Gamla testamentið 2022
20.–26. júní. 2. Samúelsbók 5–7; 11–12; 1. Konungabók 3; 8; 11: „Þín … konungdæmi skulu ævinlega standa“


„20.–26. júní. 2. Samúelsbók 5–7; 11–12; 1. Konungabók 3; 8; 11: ‚Þín … konungdæmi skulu ævinlega standa,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)

„20.–26. júní. 2. Samúelsbók 5–7; 11–12; 1. Konungabók 3; 8; 11,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022

Ljósmynd
Davíð konungur í hásæti

Davíð konungur í hásæti, eftir Jerry Miles Harston

20.–26. júní

2. Samúelsbók 5–7; 11–12; 1. Konungabók 3; 8; 11

„Þín … konungdæmi skulu ævinlega standa“

„Sérhver ritning er innblásin af Guði og nytsöm til fræðslu, umvöndunar, leiðréttingar og menntunar í réttlæti“ (2. Tímóteusarbréf 3:16).

Skráið hughrif ykkar

Í upphafi lofaði stjórnartíð Davíðs konungs afar góðu. Hann ávann sér sögufrægð með trú og hugrekki til að sigra Golíat. Sem konungur, valdi hann Jerúsalem sem höfuðborg og sameinaði Ísrael (sjá 2. Samúelsbók 5). Konungsríkið hafði aldrei verið öflugra. Davíð gaf sig þó freistingunni á vald og glataði andlegum styrk sínum.

Í upphafi lofaði stjórnartíð Salómons, sonar Davíðs, líka afar góðu. Hann ávann sér sögufrægð með mikilli guðlegri visku og dómgreind. Sem konungur, útvíkkaði hann landamæri Ísraels og byggði tignarlegt musteri fyrir Drottin. Konungsríkið hafði aldrei verið öflugra. Af grunnhyggni varð Salómon samt fráhverfur í hjarta og snerist til annarra guða.

Hvaða lexíur getum við dregið af þessum sorgarsögum? Ein lexía gæti verið sú að andlegur styrkur okkar er háður daglegu vali, burt séð frá því sem fortíðin geymir. Af þessum frásögnum getum við líka lært að við frelsumst ekki fyrir eigin styrk, hugrekki og visku – heldur Drottins. Af þessum frásögnum lærum við að skærasta von Ísraelsmanna – og okkar sjálfra – er ekki Davíð, Salómon eða nokkur annar jarðneskur konungur, heldur annar „[sonur] Davíðs“: Jesús Kristur (Matteus 1:1), hinn eilífi konungur, sem fyrirgefur syndir lýðs síns, ef hann snýr sér aftur til hans (sjá 1. Konungabók 8:33–34).

Til að fá yfirlit 2. Samúelsbókar og 1. Konungabókar, sjá þá „Samúel, spámaður í Gamla testamenti“ og „Konungabækurnar“ í Leiðarvísi að ritningunum.

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

2. Samúelsbók 5:17–25

Drottinn getur veitt mér leiðsögn.

Þegar Davíð hafði loks sameinað Ísraelsmenn (sjá 2. Samúelsbók 5:1–5), þurfti hann að verja þjóð sína gegn Filisteum. Þegar þið lesið 2. Samúelsbók 5:17–25, íhugið þá hvernig fordæmi Davíðs getur hjálpað ykkur við eigin áskoranir (sjá einnig 1. Samúelsbók 23:2, 10–11; 30:8; 2. Samúelsbók 2:1). Hvernig hafið þið leitað handleiðslu Drottins í lífi ykkar? Hvernig hafið þið verið blessuð af því að bregðast við þeirri opinberun sem þið hlutuð?

Sjá einnig 1. Kroníkubók 12; Richard G. Scott, „Hvernig hljóta á opinberun og innblástur fyrir eigið líf,“ aðalráðstefna, apríl 2012.

2. Samúelsbók 7

Hvaða „húsi“ lofaði Drottinn Davíð?

Þegar Davíð bauðst til þess að byggja hús, sem var musteri, fyrir Drottin (sjá 2. Samúelsbók 7:1–3), svaraði Drottinn að í raun myndi sonur Davíðs byggja það (sjá vers 12–15; sjá einnig 1. Kroníkubók 17:1–15). Drottinn sagði líka að þess í stað myndi hann byggja Davíð „hús,“ sem var ætt hans og konungsdæmi er ævinlega skildi standa (sjá 2. Samúelsbók 7:11, 16, 25–29; Sálmarnir 89:4–5, 36–38). Þetta loforð uppfylltist með Jesú Kristi, hinum eilífa konungi okkar, sem var afkomandi Davíðs (sjá Matteus 1:1; Lúkas 1:32–33; Jóhannes 18:33–37).

2. Samúelsbók 11; 12:1–14

Ég ætti ætíð að vera á verði gegn synd.

Sú hollusta sem Davíð hafði áður sýnt Drottni, gerði hann ekki ónæman fyrir freistingu er hann „[gekk] um á þaki konungshallarinnar“ og „sá [þar] konu vera að baða sig“ (2. Samúelsbók 11:2). Íhugið hvaða lærdóm þið getið dregið af þessari reynslu. Spurningar eins og þessar gætu hjálpað við að læra þessa frásögn:

  • Hvaða ákvarðanir tók Davíð sem leiddi hann út á sífellt syndugri braut? Hvaða réttlátu ákvarðanir hefði hann getað tekið þess í stað?

  • Hvernig gæti óvinurinn reynt að leiða ykkur út á syndugar brautir? Hvaða ákvarðanir gætuð þið tekið núna til að komast aftur í öryggi?

Sjá einnig 2. Nefí 28:20–24; „To Look Upon [Gefa gaum að]“ (myndband), ChurchofJesusChrist.org.

1. Konungabók 3:1–15

Gjöf dómgreindar hjálpar mér að greina á milli rétts og rangs.

Ef Drottinn spyrði: „Segðu hvað þú vilt að ég gefi þér“ (1. Konungabók 3:5), hvers mynduð þið þá óska ykkur? Hvað hrífur ykkur varðandi ósk Salómons? Íhugið af hverju það er dýrmæt gjöf að hafa „vilja til að hlýða“ og geta „greint gott frá illu“ (vers 9). Hvað getið þið gert til að sækjast eftir þessari gjöf?

Sjá einnig 2. Kroníkubók 1; Moróní 7:12–19; David A. Bednar, „Quick to Observe,” Ensign, des. 2006, 30–36.

1. Konungabók 8:12–61

Musterið er hús Drottins.

Í hundruð ára var nærvera Guðs táknuð með færanlegri tjaldbúð sem Móse byggði. Þótt Davíð hefði viljað byggja Guði varanlegri dvalarstað, þá valdi Guð Salómon, son Davíðs, til að byggja musteri Drottins. Þegar þið lesið bæn Salómons og orðin sem hann talaði við þjóð sína þegar byggingu musterisins lauk, gætið þá að því hvað honum fannst um Drottin og hús hans. Þið gætuð líka skráð þær blessanir sem Salómon bað um í bæn sinni. Hvað vekur athygli ykkar varðandi þessar blessanir? Hvernig eruð þið blessuð með húsi Drottins á okkar tíma?

Sjá einnig 2. Kroníkubók 6.

Ljósmynd
Barranquilla-musterið, Kólumbíu

Barranquilla-musterið, Kólumbíu

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

2. Samúelsbók 5:19, 23.Hvenær höfum við „[leitað] svara hjá Drottni“ til handleiðslu og leiðsagnar? Hvernig hefur hann svarað okkur?

2. Samúelsbók 7:16.Þegar Drottinn sagði við Davíð: „Hásæti þitt skal að eilífu stöðugt standa,“ vísaði hann til konungs sem síðar kæmi í beinan ættlegg Davíðs: Jesú Krist. Ef til vill myndi fjölskylda ykkar njóta þess að búa til kórónur heima meðan hún ræðir ástæður þess að þið eruð þakklát fyrir að Jesús Kristur sé ykkar eilífi konungur.

2. Samúelsbók 11.Að lesa um hörmulegar syndir Davíðs, gæti veitt gott tækifæri til að ræða hættuna sem felst í klámi, óhreinum hugsunum og ósiðsemi. Eftirfarandi efni gæti verið gagnlegt fyrir umræðu ykkar: Október 2019 útgáfa Liahona, þar sem kirkjan birtir úrræði gegn klámi (ChurchofJesusChrist.org/addressing-pornography) og myndböndin „What Should I Do When I See Pornography? [Hvað geri ég þegar ég sé klámefni]?“ og „Watch Your Step [Gáðu að þér]“ (ChurchofJesusChrist.org). Fjölskyldumeðlimir gætu gert áætlun um viðbrögð þegar klámefni ber fyrir augu.

1. Konungabók 11:9–11.Hverjir eru einhverjir þeir „[aðrir guðir]“ (vers 10) sem gætu gert hjörtu okkar fráhverf Drottni? Hvernig getum við haft himneskan föður og Jesú Krist að miðpunkti hjarta okkar?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að sögn: „Auk heilaga helgun,“ Sálmar, nr. 39.

Bæta kennslu okkar

Haldið ykkur við grundvallarreglur sem blessa mun fjölskyldu ykkar. Þegar þið lærið Guðs orð með bæn í huga, spyrjið ykkur þá: „Hvað finn ég hér sem reynast mun sérlega þýðingarmikið fyrir fjölskyldu mína?“ (sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 17).

Ljósmynd
musteri Salómons

Myndskreyting af musteri Salómons, eftir Sam Lawlor

Prenta