Gamla testamentið 2022
1.–7. ágúst. Jobsbók 1–3; 12–14; 19; 21–24; 38–40; 42: „[Samt set ég traust mitt á hann]“


„1.–7. ágúst. Jobsbók 1–3; 12–14; 19; 21–24; 38–40; 42: ‚[Samt set ég traust mitt á hann],‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)

„1.–7. ágúst. Jobsbók 1–3; 12–14; 19; 21–24; 38–40; 42,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur 2022

Ljósmynd
þrír menn tala við sitjandi mann

Dómar Jobs, eftir Joseph Brickey

1.–7. ágúst

Jobsbók 1–3; 12–14; 19; 21–24; 38–4042

„[Samt set ég traust mitt á hann]“

Þegar þið lesið um Job, þá mun andinn leiða ykkur til að uppgötva mikilvægan sannleika sem tengist ykkur. Skráið það sem þið uppgötvið og ígrundið hvernig þessi sannleikur á við um ykkur.

Skráið hughrif ykkar

Það er eðlilegt að velta fyrir sér hvers vegna slæmir hlutir koma fyrir gott fólk – eða jafnvel hvers vegna góðir hlutir gerast fyrir slæmt fólk. Af hverju myndi Guð, sem er réttlátur, leyfa það? Spurningar sem þessar eru ígrundaðar með reynslu Jobs í huga, en hann var einn af þessu góða fólki, sem slæmir hlutir gerðust fyrir. Vegna hörmunga Jobs, veltu vinir hans fyrir sér hvort hann væri í raun góður þegar allt kæmi til alls. Job staðfesti réttlæti sitt og velti fyrir sér hvort Guð væri í raun réttvís að öllu upplifðu. En þrátt fyrir þjáningar sínar og efasemdir, hélt Job ráðvendni sinni og trú á Jesú Krist. Í Jobsbók er trúin vegin og metin en aldrei algjörlega yfirgefin. Það þýðir ekki að öllum spurningunum sé svarað. Jobsbók kennir þó að þar til þeim verður svarað, geti spurningar og trú verið samhliða og að burt séð frá því sem gerist fram að því, getum við sagt um Drottin okkar: „[Samt mun ég setja traust mitt á hann]“ (sjá Jobsbók 13:15).

Til að fá yfirlit Jobsbókar, sjá þá „Jobsbók“ í Leiðarvísi að ritningunum (KirkjaJesuKrists.is Ritningar/Námshjálp).

Ljósmynd
Learn More image
Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Jobsbók 1–3; 12–13

Traust mitt á himneskum föður og Jesú Krist getur hjálpað mér að sýna trúfesti í öllum aðstæðum.

Í fyrstu kapítulum Jobsbókar er meiningin að leggja áherslu á hlutverk Satans sem andstæðings okkar eða ákæranda, en ekki að lýsa raunverulegum samskiptum Guðs og Satans. Þegar þið lesið kröfur Satans á Job (sjá Jobsbók 1:9–11; 2:4–5), gætuð þið íhugað hvort það sama eigi við um ykkur sjálf. Þið gætuð spurt ykkur: Hvaða ástæður eru að baki þess að ég sýni Guði trúfesti? Íhugið prófraunir Jobs og hvernig hann brást við þeim (sjá Jobsbók 1:20–22; 2:9–10). Hvað lærið þið af honum sem gæti hjálpað ykkur að takast á við áskoranir ykkar?

Þótt Job hafi reynt að vera trúfastur, varð ekkert lát á prófraunum hans og þjáningum (sjá harmljóð hans í kapítula 3). Í raun virtust þjáningar hans aukast og vinir hans drógu þá ályktun að Guð væri að refsa honum (sjá Jobsbók 4–5; 8; 11). Þegar þið lesið hluta af viðbrögðum Jobs í kapítulum 12–13, íhugið þá það sem Job vissi um Guð og gerði honum kleift að treysta honum áfram, þrátt fyrir þjáningar hans og ósvaraðar spurningar. Hvað vitið þið um Guð sem hjálpar ykkur að takast á við áskoranir? Hvernig hafið þið komist til þekkingar á þessum sannleika og hvernig hefur hann styrkt trú ykkar?

Jobsbók 19

Jesús Kristur er frelsari minn.

Stundum er mikilvægasti sannleikurinn opinberaður okkur mitt í mestu þjáningum okkar. Íhugið þær prófraunir sem Job lýsir í Jobsbók 19:1–22 og síðan þeim sannleika sem hann játast í Jobsbók 19:23–27. Íhugið síðan hvernig þið vitið að lausnari ykkar lifir. Hvaða máli skiptir þessi þekking þegar þið upplifið erfiðar prófraunir?

Sjá einnig Kenning og sáttmálar 121:1–12; 122.

Ljósmynd
maður horfir upp í loftið

Job, eftir Gary L. Kapp

Jobsbók 21–24

„Prófi hann mig reynist ég sem gull.“

Þegar þið lesið meira um rökræður Jobs og vina hans um ástæður þjáninga Jobs, gætuð þið íhugað hvernig þið mynduð svara spurningunni sem var kjarni umræðu þeirra: Hvers vegna þjást hinir réttlátu stundum og hinum ranglátu er ekki refsað? Íhugið þetta við lestur Jobsbókar 21–24. Hvað vitið þið um himneskan föður og áætlun hans sem getur hjálpað ykkur að svara þessu? Sjá t.d. 2. Nefí 2:11–13; Mósía 23:21–23; 24:10–16; Abraham 3:22–26; Dallin H. Oaks, „Andstæður í öllu,“ aðalráðstefna, apríl 2016.

Sjá einnig L. Todd Budge, „Stöðugt og varanlegt traust,“ aðalráðstefna, október 2019.

Jobsbók 38; 40; 42

Guð hefur meiri yfirsýn en ég.

Job var sorgmæddur yfir ásökunum vina sinna (sjá Jobsbók 16:1–5; 19:1–3) og ákallaði Guð stöðugt um skýringu á þjáningum sínum (sjá Jobsbók 19:6–7; 23:1–931). Öldungur Neal A. Maxwell útskýrði að „þegar við erum óþolinmóð gagnvart alvitri tímasetningu Guðs,“ eins og Job virtist vera, „gefum við í raun í skyn að við vitum hvað er best. Einkennilegt, ekki satt – að við sem erum með armbandsúr leitumst við að ráðleggja honum sem hefur umsjón með klukkum og dagatölum alheims“ („Hope through the Atonement of Jesus Christ,“ Ensign, nóv. 1998, 63). Íhugið þessi orð þegar þið lesið hverning Guð brást við Job í kapítulum 38 og 40. Hvaða sannleika var hann að kenna Job? Af hverju er okkur mikilvægt að þekkja þennan sannleika er við tökumst á við mótlæti og efasemdir í jarðlífinu? Hvað vekur athygli ykkar varðandi viðbrögð Jobs í Jobsbók 42:1–6?

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Jobsbók 1:20–22.Til að skilja hvernig Job gæti hafa liðið, eins og lýst er í þessum versum, gæti fjölskylda ykkar lesið „Job“ í Sögur úr Gamla testamentinu eða leikið Jobsbók 1:13–22. Hvað getum við lært af fordæmi Jobs?

Job 14:14.Hvernig mynduð þið svara spurningu Jobs í þessu versi? Hvernig gæti Alma 11:42–44 hjálpað ykkur? (Sjá einnig myndbandið „He Lives—Celebrate Easter Because Jesus Christ Lives [Hann lifir – Fögnum páskum því Jesús Kristur lifir],“ ChurchofJesusChrist.org.)

Jobsbók 16:1–5.Erum við einhvern tíma eins og vinir Jobs, sem dæmdu og gagnrýndu Job þegar hann þurfti á hughreystingu að halda? (sjá Jobsbók 16:1–4; sjá einnig Jóhannes 7:24). Hvernig geta orð okkar styrkt aðra í sorg þeirra? (sjá Jobsbók 16:5).

Jobsbók 19:23–27.Eftir lestur þessara versa geta fjölskyldumeðlimir sagt frá því hvernig þeir vita að lausnari okkar lifir. Þið gætuð unnið að því saman að skrá orð vitnisburðar ykkar (eða teikningar barna af frelsaranum) í bók, sem gæti verið dagbók fjölskyldunnar (sjá vers 23). Þið gætuð líka sungið söng sem vitnar um frelsarann, t.d. „Ég veit minn lifir lausnarinn“ (Sálmar, nr. 36) og miðlað orðtökum sem styrkja trú ykkar á hann.

Jobsbók 23:8–11.Hver er merking þess að koma út úr prófraunum okkar „sem gull“? (sjá einnig myndbandið „The Refiner’s Fire [Hreinsunareldurinn],“ ChurchofJesusChrist.org). Hvern þekkjum við sem hefur gert það? Börn gætu haft gaman að því að búa til eitthvað með því að skrá orðin í versi 10 á það sem þau búa til. Þið gætuð líka rætt hvernig Jesús Kristur sigraðist á prófraunum sínum (sjá Lúkas 22:41–44; Kenning og sáttmálar 19:16–19).

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Ég veit minn lifir lausnarinn,“ Sálmar, nr. 36.

Bæta persónulegt nám

Notið ímyndunaraflið. Mikilvægur skilningur getur hlotist þegar við setjum okkur í spor fólks í ritningunum. Þegar þið t.d. setjið ykkur í spor Jobs, gæti það hjálpað við að hugleiða samband ykkar við himneskan föður og Jesú Krist.

Ljósmynd
menn tala við mann á jörðu

Job og vinir hans, eftir Ilya Repin

Prenta