Gamla testamentið 2022
29. ágúst–4. september. Orðskviðirnir 1–4; 15–16; 22; 31; Prédikarinn 1–3; 11–12: „Að óttast Drottin er upphaf spekinnar“


„29. ágúst–4. september. Orðskviðirnir 1–4; 15–16; 22; 31; Prédikarinn 1–3; 11–12: ‚Að óttast Drottin er upphaf spekinnar,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)

„29. ágúst–4. september. Orðskviðirnir 1–4; 15–16; 22; 31; Prédikarinn 1–3; 11–12,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022

Ljósmynd
maður lærir ritningarnar

29. ágúst–4. september

Orðskviðirnir 1–4; 15–16; 22; 31; Prédikarinn 1–3; 11–12

„Að óttast Drottin er upphaf spekinnar“

Íhugið hvernig nám í Orðskviðunum og Prédikaranum getur beint athygli ykkar að spekinni og hneigt hjarta ykkar að hyggindum“ (sjá Orðskviðirnir 2:2).

Skráið hughrif ykkar

Í fyrsta kapítula í Prédikaranum eru þessi orð að finna: „Hlýddu, sonur minn, á áminningar föður þíns og hafnaðu ekki viðvörun móður þinnar“ (Orðskviðirnir 1:8). Orðskviðina mætti líta á sem safn viskuorða frá kærleiksríku foreldri, sem hafa þann megin boðskap að þeir sem leita visku hljóti blessanir friðar og farsældar–einkum þess konar visku sem Guð býður. Á eftir Orðskviðunum er Prédikarinn, sem virðist segja: „Þetta er nú ekki alveg svona einfalt.“ Í Prédikaranum segir að prédikarinn hafi „[lagt] allan hug á að þekkja speki“ en komist að raun um að það væri einungis „að sækjast eftir vindi“ og því fylgdi „mikið angur“ (Prédikarinn 1:17–18). Á fjölbreyttan hátt er spurt í Prédikaranum: „Er raunverulega merkingu að finna í heimi þar sem allt virðist hégómi, stundlegt og ótryggt?“

Þótt bækurnar tvær nálgist lífið út frá ólíku sjónarhorni, þá kenna þær líkan sannleika. Í Prédikaranum segir: „Við skulum hlýða á niðurstöðu þessa alls: Óttastu Guð og haltu boðorð hans því að það á hver maður að gera“ (Prédikarinn 12:13). Þessa reglu er líka að finna hvarvetna í Orðskviðunum: „Treystu Drottni af öllu hjarta. … Þú skalt ekki þykjast vitur en óttast Drottin og forðast illt“ (Orðskviðirnir 3:5,7). Hvað sem lífið býður upp á, jafnvel þótt það virðist óráðið og tilviljunarkennt, þá er alltaf betra að treysta Drottni Jesú Kristi.

Til yfirlits þessara bóka, sjá þá „Orðskviðir“ og „Prédikarinn“ í Leiðarvísi að ritningunum.

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Orðskviðirnir 1–4; 15–16

„[Veittu] spekinni athygli þína.“

Í Orðskviðunum má finna fullt af speki og visku. Íhugið að undirstrika orðið „viska“ og önnur sömu merkingar, líkt og „þekking“ og „skynsemi,“ er þið finnið þau í kapítulum 1–4 og 15–16. Hvaða áhrif hafa þessir kapítular á hvað ykkur finnst um visku? Hvað finnst ykkur felast í viskuorðunum „Drottinn veitir speki,“ byggt á því sem þið finnið? (Orðskviðirnir 2:6). Íhugið hvernig þið leitið eftir liðsinni Drottins til að verða vitur í hjarta (sjá Orðskviðirnir 16:21). Hvaða blessanir hljótast af visku Guðs?

Sjá einnig Orðskviðirnir 8–9; Matteus 7:24–27; 25:1–13.

Orðskviðirnir 1:7; 2:5; 16:6; 31:30; Prédikarinn 12:13

Hvað merkir að „óttast Drottin“?

Öldungur David A. Bednar útskýrði: „Ólíkt hinum jarðneska ótta, sem veldur skelfingu og kvíða, þá er guðsótti uppspretta friðar, fullvissu og sjálfsöryggis. … [Hann geymir] djúpa aðdáun á, lotningu og virðingu fyrir Drottni Jesú Kristi, hlýðni við boðorð hans og eftirvæntingu eftir lokadóminum og réttlæti frá honum. … Guðlegur ótti er að elska og reiða sig á hann“ („Þeir bældu þess vegna ótta sinn,“ , apríl 2015).

Sjá einnig Orðskviðina 8:13.

Orðskviðirnir 4

„Gjör braut fóta þinna slétta.“

Orðskviðirnir 4 lýsa visku og réttlæti sem „braut“ eða „leið“ (sjá einnig Orðskviðirnir 3:5–6). Þegar þið lesið þennan kapítula, gætuð þið fundið vers sem hjálpa ykkur að ígrunda „braut fóta“ ykkar (vers 26) og hvernig skref ykkar færa ykkur nær Drottni. Dæmi: Hvað kenna vers 11–12 og 18–19 um blessanir þess að vera á réttri braut? Hver er merking versa 26 og 27 fyrir ykkur?

Sjá einnig 2. Nefí 31:18–21.

Orðskviðirnir 15:1–2, 4, 18,28; 16:24–32

„Mildilegt svar stöðvar bræði.“

Sum viskuorð í kapítulum 15 og 16 gætu hvatt ykkur til að bæta samskipti ykkar við aðra, einkum ástvini ykkar. Dæmi: Hugsið um ákveðin tilvik sem þið hefðuð getað veitt „mildilegt svar,“ fremur en „fúkyrði“ (Orðskviðirnir 15:1). Hvernig hjálpar leiðsögnin í Orðskviðunum 16:24–32 ykkur að huga vel að orðanotkun ykkar?

Íhugið þessi orð öldungs W.Craigs Zwick: „,Mjúklegt andsvar‘ er skynsamlegt svar – agaður málflutningur hins auðmjúka hjarta. Það merkir ekki að við mælum aldrei beinskeytt eða að við drögum úr gildi sannleikskenninga. Staðföst afstaða getur verið ljúf í anda“ („Hvað finnst þér?, apríl 2014).

Ljósmynd
kona gefur máfum að borða

Dugmikla konu, hver hlýtur hana?II, eftir Louise Parker

Orðskviðirnir 31:10–31

„Sú kona sem óttast Drottin á hrós skilið.“

Orðskviðirnir 31:10–31 lýsa „dugmikilli konu“ eða konu sem býr að miklum andlegum styrk, hæfni og áhrifamætti. Þið gætuð reynt að gera samantekt með eigin orðum hvað hvert þessara versa segir um slíka konu. Hvað af þessum eiginleikum gætuð þið tileinkað ykkur?

Prédikarinn 1–3;12

Jarðlífið er tímabundið.

Af hverju er það ykkur mikilvægt að hafa hugfast það sem staðhæft er í Prédikaranum 1–2 um að þessi heimur sé upp að vissu marki „hégómi“ (eða tímabundinn og oft merkingarlaus)? Hvað finnið þið í kapítula 12 sem gefur lífinu eilífa merkingu?

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Orðskviðirnir.Fjölskylda ykkar gæti haft gaman af því að búa til sína eigin „Orðskviði“ – safn viskuorða úr ritningunum og frá spámönnum síðari daga.

Orðskviðirnir 1:7; 2:5; 16:6; Prédikarinn 12:13–14.Til að hjálpa fjölskyldumeðlimum að skilja Orðskviðina 1:7; 2:5; 16:6; Prédikarann 12:13, gæti verið gagnlegt að skipta út orðinu ótti fyrir orð eins og lotning, elska eða hlýðni (sjá einnig Hebreabréfið 12:28). Hvaða áhrif hefur það á hugsun okkar varðandi þessi vers? Hvernig sýnum við að við óttumst Drottin?

Orðskviðirnir 3:5–7.Til að hjálpa fjölskyldumeðlimum að sjá fyrir sér hvað þessi vers kenna, þá gætuð þið beðið þá að halla sér upp að einhverju föstu og tryggu, eins og vegg. Síðan gætuð þið reynt að halla ykkur upp að einhverju sem er ekki stöðugt, eins og kústi. Af hverju ættum við ekki að „[reiða okkur] á eigið hyggjuvit“? Hvernig getum við sýnt að við treystum Jesú Kristi af öllu hjarta?

Orðskviðirnir 15:1–2,18; 16:24,32.Hvaða áhrif hafa orð okkar á anda heimilis okkar? Fjölskyldumeðlimir gætu ef til vill æft sig í því að veita „mildilegt svar“ við „fúkyrði“ og reyna að nota það sem þeir lærðu í samskiptum við aðra. Söngur líkt og „Góðvildin hefst hjá mér“ (Barnasöngbókin, 83) gæti hjálpað við að kenna þessa reglu.

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrögum þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Hvar ást er,“ Barnasöngbókin, 76.

Bæta persónulegt nám

Orð ritninganna eiga við alla. Sum ritningarvers eiga aðeins við um karla eða konur (t.d. Orðskviðirnir 3:13; 31:10). Í flestum tilvikum eiga þó reglurnar í þessum versum við um alla.

Ljósmynd
Jesús leiðir tvo sauði í skógi

„Minnstu hans á öllum vegum þínum, þá mun hann gera leiðir þínar greiðar“ (Orðskviðirnir 3:6). Hann leiðir mig, eftir Yongsung Kim, havenlight.com

Prenta