Gamla testamentið 2022
15.–21. ágúst. Sálmarnir 49–51; 61–66; 69–72; 77–78; 85–86: „Ég mun segja frá öllu sem hann gerði fyrir mig“


„15.–21. ágúst. Sálmarnir 49–51; 61–66; 69–72; 77–78; 85–86: ‚Ég mun segja frá öllu sem hann gerði fyrir mig,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)

„15.–21. ágúst. Sálmarnir 49–51; 61–66; 69–72; 77–78; 85–86,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022

Jesús heldur á lukt

Bjarga því sem glatað var, eftir Michael T. Malm

15.–21. ágúst

Sálmarnir 49–51; 61–66; 69–72; 77–78; 85–86

„Ég mun segja frá öllu sem hann gerði fyrir mig“

Í þessum lexíudrögum er fjallað um nokkur þeirra kenningaratriða sem fram koma í þessum sálmum. Í náminu gætu ákveðin orð, myndir eða hugmyndir staðið upp úr hjá ykkur. Hvað finnst ykkur Drottinn vera að reyna að kenna ykkur?

Skráið hughrif ykkar

Höfundar Sálmanna miðluðu afar persónulegum tilfinningum í ljóðum sínum. Þeir rituðu um eigin vonbrigði, ótta og eftirsjá. Stundum virtust þeir jafnvel yfirgefnir af Guði og sumir sálmar bera vott um gremju eða örvæntingu. Ef þið hafið einhvern tíma upplifað slíkar tilfinningar, getur lestur sálmanna gert ykkur ljóst að þið eruð ekki ein um það. Þið munuð líka finna vers sem geta veitt ykkur hvatningu þegar þið hafið slíkar tilfinningar, því höfundar sálmanna lofuðu líka Drottin fyrir gæsku hans, undruðust kraft hans og fögnuðu yfir miskunn hans. Þeir vissu að heimurinn væri þjakaður af illsku og synd, en að Drottinn væri „góður og fús til að fyrirgefa“ (Sálmarnir 86:5). Þeir vissu að þótt menn hefðu trú á Drottin, merkti það ekki að þeir myndu aldrei há baráttu við kvíða, synd og ótta. Það merkir að þið vitið til hvers skal snúa sér þegar það gerist.

táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Sálmarnir 49; 62:6–13

Endurlausn getur aðeins átt sér stað fyrir Jesú Krist.

Bæði „háir og lágir, jafnt ríkir sem fátækir“ geta fundið boðskap fyrir sig í Sálmunum 49 (vers 3). Hvern mynduð þið segja þann boðskap vera? Hvað finnst ykkur Sálmarnir 62:6–13 bæta við þann boðskap?

Lestur þessara versa gæti hvatt ykkur til að íhuga á hvaða hátt sumir setja traust sitt á eitthvað annað en Guð, sér til endurlausnar (sjá Sálmarnir 49:7–8). Hvernig hefur vitnisburður ykkar um að „Guð [muni] leysa líf [ykkar] úr greipum heljar“ haft áhrif á líf ykkar? (vers 16).

Sjá einnig Orðskviðirnir 28:6; Alma 34:8–17.

Sálmarnir 51; 85–86

Sökum miskunnar frelsarans, get ég hlotið fyrirgefningu synda minna.

Ákallinu um miskunn í Sálmunum 51 er eignað Davíð konungi, sem var sekur um hórdóm og morð (sjá 2. Samúelsbók 11). Jafnvel þótt syndir okkar séu ekki jafn alvarlegar, þá getum við samt skilið þörfina fyrir miskunn í þessu versi. Við getum líka lært eitthvað um merkingu þess að iðrast. Dæmi: Hvaða orð eða orðasambönd í Sálmunum 51 kenna það viðhorf sem við þurfum til að iðrast? Hvað lærið þið um þau áhrif sem friðþæging frelsarans getur haft í lífi ykkar?

Þið gætið spurt sömu spurninga við lestur Sálmanna 85–86. Þið gætuð líka gætt að orðtökum sem lýsa Drottni. Hvernig styrkja þau orðtök trú ykkar á að hann muni fyrirgefa ykkur? (sjá t.d. Sálmarnir 86:5, 13, 15).

Sjá einnig Alma 36; Russell M. Nelson, „Við getum gert betur og orðið betri,“ aðalráðstefna, apríl 2019; Carole M. Stephens, „Hinn mikli læknir,“ aðalráðstefna, október 2016.

Sálmarnir 51:15–17; 66:16–17; 71:15–24

Vitnisburður minn um Jesú Krist getur hjálpað öðrum að koma til hans.

Íhugið hvernig þið öðluðust vitnisburð ykkar um Jesú Krist og friðþægingarkraft hans. Þegar þið síðan lærið Sálmana 51:15–17; 66:16–17; 71:15–24, íhugið þá hvernig þið getið boðið öðrum að „[Koma og sjá] verk Guðs“ (Sálmarnir 66:5). Hvað merkir það fyrir ykkur að „vitna [daglangt] um réttlæti [hans]“? (Sálmarnir 71:24). Hvernig munið þið segja öðrum „frá öllu sem hann gerði fyrir [ykkur]“? (Sálmarnir 66:16).

Sjá einnig Mósía 28:1–4; Alma 26.

tveir piltar á tali saman

Við getum miðlað öðrum vitnisburði okkar um það sem Drottinn hefur gert fyrir okkur.

Sálmarnir 63; 69; 77–78

Drottinn mun hjálpa mér á tíma neyðar.

Sumir Sálmanna lýsa því með skýru máli hvernig það er að finnast Guð fjarlægur sér og þarfnast hjálpar hans sárlega. Þið gætið íhugað að gæta að slíkum lýsingum í Sálmunum 63:2, 9; 69:2–9, 19–22; 77:2–10. Hvað finnið þið í Sálmunum 63; 69; 77–78 sem veitti þessum sálmahöfundum fullvissu?

Hvernig hjálpar það ykkur að „[minnast] verka Drottins“ og hans „fyrri dáða“ þegar ykkur líður illa? (Sálmarnir 77:12). Sumum þessara dásemdarverka er lýst í Sálmunum 78. Þegar þið lesið um þau, íhugið þá hvað hjálpar ykkur að „[setja] traust [ykkar] á Guð“ (vers 7). Hvaða upplifanir úr ættarsögu ykkar veita ykkur innblástur?

táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Sálmarnir 51:19.Íhugið hvernig þið gætuð kennt fjölskyldu ykkar merkingu þess að hafa sundurkramið hjarta. Fjölskyldumeðlimir gætu t.d. skipst á við að opna eitthvað sem hefur hart yfirborð, eins og egg eða hnetu. Hvernig eru hjörtu okkar stundum eins og þessi skel eða skurn? Hvernig getum við lokið upp hjörtum okkar fyrir Drottni? Að lesa saman Sálmana 51, gæti kallað fram einhverjar hugmyndir.

Sálmarnir 61:3–4.Fjölskyldumeðlimir gætu notið þess að teikna myndir af táknunum í þessum versum og ræða hvernig Jesús Kristur er eins og „ bjarg,“ „hæli“ fyrir okkur og „traust vígi.“

Sálmarnir 71:17; 78:5–7.Hvað vill Drottinn að þið „[kennið börnum ykkar]“? (Sálmarnir 78:5). Ef til vill gæti hver fjölskyldumeðlimur miðlað dæmi um „dásemdarverk“ Drottins, líkt og ritningarfrásögn, upplifun eða persónulegum vitnisburði, sem hjálpar þeim að „[setja] traust sitt á Guð“ (Sálmarnir 71:17; 78:7).

Sálmarnir 72.Sálmarnir 72 voru ritaðir af Davíð um son hans, Salómon, en margt þar getur líka átt við Jesú Krist. Þegar fjölskylda ykkar les þessi vers, gæti hún haldið á lofti mynd af frelsaranum þegar þau finna vers sem minna þau á Jesú Krist. Hvernig getum við hjálpað við þá hugsjón að „öll jörðin fyllist dýrð hans“? (Sálmarnir 72:19; sjá einnig Kenning og sáttmálar 65:2).

Sálmarnir 85:12.Þessi vers gætu hvatt til umræðu um atburði endurreisnar fagnaðarerindisins – hvernig Mormónsbók „[spratt] úr jörðinni“ og himneskir sendiboðar komu „niður af himni“ (sjá einnig HDP Móse 7:62). Myndbandið „Preparation of Joseph Smith: Tutored by Heaven [Undirbúningur Josephs Smith: Kennsla frá himni]“ (ChurchofJesusChrist.org) sýnir nokkra af þessum atburðum.

3:39

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Ver hjá mér hverja stund,“ Sálmar, nr. 31.

Bæta kennslu okkar

Hafið fjölbreytni í náminu. „Leitið leiða til að hafa fjölbreytni í kennslu ykkar á fagnaðarerindinu. Það mun auðga og fegra upplifunina. … Íhugið hvernig notkun tónlistar, sagna, mynda og annara listtegunda, getur boðið andanum heim“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 22).

maður krýpur frammi fyrir Jesú

Efast ekki, Tómas eftir J. Kirk Richards