Gamla testamentið 2022
22.–28. ágúst. Sálmarnir 102–103; 110; 116–119; 127–128; 135–139; 146–150: „Allt, sem andardrátt hefur, lofi Drottin“


„22.–28. ágúst. Sálmarnir 102–103; 110; 116–119; 127–128; 135–139; 146–150: ‚Allt, sem andardrátt hefur, lofi Drottin,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)

„22.–28. ágúst. Sálmarnir 102–103; 110; 116–119; 127–128; 135–139; 146–150,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022

Kristur í rauðum kufli umlukinn krjúpandi fólki

Hvert hné skal beygja sig, eftir J. Kirk Richards

22.–28. ágúst

Sálmarnir 102–103; 110; 116–119; 127–128; 135–139; 146–150

„Allt, sem andardrátt hefur, lofi Drottin“

Sálmarnir 119:105 kenna að orð Drottins sé „ljós á vegum [ykkar].“ Þegar þið lesið Sálmana, skráið þá orðtök og hugmyndir sem veita ykkur innblástur og lýsa veg ykkar til himnesks föður.

Skráið hughrif ykkar

Hið hefðbundna gyðinglega nafn Sálmanna er hebreskt hugtak sem merkir „lofgjörð.“ Hugtakið Tehillim, er líka skylt upphrópuninni „hallelúja“ (sem merkir „lof sé Jehóva“ eða „lof sé Drottni“). Ef þið ættuð að velja eitt orð til að lýsa megin boðskap Sálmanna, væri orðið „lofgjörð“ góður kostur. Sumir Sálmanna hafa að geyma beint boð um að „lofa … Drottin“ (sjá einkum Sálmarnir 146–50) og allir geta þeir innblásið tilfinningar tilbeiðslu og lofgjörðar. Sálmarnir fá okkur til að íhuga mátt og miskunn Drottins og dásemdarverk hans. Við getum aldrei endurgoldið honum fyrir nokkuð af þessu, en við getum lofað hann fyrir það. Lofgjörðin getur verið mismunandi eftir fólki – söngur, bænir eða vitnisburður getur verið hluti af henni. Hún vekur oft dýpri hollustu við Drottin og staðfestu við að fylgja kenningum hans. Hver sem merking orðanna „lofa þú Drottin“ er fyrir ykkur, getið þið fundið ríkari ástæðu til að lofa Drottin er þið lesið og ígrundið Sálmana.

táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Sálmarnir 102–3116

Drottinn getur huggað mig í þjáningum mínum.

Gætið að því hvernig Sálmarnir 102:2–12 lýsa tilfinningum kvíða og einangrunar, sem oft vakna á tíma þrenginga. Ef til vill hafið þið upplifað slíkar tilfinningar, en þá munu þessar lýsingar hjálpa ykkur að skilja betur upplifanir ykkar. Þessi vers gætu líka hjálpað ykkur að skilja tilfinningar annarra sem þjást.

Þegar þið lesið Sálmana 102:13–29; 103116, gætið þá að orðtökum sem fullvissa ykkur um að þið getið „[ákallað] nafn Drottins“ í þrengingum ykkar (Sálmarnir 116:13). Þið gætuð viljað merkja við, leggja á minnið eða miðla öðrum orðtökum sem veita ykkur von á hann.

Sjá einnig Jesaja 25:8; 2. Korintubréf 1:3–7; Hebreabréfið 2:17–18; Alma 7:11–13; Evan A. Schmutz, „Guð mun þerra hvert tár,“ aðalráðstefna, október 2016.

Jesús læknar

Lækning, eftir J. Kirk Richards

Sálmarnir 110118

Sálmarnir geta vísað mér á frelsarann.

Sálmarnir hafa að geyma ritningarvers sem fjalla um líf og þjónustu Jesú Krists. Hér eru nokkur dæmi:

Hvaða sannleika kenna þessi vers um Jesú Krist? Hvernig blessar það ykkur að þekkja þennan sannleika?

Þegar þið lesið Sálmana í vikunni, skráið þá áfram athugasemdir um önnur vers sem kenna ykkur um frelsarann. Þið gætuð líka lesið eða hlustað á einhverja af eftirlætis sálmum ykkar, sem hjálpa ykkur að hugsa um hann.

Sálmarnir 119

Orð Guðs heldur mér á vegi hans.

Í þessum sálmaversum eru mörg orðtök sem líkja lífi okkar við ferð aftur til himnesks föður. Þegar þið lesið, gætið þá að orðum eins og ganga, vegur, skref, fætur og villast. Íhugið lífsferð ykkar sjálfra – hvert þið hafið farið, hvar þið eruð nú og hvert ferð ykkar er heitið. Hvað lærið þið af þessum versum um ferð ykkar aftur heim? Hverju hefur Guð séð ykkur fyrir til að hjálpa ykkur að vera á hinum rétta vegi, samkvæmt þessum versum?

Það gæti vakið áhuga ykkar að vita að upprunalega á hebresku byrjuðu átta fyrstu versin í Sálmunum 119 á fyrsta bókstaf hebreska stafrófsins. Næstu átta vers byrja á næsta bókstaf og svo framvegis, allt til loka stafrófsins.

Sjá einnig Jesaja 42:16; 2. Nefí 31:17–21; Alma 7:19–20.

Sálmarnir 134–36

Drottinn er máttugri en nokkurt skurðgoð.

Gætið að ástæðunum sem gefnar eru í Sálmunum 135:15–18 fyrir því að heimskulegt sé að reiða sig á falsguði. Hverju gætuð þið látið freistast til að treysta, sem svipar til skurðgoðanna sem lýst er í þessum versum?

Þið gætuð skráð það máttuga sem Drottinn getur gert, eins og lýst er í Sálmunum 134–36. Hvaða máttuga hluti hefur hann gert fyrir ykkur?

Sálmarnir 146–50

„[Lofa þú Drottin].“

Þegar þið lesið þessa síðustu lofgjörðarsálma, íhugið þá ástæður ykkar fyrir því að lofa Drottin. Af hverju er mikilvægt að lofa hann? Hvernig getið þið lofað hann?

táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Sálmarnir 119:105.Ef til vill gæti fjölskylda ykkar búið til veg, gengið hann í myrkri og notað ljós til að lýsa veginn framundan. Á göngunni gætuð þið spurt spurninga eins og: „Hvað í lífi okkar er eins og þetta myrkur? eða „Hvernig er orð Guðs eins og ljós?“ Að syngja söng um ljós Guðs, t.d. „Kenn mér hans ljósið“ (Barnasöngbókin, 70), gæti hjálpað ykkur að leggja áherslu á regluna sem kennd er í Sálmunum 119:105.

Sálmarnir 127–28.Hver er merking þess að Drottinn hjálpi okkur að [byggja húsið okkar]“? (Sálmarnir 127:1). Hvernig getur hann verið aukinn þáttur í viðleitni okkar til að skapa réttlátt heimili? Þið gætuð teiknað hús á blað og klippt það í púsluspil, til að hjálpa fjölskyldu ykkar að svara þessum spurningum. Fjölskyldumeðlimir gætu skrifað eða teiknað aftan á hvert púsl hvernig gera mætti Drottin að ríkari þætti á heimili ykkar. Þið gætuð síðan raðað púslunum saman. Hvað annað finnið þið í þessum versum sem gæti hvatt okkur til að ganga á Drottins vegum?

Sálmarnir 139.Eftir lestur versa 1–4, gætu fjölskyldumeðlimir rætt hvernig þeir hafa komist til þekkingar um það að Guð þekki þá persónulega (sjá einnig vers 14–15, 23–24).

Sálmarnir 146–50.Þið gætuð beðið fjölskyldu ykkar að lesa upphátt nokkur vers í Sálmunum 146–50 og reyna að miðla tilfinningum höfundarins. Hvernig getum við tjáð lofgjörð okkar til Drottins? Fjölskyldumeðlimir gætu notið þess að yrkja eigin lofgjörðarsálma og miðlað þeim hvert öðru.

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Kenn mér hans ljósið,“ Barnasöngbókin, 70.

Bæta kennslu okkar

Notið hljóðupptökur. Þegar þið kennið fjölskyldu ykkar, íhugið þá að hlusta á hljóðskrár með ritningunum, sem finna má á ChurchofJesusChrist.org eða í smáforritinu Gospel Library. Að hlusta á sálmavers getur verið einkar áhrifaríkt, því þau voru gerð til að lesa upphátt.

vegur í skógi

„Leið mig götu boða þinna, af henni hef ég yndi“ (Sálmarnir 119:35).