vitnisburður er áhrifaríkastur þegar hann er blátt áfram og einlægur. Hann þarf hvorki að vera málskrúðugur né orðlangur“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 11).

Davíð

Myndskreyting af Davíð, eftir Dilleen Marsh